Fréttablaðið - 27.03.2019, Síða 46

Fréttablaðið - 27.03.2019, Síða 46
Skotsilfur Helgi Vífill Júlíusson SKOÐUN Apple kynnir eigið greiðslukort Tim Cook, forstjóri Apple, kynnti á blaðamannafundi á mánudag nýtt greiðslukort sem tæknirisinn hyggst gefa út í samstarfi við fjárfestingar- bankann Goldman Sachs. Forstjórinn sagði að Apple-kortið, sem mun ekki bera árgjald, yrði ein mesta nýjung sem sést hefði á sviði greiðslumiðl- unar undanfarin fimmtíu ár. Forsvarsmenn tæknirisans segja vextina á kortinu verða með þeim lægstu sem munu bjóðast. NORDICPHOTOS/GETTY Við mat samkeppnisyfir-valda á samkeppnisleg-um áhrifum samruna skiptir það samkeppn-islega aðhald sem hið sameinaða fyrirtæki mun búa við í kjölfarið miklu máli. Því meira aðhald sem er til staðar, innlent sem erlent, því minni líkur eru á því að samruninn raski samkeppni. Í nýlegum málum sem hafa verið til rannsóknar hjá Samkeppniseftir- litinu hefur samkeppnislegt aðhald erlendra netverslana verið tekið til skoðunar. Kaup Haga á Lyfju Við rannsókn á fyrirhuguðum kaupum Haga á Lyfju var metið að hversu miklu leyti erlendar net- verslanir myndu veita hinu sam- einaða fyrirtæki samkeppnislegt aðhald. Þar sem hið sameinaða fyrirtæki hefði öðlast sterka stöðu í smásölu snyrtivara á Íslandi skipti þetta atriði töluverðu máli. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi meðal annars í ljós að fáir smásalar snyrtivara á Íslandi litu á erlendar netverslanir sem sína helstu keppinauta. Af þeim 24 svörum sem bárust nefndi enginn snyrtivörusali hreina netverslun (e. pure online players) sem sinn helsta keppinaut né þann sem kæmi þar á eftir. Endurspeglaðist sú niðurstaða í neytendakönnun sem framkvæmd var fyrir Sam- keppniseftirlitið í þessu máli en þar svöruðu um 8% því til að hafa keypt snyrtivörur í erlendri netverslun á síðastliðnum 12 mánuðum. Rannsóknin leiddi í ljós að samkeppnislegt aðhald erlendra netverslana í sölu snyrti- vara á þeim tíma sem samruninn var rannsakaður virtist vera tak- markað. Samruninn var ógiltur en samrunaaðilar áfrýjuðu ekki ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Kaup N1 á Festi og Haga á Olís Við rannsókn á samrunum N1 og Festar og Haga og Olís var ekki þörf á því að rannsaka ítarlega það sam- keppnislega aðhald sem erlendar netverslanir myndu veita sam- runaaðilum í kjölfar samrunanna. Ástæða þess er einföld: Það erlenda samkeppnislega aðhald sem dag- vöru- og eldsneytissalar búa við frá erlendum netverslunum er afar takmarkað. Á það við hér á landi sem og erlendis en alla jafna er samkeppni á þessum mörkuðum mjög staðbundin þar sem erfitt er fyrir smásala að flytja þessar vörur þvert á landamæri og svæði, nálægð við neytendur er yfirleitt mikilvæg og oft er þörf á vörunum með mjög skömmum fyrirvara. Tekið er tillit til erlends samkeppnislegs aðhalds Eins og fram hefur komið metur Samkeppniseftirlitið áhrif erlends samkeppnislegs aðhalds við rann- sókn samruna. Ofmeti eftirlitið erlent samkeppnislegt aðhald getur það leitt til þess að of margir sam- keppnishamlandi samrunar nái fram að ganga. Sé aðhaldið van- metið getur það leitt til þess að hlutast sé til um samruna sem ekki skaða samkeppni. Því er mikilvægt að Samkeppniseftirlitið ofmeti hvorki né vanmeti það erlenda sam- keppnislega aðhald sem er til staðar í hverju máli hverju sinni. Það þjónar best hagsmunum íslenskra neytenda og fyrirtækja. Fyrirvari: Skoðanir eru höf- undar og þurfa ekki nauðsynlega að endurspegla afstöðu eða stefnu Samkeppniseftirlitsins. Erlendar netverslanir og samkeppniseftirlit  Valur Þráinsson aðalhag- fræðingur Samkeppnis- eftirlitsins Uppsláttur á forsíðu Stundar-innar um arðgreiðslur hót-ela bar þess merki að blaðið skeytti lítt um gangverk efnahags- lífsins. Margir átta sig ekki á hve auðvelt það er að tapa miklu fé á skömmum tíma í rekstri. Margt getur farið úrskeiðis. Jafnvel þótt allt hafi gengið að óskum skömmu áður. Skúli Mogensen þekkir það manna best. Hann hefur tvisvar svif- ið seglum þöndum og tvisvar horft á hlutafé sitt brenna upp. Gæfan er hverful. Saga hans er