Fréttablaðið - 27.03.2019, Page 26
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Fiskur er ríkur af ómega-3 og gefur okkur D-vítamín sem allir þurfa á að halda hér á
norðurhveli jarðar. Fiskur er sömu-
leiðis góður prótíngjafi. Fiskur
getur verið mikill veislumatur og
hægt að matreiða hann á marg-
víslegan máta. Hér eru nokkrar
hugmyndir.
Fiskur í kókos og karrí
Þetta er bragðmikill og góður
hversdagsréttur. Uppskriftin
miðast við fjóra.
200 g brún hrísgrjón
800 g þorskflak
1 tsk. salt
½ blaðlaukur
½ græn paprika
2 msk. olía
4 dl létt kókosmjólk
2 msk. rautt karrímauk (curry-
paste)
Safi og börkur af hálfri límónu
½ rauðlaukur, smátt skorinn
½ chilli-pipar
4 msk. ferskt kóríander
Hrísgrjónin eru soðin samkvæmt
leiðbeiningum á pakkanum.
Skerið þorskinn í bita og kryddið
með salti. Skerið blaðlaukinn í
sneiðar og papriku í bita. Setjið
olíu í djúpa pönnu. Steikið blað-
lauk og papriku þar til mýkist.
Bætið þá karrímauki á pönnuna og
steikið áfram í 1-2 mínútur. Hrærið
allt saman. Bætið því næst kókos-
Fiskur er
herramannsmatur
Samkvæmt rannsóknum borðum við ekki nægilega mik-
inn fisk. Hann ætti að vera á borðum að minnsta kosti
tvisvar í viku enda vítamínríkur, hollur og góður.
Það er hægt að framreiða fiskinn á glæsilegan máta. NORDICPHOTOS/GETTY
mjólkinni við og látið suðuna
koma upp. Lækkið hitann og látið
malla í tíu mínútur. Loks eru fisk-
bitarnir settir saman við og safi
og börkur af límónu. Setjið lok á
pönnuna og allt látið sjóða varlega
í um það bil fimm mínútur. Bragð-
bætið með salti og pipar. Dreifið
kóríander yfir í lokin ásamt smátt
skornum chilli-pipar. Berið fram
með hrísgrjónunum.
Rjómalöguð fiskisúpa
Þetta er góð súpa sem einfalt er
að gera og hún smakkast mjög
vel. Það má vel bæta í hana fleiri
tegundum af fiski, til dæmis
rækjum eða kræklingi. Einnig má
vel setja tómata út í eða annað
grænmeti. Uppskriftin er fyrir
fjóra.
2 gulrætur
6 dl fiskisoð
2 dl mjólk
2 msk. hveiti
200 g lax
200 g þorskur eða annar fiskur
eftir smekk
1 dl frosnar baunir
1 dl rjómi
½ tsk. salt
½ tsk. pipar
1 msk. ferskur smátt skorinn
graslaukur
Sjóðið upp á fiskisoðinu í potti
og setjið gulrætur í bitum út í.
Látið malla í 3-4 mínútur. Blandið
saman mjólk og hveiti í glasi með
loki og hristið vel saman. Hellið
blöndunni í fiskisoðið svo það
þykkni. Látið sjóða í 5 mínútur.
Lækkið hitann og setjið fiskibitana
í súpuna ásamt baunum. Allt soðið
áfram á lágum hita í 5 mínútur.
Þá er rjóminn settur saman við
og bragðbætt með salti og pipar.
Setjið meiri vökva ef ykkur finnst
súpan of þykk. Dreifið graslauk
yfir. Berið fram með nýbökuðu
brauði.
Þorskur með
tómat og ólífum
Mjög góður réttur í tómatsósu.
Passar vel með kartöflum eða
hrísgrjónum. Uppskriftin er fyrir
fjóra.
800 g þorskur, roðflettur
1 laukur
3 hvítlauksrif
½ kúrbítur
4 msk. ólífuolía
1 dós tómatar í bitum
1 msk. tómatmauk
1 dl vatn
½ grænmetisteningur
1 tsk. salt
½ tsk. nýmalaður pipar
12 steinlausar olífur
½ dl fersk skorin, fersk blaðstein-
selja
Hitið ofninn í 180°C. Skerið lauk,
hvítlauk og kúrbít smátt. Hitið olíu
á pönnu og steikið lauk og kúrbít
þar til mýkist. Hellið því næst
tómötum á pönnuna, tómatmauki
og teningnum. Látið suðuna koma
upp og bragðbætið með salti og
pipar. Skerið fiskinn í bita og gætið
að því að hann sé beinlaus. Bragð-
bætið fiskinn með salti og pipar.
