Fréttablaðið - 27.03.2019, Page 36
Við erum í raun að
straumlínulaga og
auka í starfsemi sem
þegar var til staðar
innan fyrirtækisins. Við
teljum að þetta sé rétti
tíminn fyrir stofnun
sviðsins enda er vöxtur í
þessari starfsemi og
eftirspurn eftir slíkri
þjónustu.
Þekking hf. hefur í 20 ár sér-hæft sig í ráðgjöf og rekstri á sviði upplýsingatækni. Hjá
Þekkingu starfa ríf lega 70 manns
en fyrirtækið er með starfs-
stöðvar á höfuðborgarsvæðinu og
á Akureyri.
Guðmundur Arnar Þórðarson
stýrir sviðinu Viðskiptaþróun
og ráðgjöf hjá Þekkingu og segir
hann fyrirtækið vera að ná
miklum árangri í samstarfi við
viðskiptavini við að aðgreina sig
á markaði og setja fókus á eigin
kjarnastarfsemi. „Möguleikarnir
eru margir og ótal þættir sem þarf
að taka tillit til, tæknilegir, stjórn-
unarlegir og mannlegir.“
Gerum flókna hluti einfalda
Guðmundur segir að þrátt fyrir
hraðar breytingar hafi Þekking
haldið í grunngildi sín sem felast í
að fyrirtækið er óháð, með skýrar
áherslur og lipurð í þjónustu.
„Þekking f lytur ekki inn vélbúnað
né þróar hugbúnað og erum við
því ekki bundin við neina lausn.
Rekstur og hugbúnaðarleyfi eru
oftar en ekki með stærstu kostn-
aðarþáttum tölvukerfa og með
því að hafa óháðan samstarfsaðila
eins og Þekkingu, sem getur veitt
ráðgjöf um hvaða lausnir eru að
koma best út, getur viðskiptavin-
urinn náð betri árangri en ella.“
Þjónusta Þekkingar er marg-
þætt og tekur mið af þörfum
hvers og eins viðskiptavinar.
Þekking tekur m.a. að sér ráðgjöf,
stefnumótun í upplýsingatækni,
verkefnastýringu upplýsinga-
tækniverkefna eða er tölvudeild
fyrirtækja með öllu stjórnskipu-
lagi sem því fylgir. „Í grunninn
hefur allur rekstur upplýsinga-
tækni álíka þarfir, helstu breytur
eru stærð og ytri kröfur. Innri
þættir varða svo m.a. stefnu-
mótun, ferla og menningu sem
er mjög mikilvægt að taka mið
af og hafa í huga. Með öllum val-
kostunum sem bjóðast í dag getur
heildarmyndin oft virst f lókin og
mörg fyrirtæki í upplýsingatækni
keppast um athygli viðskiptavina.
Ráðgjöf okkar miðast því við að
koma að stefnumörkun í upp-
lýsingatækni og hjálpa viðskipta-
vinum okkar að finna lausnir sem
eru sérsniðnar að þörfum hvers og
eins. Þekking býr yfir þeirri sér-
stöðu í krafti þess að vera óháð og
með skýrar áherslur, þ.e. að geta
unnið með f lestöllum á markaði
auk þess sem við búum yfir þétt-
ofnu tengslaneti fyrirtækja í upp-
lýsingatækni,“ segir Guðmundur.
Árangur á hagkvæman hátt
Þekking hefur til margra ára sinnt
rekstrarþjónustu en hefur nú
stóraukið sérfræðiráðgjöf með
það til hliðsjónar að taka upp
nýjar lausnir og vinnuaðferðir.
„Fyrirtæki eru að tileinka sér
meira af skýjalausnum en einnig
í auknum mæli að taka upp staðl-
aðar lausnir. Þá er gott að geta
leitað til sérfræðinga sem þekkja
reksturinn og geta ráðlagt réttar
lausnir. Við aðstoðum viðskipta-
vini okkar við að ná árangri á sem
hagkvæmastan hátt með snjallri
nýtingu upplýsingatækni. Og þar
koma óháðir sérfræðingar Þekk-
ingar til sögunnar.“
Guðmundur segir það vera
sífellt algengara að sérfræð-
ingar Þekkingar setjist niður með
stjórnendum fyrirtækja og ræði
við þá um hvernig upplýsinga-
tæknin yrði byggð upp ef fyrir-
tækið væri að byrja með hreint
borð. „Við hjálpum til við að raun-
gera þá breytingu og leiðum þá að
því marki.“
Útvistun í sókn
Í efstu þjónustulínu Þekkingar,
„Tölvudeildin þín“, leggur Þekk-
ing til stjórnendur í upplýsinga-
tækni. Í þeirri þjónustulínu fylgir
m.a. ráðgjöf og þátttaka í verkefn-
um þannig að viðskiptavinurinn
fær óháða sérfræðinga sér við hlið
sem hjálpa til við að nýta upp-
lýsingatækni til aðgreiningar á
Þekking í 20 ár
Um tveggja áratuga skeið hefur Þekking þjónustað at-
vinnulífið í allri almennri upplýsingatækni hér á landi.
