Fréttablaðið - 27.03.2019, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 27.03.2019, Blaðsíða 38
Ólíkt því sem flestir halda, þá er skýið almennt talið öruggara heldur en að vera með gögnin á sínum eigin búnaði. Upplýsingafyrirtækið Sensa hefur sérhæft sig í að flytja skrifstofuum- hverfi fyrirtækja í skýjaþjónustur. Sensa er með mikla reynslu þegar kemur að því að flytja fyrirtæki upp í skýið en fleiri þúsund not- endur eru á vappinu um Microsoft skýið á þeirra vegum í dag. „Raunin er sú að erlendu skýjaþjónustu- aðilarnir, þessir risar úti í heimi með sína ógnarstóru vélasali, eru að vinna samkvæmt ströngustu mögulegu öryggisskilyrðum. Almennt eru flestir hættir að ótt- ast skýið en margir vita kannski ekki alveg hvert gögnin þeirra fara,“ segir Þröstur Sigurjónsson, rekstrarstjóri skýjalausna hjá Sensa. Þröstur segir að skýið uppfylli allar helstu kröfur og vottanir sem fyrirtæki þurfi á að halda. Og sökum stærðar sé hægt að bjóða upp á verð sem hafi ekki sést áður. „Þessir stóru aðilar eru að bjóða upp á öryggi og verð sem hefur ekkert verið í boði áður,“ bætir Grétar Gíslason, tæknilegur leið- togi skýjalausna, við. Sensa hefur flutt hundruð fyrirtækja upp í skýið og er kominn mikil þekking og reynsla innan fyrirtækisins. „Við erum orðin mjög reynd í þess- um bransa. Við höfum rekist á alls konar veggi og byggt þannig upp mikla þekkingu um hvernig best sé að standa að svona flutningum,“ segir Ívar Hákonarson, sölustjóri hýsingar-, rekstrar- og skýjalausna, hjá Sensa og heldur áfram: „Okkar nálgun er að byrja á þarfagreiningu sem er grund- völlurinn að því sem gerist í kjölfarið. Því næst veljum við réttu leyfin þannig að kúnninn sé ekki að ofgreiða eða kaupa leyfi sem hann þarf síðan ekkert á að halda. Svo veitum við aðstoð við að setja umhverfið upp og tryggjum öryggi þess. Í kjölfarið er hjálpað að kortleggja gögnin og upplýsingar og hvað eigi að fara upp í skýið. Að lokum leggjum við áherslu á kennslu og samstarf til framtíðar.“ Fyrirtækið er gullvottaður sam- starfsaðili Microsoft í svokölluðu Cloud Productivity. „Þetta þýðir að Microsoft er búið að votta fyrir- tækið og okkar tæknimenn sem aðila sem eru búnir að sérhæfa sig í að ná virði úr lausnum þeirra. Við erum búin að sækja okkur ákveðin réttindi til að geta kallað okkur gullvottaðan samstarfsaðila,“ segir Ívar. Fræðsla og undirbúningur skiptir töluverðu máli ef fyrirtæki ætlar að ná því mesta út úr þessum lausnum. Þetta segja þau vera breytt vinnubrögð sem krefjist kennslu ef vel á að fara. „Þarna eru kominn tæki og tól sem flestir kannast jafnvel ekkert við,“ segir Sigurborg, sérfræðingur í skýja- lausnum hjá Sensa. „Allir þekkja tölvupóst og drifin sem skjölin eru vistuð á en nú eru komnar lausnir sem eru verkefnadrifnar og bjóða upp á öfluga samvinnumöguleika hvort sem um er að ræða innan eða utan fyrirtækis. Þetta eru hóp- vinnulausnir sem fyrirtæki hefur verið að dreyma um lengi og nú eru til og þrepi ofar en flestir þorðu að vona. Þarna geta allir verið inni í sama skjalinu að vinna á sama tíma sem er mikill munur frá því sem áður var,“ segir hún. Nálgun Sensa í hnotskurn: l Greina þarfir og velja réttu leyfin. l Uppsetning umhverfis og öryggis þess. l Hjálpum þér að skipu- leggja gögnin/upp- lýsingarnar þínar í skýinu. Tölvupóstur, heimadrif og önnur skjöl, spjallið o.fl. l Kennum á nýjar lausnir. l Samstarf til framtíðar. Skrifstofan í skýið Sensa hefur sérhæft sig í að flytja upplýsingar fyrirtækja í skýjaþjónustur á borð við Microsoft 365. Fyrirtækið er gullvottaður samstarfsaðili Microsoft og vottaður sam- starfsaðili Amazon