Hellið tómatsósunni í eldfast mót
og leggið fiskstykkin þar ofan á.
Dreifið ólífum yfir. Setjið formið
mitt í ofninn og bakið í 10-15
mínútur, eftir því hversu þykkar
fisksneiðarnar eru. Takið formið
út og dreifið steinselju yfir. Berið
fram beint úr ofninum.
Léttsaltaður þorskur
með beikoni
Mörgum finnst léttsaltaður
fiskur mjög góður. Hægt er að
bera hann fram með kartöflu-
mús, steiktu beikoni og gulrót-
um. Einfalt og gott. Uppskriftin
miðast við fjóra.
800 g léttsaltaður þorskur
250 g beikon í litlum bitum
1 msk. smjör
200 g gulrætur
Kartöflumús
1 kg mjölmiklar kartöflur
1 msk. smjör
2 dl mjólk
1 tsk. salt
½ tsk. nýmalaður pipar
Skrælið kartöflurnar og sjóðið
þær þangað til þær verða mjúkar.
Hreinsið fiskinn og skerið í hæfi-
lega bita. Sjóðið vatn og leggið fisk-
bitana í og látið sjóða undir loki í
8-9 mínútur.
Steikið beikonið í smjöri og setjið
til hliðar. Skerið gulrætur í litla
bita og sjóðið smástund í söltuðu
vatni. Sigtið vatnið frá og setjið
smá smjör saman við.
Takið kartöflurnar upp og hellið
vatninu. Maukið þær gróft og
setjið smjör og mjólk saman við.
Bragðbætið með salti og pipar.
Hrærið kartöflurnar þar til
blandan verður jöfn og fín. Bætið
mjólk við ef það þarf.
Berið fiskinn fram rjúkandi heitan
með kartöflumúsinni. Sumum
finnst gott að hafa sinnep með.
GERRY WEBER - TAIFUN
25% afsláttur
S Í G I L D K Á P U B Ú Ð
Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is
Af NÝLEGUM LÍNUM skoðið Laxdal.is/inspiring green
AUKIÐ FRELSI
AUKIN HAMINGJA
31. mars - 5. apríl 2019
Umsjón:
Rósa Richter sálfræðingur
og listmeðferðarfræðingur
Verð 165.000 kr.
20 % afsláttur fyrir félagsmenn
NLFR og NLFA
Innifalið:
Gisting, ljúengur og hollur matur
Aðgangur að baðhúsi og líkamsrækt
Fimm daga námskeið frá sunnudegi til
föstudags. Rósa Richter sálfræðingur
og listmeðferðarfræðingur
Ert þú tilbúin(n) að bæta líðan þína og/eða breyta skaðlegu hegðunarmynstri með því að
skoða rót vandans, vinna úr erfiðum minningum og byggja upp nýja von og framtíðarsýn?
Berum ábyrgð á eigin heilsu www.heilsustofnun.is
Með hjálp EMDR sem talin er áhrifaríkasta áfallameðferð
sem býðst í dag, göldrum listmeðferðarinnar, mætti
hugleiðslunnar og útiveru í náttúrunni býður þetta
námskeið upp á raunveruleg tækifæri til sjálfskoðunar,
endurnýjunar og breytinga.
Þetta námskeið hentar þeim sem eru tilbúnir að:
• Takast á við rót vandans, öðlast skilning á
afleiðingum áfalla, meðvirkni og áhrifum
tengsla í uppeldisfjölskyldu
• Endurheimta bælda hluta persónuleikans sem
hafa að geyma mikla orku og sköpunarkraft
Þátttakendur læra að tileinka sér öflug verkfæri til að
fást við erfiðar tilfinningar s.s. morgunvenjur sem
auka vellíðan. Einnig er stunduð dagleg hugleiðsla,
létt hreyfing og útigöngur.
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 7 . M A R S 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U R
2
7
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:5
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
A
7
-5
1
7
0
2
2
A
7
-5
0
3
4
2
2
A
7
-4
E
F
8
2
2
A
7
-4
D
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
6
4
s
_
2
6
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K