Fréttablaðið - 27.03.2019, Síða 28

Fréttablaðið - 27.03.2019, Síða 28
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Hugbúnaðarfyrirtækið Wise sérhæfir sig í viðskipta-lausnum fyrir allar greinar atvinnulífsins. Wise hefur um 20 ára skeið verið leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna fyrir fjölda fyrirtækja hérlendis og erlendis. Auðvelt er að aðlaga hugbúnaðinn hverju fyrirtæki fyrir sig en sér- lausnir Wise svo sem laun, banki, innheimta og WiseFish eru í raun allsherjarlausn sem notar Micro- soft Dynamics NAV, nú í nýrri útgáfu sem kallast Microsoft Dynamics 365 Business Central eða Business Central (BC). Wise vinnur nú að því að upp- færa núverandi viðskiptavini í nýjustu útgáfur staðlaðra kerfa og sérkerfa Wise. Starfsmenn Wise á Íslandi eru yfir 80 með um 2.500 viðskiptavini um allan heim en Wise hefur verið leiðandi í sölu viðskiptahugbúnaðar frá árinu 1995. Um þessar mundir er starfsfólk Wise meðal annars að vinna að spennandi þróunarverkefni fyrir alþjóðlega fyrirtækið Cargill í samstarfi við sænska hugbúnaðar- fyrirtækið HiQ. Í verkefninu sér Wise um að hanna vöruhús gagna (data warehouse), Tabular teninga og ýmsar þjónustur (API) í skýinu. „Markmiðið er að taka saman upplýsingar frá fiskeldisstöðvum um allan heim til að geta borið saman vöxt, fóðurnýtingu, áhrif sjúkdóma o.fl. á milli svæða og landa,“ segir Stefán Torfi Hösk- uldsson, sviðsstjóri rekstrar- og tæknisviðs. Viðskiptavinum Car- gill er síðan veittur aðgangur að þessum þjónustum eða grein- ingum í gegnum vefsíðu sem heitir SeaCloud. Cargill er eitt stærsta fyrirtæki í heimi í einkaeigu með yfir 150.000 starfsmenn og veltu yfir 14 þúsund milljarða. Auk þess má nefna að Omicron, sjávarútvegsfyrirtæki í Súrínam á norðausturströnd Suður-Amer- íku, innleiddi WiseFish hugbúnað fyrir þremur árum. Innleiðing var framkvæmd í gegnum fjar- tengingu. „Að innleiða hug- búnaðinn án þess að þurfa að fara á staðinn sparaði bæði tíma og peninga fyrir okkur sem og við- skiptavininn,“ segir Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs Wise. Svo vel tókst til við innleiðingu og framkvæmd að annað fyrirtæki frá Súrínam, Marisa Fisheries, er að fara í inn- leiðingu á WiseFish. WiseFish lausnir Wise spanna alla virðiskeðju sjávarútvegsins frá fiskeldi og veiðum til sölu og dreif- ingar. „WiseFish annast utanum- hald veiða, hversu miklu er landað og hvaða tegundum. Einnig nýtist forritið til að vakta kvótastöðu og halda utan um framleiðsluferla. WiseFish tengist öðrum kerfum á gólfinu eins og Innova hugbúnaði frá Marel og má tengja kerfið við jaðartæki svo sem vogir og hand- tölvur,“ segir Jón Heiðar. WiseFish hugbúnaðurinn hefur verið í þróun hér heima um áratuga skeið og seinni ár hefur hróður hans borist víða, m.a. til Ástralíu, Suður-Ameríku, Noregs og Þýska- lands. Sérfræðingar WiseFish hafa undanfarin 15 ár unnið náið með fyrirtækinu Euro Baltic í Þýska- landi að þróun og uppfærslu kerfis- ins. Euro Baltic er hluti af Parlevliet & Van der Plas Group (P&P Group) í Hollandi og er stærsti verkandi síldar við Eystrasaltið. „Í næstu uppfærslu verða allar tengingar við framleiðslukerfin skilvirkari og einfaldari og hún leysir af hólmi mikinn fjölda Excel skjala sem notuð hafa verið til að halda utan um veiðar, löndun og sölu. Reynslan af notkun WiseFish hjá Euro Baltic hefur skilað því að P&P Group hefur ákveðið að innleiða WiseFish hjá fleiri dótturfélögum, m.a. hjá túnfisksútgerðinni CFTO í Frakklandi,“ segir Andrés Helgi Hallgrímsson, sölustjóri WiseFish, og bætir við að starfsmenn CFTO séu spenntir að fá í hendurnar eitt kerfi sem haldi utan um allan ferilinn frá veiðum til sölu. „Þar með er hægt að rekja feril hráefnis- ins og fylgja eftir þeim gæðakröfum sem kaupendur gera.“ WiseFish var innleitt í fyrirtæki í Súrínam, sem er á norðausturströnd Suður-Ameríku. Innleiðing var framkvæmd í gegnum fjartengingu og þannig sparaðist tími og peningar. NORDICPHOTOS/GETTY Starfsmenn Wise á Íslandi eru yfir 80 með um 2.500 viðskiptavini um allan heim. Wise hefur verið leiðandi í sölu viðskiptahugbúnaðar frá árinu 1995. Kosturinn við að vera hjá Wise l Gerir vinnslu við bókhaldið fljót- legra, skilvirkara og skemmti- legra. l Tilbúnar Power BI skýrslur fylgja stöðluðu kerfi sem sýnir mæla- borð stjórnandans á símum, iPad, vef hvar og hvenær sem er. l Sjálfvirkni í móttöku og send- ingu rafrænna reikninga með tengingu við alla skeytamiðlara landsins, einfaldar líf bókarans, dregur úr villuhættu og tryggir réttari meðhöndlun gagna. l Bankakerfi sem annast sjálfvirka afstemmingu bankareikninga og sýnir raunstöðu bankareikninga á einum stað. l Öll vinnsla á sér stað í kerfinu og ekki þarf lengur að skrá sig inn í netbanka til að greiða og mót- taka reikninga l Tengingar við allar helstu vef- búðir sem gerir okkur kleift að tengja vefbúðir á skemmri tíma en áður. l PDF reikningar til viðskipta- manna og frá birgjum eru sendir og mótteknir og tengdir við færslur þar sem við á. l Myndir af reikningum eru einfaldlega tengdar færslum í ferða- og kortauppgjörum sem sparar mikla vinnu við skráningu kostnaðar og eykur skilvirkni. l Office 365 er fullkomlega sam- hæft við Micrsoft Dynamics NAV, nú Microsoft Dynamics 365 Business Central. l Hægt er að meðhöndla tilboð, innkaup og reikningagerð í Outlook. l Reikningar, eyðublöð og útlit er breytt og aðlagað í Word. WiseFish teng- ist öðrum kerf- um á gólfinu eins og Innova hug- búnaði frá Marel og má tengja kerfið við jaðar- tæki svo sem vogir og handtölvur. Jón Heiðar Pálsson 2 KYNNINGARBLAÐ 2 7 . M A R S 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RFYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA 2 7 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 A 7 -3 D B 0 2 2 A 7 -3 C 7 4 2 2 A 7 -3 B 3 8 2 2 A 7 -3 9 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 2 6 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.