Fréttablaðið - 27.03.2019, Page 58

Fréttablaðið - 27.03.2019, Page 58
kvika.is Birting lýsingar Kviku banka hf. Stjórn Kviku banka hf. hefur óskað eftir því að allir hlutir í félaginu verði teknir til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. og hefur félagið í tengslum við umsóknina birt lýsingu dagsetta 26. mars 2019 sem staðfest hefur verið af Fjármálaeftirlitinu. Lýsingin er gefin út á ensku en einnig hefur félagið birt samantekt á íslensku og er hún þýðing á ensku útgáfunni sem er hið staðfesta eintak. Sé misræmi milli texta í ensku og íslensku útgáfu samantektarinnar gildir sú enska. Heildaröldi útgefinna hluta í Kviku banka hf. við dagsetningu lýsingarinnar eru 1.844.996.308. Allir hlutirnir eru í sama flokki og jafnréttháir. Félagið á enga eigin hluti. Hlutir félagsins eru gefnir út rafrænt í kerfi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf. og er hver hlutur 1 króna að nafnverði. Hlutirnir eru skráðir á First North Iceland og er auðkenni þeirra KVIKA. Samþykki Kauphöllin að taka hluti útgefna af félaginu til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. mun auðkenni þeirra á Aðalmarkaði jafnframt vera KVIKA. ISIN númer hlutabréfanna er IS0000020469. Nasdaq Iceland hf. mun tilkynna með a.m.k. eins viðskiptadags fyrirvara hvenær hlutir félagsins verða teknir til viðskipta. Útprentuð eintök lýsingarinnar má nálgast í 12 mánuði frá staðfestingu hennar í höfuð- stöðvum Kviku, Borgartúni 25, 105 Reykjavík. Rafræn eintök má nálgast á vefsíðu Kviku, www.kvika.is/lysing Reykjavík, 27. mars 2019 Stjórnmálafræðiprófessor-inn Hannes Hólmsteinn Gissurarson er umdeildur maður en ekki verður af honum tekið að hann er hamhleypa til verka á ritvellinum, svo mjög að hann sést stundum vart fyrir. Hann er um þessar mundir að senda frá sér fjórðu bókina á skömmum tíma og er þá ótalin vægast sagt eldfim skýrsla hans um erlenda áhrifa- þætti bankahrunsins, sem hann skrifaði fyrir fjármálaráðuneytið. „Í fyrsta lagi var það nú þessi fræga skýrsla til f jármálaráðu- neytisins,“ segir Hannes þegar hann hefur upptalningu á nýjustu afrekum sínum á lyklaborðinu. „Ég náttúrlega lauk henni fyrir löngu síðan. Hún var bara í ritrýni og ég varð að stytta hana mikið og það tók mikinn tíma.“ Bókin Til varnar vestrænni menningu er eina ritið í þessum staf la sem Hannes sk rifaði á íslensku en auðheyrt er að það brann á honum að koma þeirri bók frá sér og að hún eigi erindi við samtímann þótt meginuppistaða hennar sé frá árunum 1950–1958. „Ég tók mig til og gaf út ræður sex rithöfunda úr kalda stríðinu og skrifaði 40 blaðsíðna formála að henni, auk aftanmálsskýringa.“ Hannes segist í formálanum aðal- lega fjalla um menningarbaráttuna í kalda stríðinu og í ræðunum sex hafi skáldin Tómas Guðmundsson, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, Sigurður Einarsson í Holti og rit- höfundarnir Gunnar Gunnars- son, Kristmann Guðmundsson og Guðmundur G. Hagalín, sem „voru auðvitað í hópi fremstu rithöfunda þjóðarinnar“, snúist til varnar gegn áhrifum frá Sovétríkjunum. Pakkað í hægri vörn „Síðan skrifaði ég 65 blaðsíðna skýrslu á ensku í stóru broti, Why Conservatives Should Support the Free Market,“ segir Hannes og bætir við að hún sé sprottin af áhyggjum af því að íhaldsmenn í Evrópu séu að hneigjast dálítið til of sterks ríkisvalds. „Ég er að reyna að brýna fyrir þeim að þeir eigi að leyfa markaðnum, það er að segja hinu frjálsa vali einstaklinganna, að ráða.“ Nokkuð kunnuglegt stef úr þess- um ranni en Hannes er svo sem gjarn á að kveða oft þær vísur sem honum finnst góðar eins og þriðja ritið ber með sér en þar fá jafnaðar- menn að kenna á engilsaxneskri orðsveðju hans. „Þessi skýrsla heitir ending Other People’s Money: A Criti- que of Rawls, Piketty and Other Redistri butionists.“ Eins og nafnið bendir til tekur Hannes þar á beinið þá John Rawls og Thomas Piketty, „helstu hugsuði jafnaðar- stefnunnar á okkar dögum“, eins og hann kallar þá. „Ef þú t alar v ið einhver ja bókelska Samfylkingarmenn eða Vinstri græna þá er ég alveg viss um það að þeir myndu segja að Rawls og Piketty væru nú alveg búnir að sýna fram á það að kapítalisminn gengur nú ekkert upp og er ekki réttlátur og það þurfi að leggja skatta á hina ríku til þess að láta hina fátæku fá og svo framvegis. Ég myndi segja að þeir færi fram sterkustu málsvörnina fyrir jafnaðarstefnu á okkar dögum og skýrslan mín er gagnrýni á kenn- ingar þeirra,“ segir Hannes og leggur áherslu á að öll þessi rit hans megi finna á netinu. Jaðarsettur miðjumaður Þessi rit þín eru öll á ensku nema eitt. Má skilja það sem svo að eftir- spurnin eftir þér sé meiri í útlönd- um en hér heima? „Ég myndi segja það að mér sé betur tekið í hinum enskumæl- andi fræðaheimi. Þar á ég mér að minnsta kosti einhvern af kima,“ segir Hannes og bendir á að það sé ekki einfalt að skýra spámanns- Hannes hefur vetursetu í Rio de Janeiro þar sem hann skrifar í næði. Á Íslandi er hann meira í grúski þar sem hér eru flest skjöl og gögn sem hann sækir í. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ÞAR ER ÉG Í FÁMENN- UM MINNIHLUTAHÓPI HÆGRISINNAÐRA MENNTA- MANNA. ÞAÐ ER AUÐVITAÐ ÚT AF ÞVÍ AÐ DUGLEGIR OG GÁFAÐIR HÆGRIMENN VERÐA LÆKNAR, VERKFRÆÐINGAR OG ATVINNU- REKENDUR EN DUGLEGIR OG GÁFAÐIR VINSTRI MENN VERÐA KENNARAR OG BLAÐAMENN. ÞANNIG ER ÞETTA OG ER AL- ÞEKKT Í ÖLLUM LÖNDUM. Vinsælli á ensku Hannes Hólmsteinn Gissurarson dælir út skýrslum og bókum en segist farinn að skrifa meira á ensku enda nái hann þann- ig til þakklátari lesendahóps. 2 7 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R24 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 2 7 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 A 7 -4 7 9 0 2 2 A 7 -4 6 5 4 2 2 A 7 -4 5 1 8 2 2 A 7 -4 3 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 2 6 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.