Nú hefur fyrirtækið stóraukið sérfræðiráðgjöf sína sem
tekur mið af þörfum hvers og eins viðskiptavinar.
Guðmundur Arnar Þórðarson stýrir sviðinu Viðskiptaþróun og ráðgjöf hjá Þekkingu. MYND/ANTON BRINK
nýtingu á tíma starfsfólks. Mikil-
vægt er að undirbúa útvistun vel
og gera það með stefnumiðuðum
hætti, en það er mjög gaman að sjá
að f leiri og f leiri aðilar eru að taka
slík skref og hef ég trú á að það
muni aukast enn frekar.”
Þungt að læsast inni
Eins og fyrr segir stýrir Guð-
mundur Arnar Viðskiptaþróun
og ráðgjöf, en sviðinu er fyrst og
fremst ætlað að ná utan um og
styðja við starfsmenn og verk-
efni í ráðgjöf, viðskiptaþróun og
verkefnastýringu. „Við erum í
raun að straumlínulaga og auka í
starfsemi sem þegar var til staðar
innan fyrirtækisins. Við teljum að
þetta sé rétti tíminn fyrir stofnun
sviðsins enda er vöxtur í þessari
starfsemi og eftirspurn eftir slíkri
þjónustu. Sviðið er að sinna fram-
tíðarávinningi viðskiptavina með
því að nýta bestu fáanlegu lausnir
sem henta hverjum og einum því
það er okkar bjargfasta trú að það
geti reynst fyrirtækjum og stofn-
unum þungur baggi að „læsast“
inni hjá einum þjónustuaðila.
Lykillinn er að nýta það besta frá
hverjum og einum.“
Aðspurður um dæmi um verk-
efni tengd ráðgjöf nefnir hann
stafræna umbreytingu (e. digital
transformation) en í henni felast
oft á tíðum stór umbótaverk-
efni og jafnvel útskipti á stórum
kerfum. „Þekking vinnur þar með
mörgum aðilum og sér til þess að
allt gangi upp. Mikilvægt er að
hafa í huga að svona umbreyt-
ingarverkefni eru aðeins að hluta
tæknileg og hlutverk Þekkingar
því mun víðtækara. Ég hef oft
sagt að í upplýsingatækni er það
mannlegi þátturinn og samskipti
sem eru mun mikilvægari en
tækni eða tæknileg hæfni. Má þar
nefna mikilvægi samskipta og
sameiginlegs skilnings. Séu slíkir
hlutir ekki til staðar er hætta á að
lítið þokist áleiðis með tæknina.“
Fjórða iðnbyltingin byrjuð
Það er ljóst að þróunin er áfram
hröð í upplýsingatækni og hefur
fjórða iðnbyltingin mikið verið
rædd síðustu misseri. Guðmundur
segir að sem dæmi um slíkt megi
nefna „róbótavæðinguna“ eða
sjálfvirknivæðinguna í rekstri á
upplýsingatækni. Slíkt sé orðið að
veruleika. „Það er mjög mikilvægt
að taka þátt í þessari þróun þar
sem skortur á tæknimenntuðu
fólki mun því miður aukast. Fyrir
íslenskt atvinnulíf og þar með
hagkerfið okkar er mjög mikil-
vægt að nýta vel það starfsfólk
sem við höfum í faginu og taka
skynsamlegar ákvarðanir og
horfa á heildarmyndina til lengri
tíma. Góður árangur þar mun
hjálpa íslensku atvinnulífi og þar
með Íslendingum að feta sig ofar í
virðiskeðjuna og auka framleiðni.
Stöðnun í þessum efnum þýðir
hnignun og er því til mikils að
vinna,“ segir Guðmundur Arnar
Þórðarson, sviðsstjóri Viðskipta-
þróunar og ráðgjafar hjá Þekk-
ingu.
markaði, segir Guðmundur. „Sem
dæmi býður Þekking nú upp á að
fá leigðan upplýsingatæknistjóra,
eða CIO, sem sér þá um rekstur
kerfa. Með því að velja slíka
þjónustu vita stjórnendur fyrir-
tækja að rekstur upplýsingakerfa
er í öruggum höndum sérfræðinga
og geta þar með nýtt starfsfólk sitt
betur í að sinna kjarnastarfsemi.
Við finnum að stjórnendur eru
mjög meðvitaðir um mikilvægi
réttrar nýtingar upplýsingatækni
og tengsl hennar við gögn, ferla,
tækifæri og áskoranir fyrirtækja
sinna.“
Útvistun er einnig stór liður
í þessari þróun og segir Guð-
mundur starfsmenn Þekkingar
verða vara við vakningu í útvistun
á upplýsingatækni. „Hún er líkt
og sjálfvirknivæðingin, ein af
þeim leiðum sem má fara til að
auka sérhæfingu, fókus og betri
10 KYNNINGARBLAÐ 2 7 . M A R S 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RFYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA
2
7
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:5
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
A
7
-2
E
E
0
2
2
A
7
-2
D
A
4
2
2
A
7
-2
C
6
8
2
2
A
7
-2
B
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
6
4
s
_
2
6
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K