Fréttablaðið - 27.03.2019, Side 54

Fréttablaðið - 27.03.2019, Side 54
ÉG HELD AÐ ÉG VERÐI BARA AÐ LÝSA YFIR TRÚNAÐARTRAUSTI Á ÁHORF- ANDANN, HANN VERÐUR AÐ FÁ AÐ EIGA UPPLIFUNINA MEÐ SJÁLFUM SÉR. Bjarni H. Þórarinsson sýnir á annað hundrað blýantsteik ningar í BERG Contemporary. Sýningin nefnist Víð-róf. „Þetta er frumsýn- ing á öllum þessum verkum sem ég vann heima í átta til tíu tíma á hverjum einasta degi vikunnar á árunum 2012-2014 og 2016-2017, þannig að þau eru frekar nýleg,“ segir Bjarni. Mynd- og hugmyndaheimur Bjarna er mjög sérstakur. Árið 1987 fór hann að leggja grunn að kerfi hugmynda, sem hann kallar Sjón- háttafræði og tekur til allra þátta tilverunnar; sjónlista, heimspeki, tungumáls og form- og merkingar- fræði sem hann myndgerir. Ný sköpunaraðferð í myndlist Um uppgötvun sína á þessu hug- myndakerfi segir Bjarni: „Hugur minn upptendraðist, mér leið eins og ég hefði uppgötvað nýjan töfra- lykil, eins konar týndan hlekk í hugsun mannsandans. Þessi upp- götvun olli straumhvörfum á lista- mannsferli mínum. Ég gerðist sjón- háttafræðingur, hafði fundið nýja sköpunaraðferð í myndlistinni. Við tóku ítarlegar rannsóknir á tungumálinu og fljótlega gerðist ég eins konar kerfissmiður varðandi tungumál og tungumálanotkun. Ég byrjaði á því að setja saman mynd- lykla- eða ritlyklakerfi sem gerði mér kleift að greina hugtök sem höfðu sameiginlegt stef og áttu það sammerkt að geta f lokkast undir viðkomandi lykil. Í hlutverki eins konar brúarsmiðs „Hugur minn upptendraðist, mér leið eins og ég hefði uppgötvað nýjan töfralykil,“ segir Bjarni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ein mynda Bjarna, en á annað hundrað blýantsteikninga eru á sýningunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BÆKUR Bönd Höfundur: Domenico Starnone Þýðandi: Halla Kjartansdóttir Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa Blaðsíður: 142 Domenico Starnone er nú um stundir þekktastur sem eiginmaður Anitu Raja, kon- unnar sem er talin skrifa undir höf- undarnafninu Elena Ferrante. Um tíma voru reyndar sögusagnir um að Starnone sjálfur væri Ferrante og einnig að hjónin hefðu skrifað Ferr- ante-bækurnar í sameiningu. Aðdáendu r Fer rante munu örugglega hafa bók hennar Daga höfnunar í huga á fyrstu blaðsíðum þessarar bókar þar sem reið og bitur eiginkona hellir sér yfir eiginmann- inn sem hefur yfirgefið hana og börn þeirra tvö vegna yngri konu. Sagan fer síðan í aðra átt en lesand- inn á von á því hún er að mestu sögð frá sjónarhorni eiginmannsins. Í byrjun verður ekki annað séð en að eiginmaðurinn hafi farið fyrir fullt og allt en í ljós kemur að hann hefur snúið aftur heim. Lesandinn kynnist hjónum á áttræðisaldri sem hafa búið saman í áratugi, fyrir utan nokkurra ára hlé. Yfirborðið virðist nokkuð slétt og fellt og það kann jafnvel að virðast sem hliðar- spor eiginmannsins hafi ekki skilið eftir sig varanleg ör í sambandinu. Hjónin kjósa að láta eins og ástar- samband hans hafi ekki átt sér stað og á yfirborðinu er nánast eins og ekkert hafi gerst, en um leið hefur allt breyst. Eftir að brotist er inn í íbúð hjónanna og þau horfast í augu við eyðilegginguna opinberar höfundur innihaldsleysi hjóna- bands þeirra hægt og örugglega. Í ljós kemur að þau hafa, eins og eiginkonan orðar það, „lifað saman í hryllingi og kvöl“. Á einum stað veltir eiginmaðurinn því fyrir sér hvort hugsanlegt sé að hann hafi