ýkt en varpar ljósi á hvernig það er að stunda við- skipti. Það skiptast á skin og skúrir. Það eru ekki einungis djarfir ævin- týramenn sem eru illa leiknir eftir fyrirtækjarekstur. Leikfangarisinn Toys’R’Us stóðst ekki tímans tönn og um 40 prósent álvera í heiminum hafa verið rekin með tapi vegna óhagstæðrar þróunar á mörkuðum. Eins og launafólk á fjármagn rétt á umbun sem fer eftir áhættunni sem er tekin hverju sinni. Umbunin getur verið í formi arðgreiðslna. Þær eru mikilvægur liður í gangverki efna- hagslífsins. Án þeirra geta fjárfestar og frumkvöðlar allt eins setið heima með hendur í skauti og atvinnu- lífið koðnar niður. Það þarf að taka áhættu til að skapa störf, tryggja landsmönnum vörur og þjónustu og skapa gjaldeyristekjur. Og umsvifin leggja til samneyslunnar. Ferðaþjónusta hefur í áratugi gengið illa hér á landi. Almennt voru hótelin rekin með tapi á árunum 2003 til 2008, samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Uppsveiflan á und- anförnum árum hefur verið með ólíkindum og því eðlilegt greiddur sé myndarlegur arður. Launþegar hafa sömuleiðis notið góðs af búhnykknum. Hlutur launafólks af verðmætasköpuninni er nú sá hæsti meðal OECD-ríkja. Stundinni varð á í messunni. Tölur án samhengis segja ekkert heldur spila á tilfinningar lesenda. Fjölmiðillinn setti ekki arðgreiðslur hótelanna í samhengi við það fjár- magn sem bundið var í rekstrinum, því síður miðað við þá áhættu sem tekin var. Ef tekið er dæmi af handahófi, högnuðust Íslandshótel um 876 milljónir króna árið 2016. Það eru háar fjárhæðir en arðsemi eigin fjár var einungis átta prósent. Nú er staðan önnur. Viðskiptaráð hefur varað við að það stefni í að hót- elin sem verkfallsaðgerðir beinast gegn verði rekin með tæplega þriggja milljarða króna tapi í ár. Staðan er tvísýn. Eflaust munu margir fjár- festar í ferðaþjónustu tapa háum fjárhæðum á næstu misserum. Von- andi munu einhverjir þeirra búa að gömlum arðgreiðslum. Gleðin hefur tekið enda. Gleðin sem arðgreiðslur færa hefur tekið enda Stendur í ströngu Í kjölfar þess að viðræðum Icelandair Group og WOW air var slitið um liðna helgi leituðu eig- endur skuldabréfa í síðarnefnda félaginu til Guð- mundar Ingva Sigurðssonar, með- eiganda á LEX lögmannsstofu, en hann hefur verið þeim til ráðgjafar í viðræðum við forsvarsmenn flugfélagsins undanfarna daga. Guðmundur Ingvi, sem sérhæfir sig meðal annars í endurskipulagningu fyrirtækja, hefur þannig haft í nógu að snúast að ráðgast við fulltrúa allra skuldabréfaeigendanna en þeir skipta tugum og eru einhverjir þeirra, til dæmis eignastýringar- fyrirtækið Eaton Vance, erlendir. Nauðsyn að stíga inn í Heiðar Guðjóns- son, stjórnar- formaður Sýnar, tók sterkt til orða þegar hann fjallaði um vand- ræðin í kringum sameiningu félagsins við ljós- vakahluta 365 miðla á aðalfundi í síðustu viku. Hann sagði kerfi félagsins hafa gripið undirliggjandi þróun of seint þar sem stjórnin hefði ekki fengið upplýsingar um óhagfelld áhrif hennar fyrr en í desember í fyrra. „Strax í kjölfarið“ hefði aðkoma hennar að rekstr- inum aukist. Bein innkoma formanns stjórnar í daglegan rekstur væri ekki eitt- hvað sem gerðist á hverjum degi á íslenskum hlutabréfamarkaði en stjórn hefði talið nauðsynlegt að stíga beint inn í reksturinn. Í fasteignaþróun Gísli Hauksson, annar stofnenda GAMMA, hefur haft ýmislegt fyrir stafni eftir að hann hætti hjá félaginu fyrir um ári. Auk þess að sinna eigin fjárfestingum hefur hann stofnað fasteignaþróunarfélagið Skipan með valinkunnum mönnum en þar starfa meðal annars Guð- mundur Kristján Jónsson skipu- lagsfræðingur og Leó Hauksson, sem starfaði síðast á sviði sölu og viðskiptaþróunar GAMMA. Sé aðhaldið van- metið getur það leitt til þess að hlutast sé til um samruna sem ekki skaða samkeppni. 2 7 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN 2 7 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 A 7 -2 9 F 0 2 2 A 7 -2 8 B 4 2 2 A 7 -2 7 7 8 2 2 A 7 -2 6 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 2 6 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.