Web Services svo eitthvað sé nefnt. Grétar Gíslason, Sigurborg Gunnarsdóttir, Ívar Hákonarson og Þröstur Sigurjónsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Einfalt, öruggt, aðgengilegt Grétar Gíslason, tæknilegur leiðtogi skýjalausna, segir að öryggið sé númer eitt, tvö og þrjú. Sensa leiði alla vinnu við öryggi og þegar aðgengið er orðið svo mikið sé nauðsynlegt að stíga skref til að herða öryggið til muna. Eitt það einfaldasta, en jafnframt öruggasta sem fyrirtæki geta gert er að vera með tveggja þátta auðkenningu. Þá er ekki nóg að komast yfir notandanafn og lykil- orð heldur þarf notandi einnig að auðkenna sig gegnum símtæki sitt sem dæmi. „Í skýinu er gervigreind sem heldur utan um notandann og greinir notkun hans. Ef viðkom- andi hagar sér almennt á vissan hátt en byrjar allt í einu að haga sér öðruvísi þá greinir gervigreindin það og kemur með öryggis- meldingu. Við getum þá látið loka á viðkomandi sem dæmi. Örygg- ið og rekjanleikinn er orðið það svakalegt í skýinu. Microsoft ætlar að eyða einum milljarði dollara í öryggislausnir árlega næstu fimm árin, sem ekkert íslenskt fyrirtæki getur keppt við. Skýið er orðið töluvert betra en flesta óraði fyrir.“ Ívar Hákonarson, sölustjóri hýsingar-, rekstrar- og skýjalausna hjá Sensa, bætir við að oftar en ekki sé það fjárhagslegt hagræði að fara upp í skýið. „Þessir aðilar eru af þeirri stærðargráðu að þeir ná að bjóða verð sem hafa ekki þekkst áður. Margir eru þegar farnir eingöngu með tölvupóstinn í skýið, en við það opnast hellingur af tækifærum sem allt of fáir eru að nýta sér. Við erum ekki bara að flytja nýja aðila yfir í lausnir Microsoft 365, heldur einnig að hjálpa þeim sem eru þegar komnir af stað að inn- leiða og fá eitthvað út úr því sem þeir eru jafnvel þegar að greiða fyrir.“ Sensa er ekki sama Okkur er ekki sama er mottó Sensa og það sem drífur fyrirtækið áfram í að veita framúrskarandi þjónustu með hag viðskiptavinarins að leiðarljósi. „Við erum ekki að ráðleggja neinum að gera neitt eða fara í neitt sem er ekki rétt fyrir við- skiptavininn. Það er það sem við stöndum fyrir,“ segir Ívar. „Ef það þýðir að við- skiptavinurinn sé að fara í lausnir sem lækka reikninginn til okkar en það henti við- skiptavininum betur þá gerum við það. Skýjavegferðin er gott dæmi um það. Við viljum ná árangri í því sem við erum að gera og okkur er ekki sama.“ Sérfræðingar í Microsoft 365 Sensa er gullvottaður sam-starfsaðili Microsoft í Cloud Productivity – vottað í að hjálpa fyrirtækjum að ná virði úr skýþjónustum. Fyrirtækið hefur flutt hundruði fyrirtækja upp í Microsoft 365. Sensa hefur búið til staðlaða nálgun á að kortleggja heildar- upplýsingar fyrirtækja sem að það kallar upplýsingakort. Þetta er ein- föld vinnustofa sem skilar korti af upplýsingum fyrirtækja og tillögu á flutning þeirra upp í Microsoft 365. Sensa getur boðið upp á staðl- aðar og sérsniðnar lausnir og er framþróunin stöðug. Öll ný þróun hugbúnaðarframleiðandanna fer fram í skýjaþjónustum. Flow, Teams, Planner, Delve o.fl. eru dæmi um lausnir frá Microsoft sem eru eingöngu í boði í skýinu. Sensa sérhæfir sig í ráðgjöf og sérfræðiþjónustu á: lHýsingu og rekstri lSkýjalausnum lÖryggislausnum lSamskiptalausnum lNetkerfum 12 KYNNINGARBLAÐ 2 7 . M A R S 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RFYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA 2 7 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 A 7 -4 2 A 0 2 2 A 7 -4 1 6 4 2 2 A 7 -4 0 2 8 2 2 A 7 -3 E E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 2 6 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.