aldrei gefið konu sinni gaum og hún segir á öðrum stað að hún sé ekki viss um að hún hafi nokkru sinni elskað hann. Þriðji hluti bókarinnar er svo nánast eins og leynilögreglu- saga þar sem óvænt afhjúpun á sér stað. Bönd er vel skrifuð skáldsaga sem opinberar á miskunnarlausan hátt sambandsleysi einstaklinga sem hanga saman í áratugi. Hið mis- heppnaða hjónaband foreldranna hefur síðan áhrif á börn þeirra með tilheyrandi afleiðingum. The Sunday Times, The New York Times og Kirkus völdu bókina eina af bókum ársins 2017. Víst er að höf- undur gerir allt vel í þessari stuttu skáldsögu en frásögnin hefði þó mátt vera kraftmeiri og ástríðufyllri og um leið hefðu áhrifin orðið enn sterkari. Kolbrún Bergþórsdóttir NIÐURSTAÐA: Vel skrifuð og áhugaverð skáldsaga um hjónaband og svik. Sambandsleysi hjóna Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Bjarni H. Þór ar ins son sýnir nýleg verk í BERG Contemporary. Er enn að þróa hugmyndakerfi sitt. Sterkt samspil er milli myndmáls og ritmáls. Eitt sinn kallaði ég sýningu sem ég hélt á Mokka „litlu íslensku endur reisnina“ og hafði þá hugtakið handrit eða myndrit í huga. Ef það er rétt hjá mér að um geti verið að ræða einhvers konar endurreisn þá er hún fólgin í því að í stað þess að gera eitthvað með gömlu aðferðinni þá kem ég fram með nýjung sem er myndrit, sem ég held að sé nýyrði. Þar er um að ræða sterkt samspil milli myndmáls og ritmáls.“ Brú milli raun- og hugvísinda Bjarni segist enn vera að þróa hug- myndakerfi sitt og að á sýningunni í BERG Contemporary sé hann kominn yfir í annað kerfi, sem hann segir vera magnað og vill kalla ríklakerfi. „Ríkill er hugtak sem er mjög gildisríkt og hefur margar birtingarmyndir og mögulegt er að greina hvern ríkil fyrir sig. Ég hef á tilfinningunni að ég sé kominn í spor eins konar brúarsmiðs með þessu heimspekilíkani mínu sem samanstendur af ríklum. Þar er ég að smíða eins konar brú milli raun- og hugvísinda. Á sýningunni eru 27 ríklar, 25 til- heyra hinu makalausa heimspeki- líkani sem mér tókst að setja saman á sínum tíma og kallaði þróunar- viðróf. Svo er ég með tvo aðra ríkla á sýningunni. Annar þeirra er mjög öf lugur, það er einfaldlega ríkill- inn maður. Þar skoða ég manninn í alls kyns samhengi, út frá sögulegu sjónarhorni, pólitísku, þjóðfélags- legu, samfélagslegu, félagslegu, siðferðilegu og trúarbragðalegu. Síðast en ekki síst tek ég manninn fyrir sem öfluga neytendategund. Svo er hinn ríkillinn sem er saga, en á myndum greini ég hugtakið sögu í öllum sínum birtingarmyndum og breytileika.“ Myndheimur Bjarna er heillandi en um leið afar f lókinn. Hann er spurður hvernig hann haldi að áhorfandinn upplifi hann og segir: „Það er meira en að segja það að setja sig í spor áhorfandans: Hvern- ig upplifir hann myndverk mín eða listaverk? Ég held að ég verði bara að lýsa yfir trúnaðartrausti á áhorfandann, hann verður að fá að eiga upplifunina með sjálfum sér. Ég ætla ekki að segja honum fyrir verkum í þeim efnum.“ VÍST ER AÐ HÖF- UNDUR GERIR ALLT VEL Í ÞESSARI STUTTU SKÁLD- SÖGU. 2 7 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R20 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 2 7 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 A 7 -3 8 C 0 2 2 A 7 -3 7 8 4 2 2 A 7 -3 6 4 8 2 2 A 7 -3 5 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 2 6 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.