Fréttablaðið - 05.04.2019, Blaðsíða 10
Gildi–lífeyrissjóður
Ársfundur 2019
Dagskrá fundarins
Venjuleg ársfundarstörf.
Tillögur til breytinga á samþykktum.
Önnur mál, löglega upp borin.
Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti.
Sérstakt fulltrúarráð, að jöfnu skipað fulltrúum stéttarfélaga og samtaka
atvinnurekenda sem að sjóðnum standa, fer með atkvæði á ársfundinum.
Tillögur til ályktunar sem taka á fyrir á ársfundi þurfa að berast stjórn sjóðsins
eigi síðar en viku fyrir ársfund.
Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs.
1.
2.
3.
Grand Hótel Reykjavík, fimmtudaginn 11. apríl kl. 17.00
www.gildi.is
VR • Kringlunni 7 • 103 Reykjavík • Sími: 510 1700 • vr@vr.is • vr.is
VR boðar til félagsfundar til að kynna
nýgerða kjarasamninga.
Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica
mánudaginn 8. apríl kl. 19.30.
Við hvetjum alla félagsmenn VR til að mæta á fundinn.
Léttar veitingar í boði.
Fundinum verður streymt á Mínum síðum á vr.is.
Félagsmenn skrá sig inn á Mínar síður með Íslykli eða
rafrænum skilríkjum.
Kynning á nýjum
kjarasamningum
UTANRÍKISMÁL Utanríkisráðherrar
aðildarríkja Atlantshafsbandalags-
ins (NATO) hittust í Washington í
Bandaríkjunum og funduðu um
stöðu mála en fögnuðu því jafn-
framt að sjötíu ár eru nú liðin frá því
að bandalagið var stofnað.
Guðlaugur Þór Þórðarson utan-
ríkisráðherra sótti fundinn og
segir í samtali við Fréttablaðið að
samskiptin við Rússland hafi verið
mjög ofarlega á baugi. Samkvæmt
bandarískum miðlum endurnýjuðu
NATO-ríkin ákall sitt til Rússa um
að afhenda Úkraínumönnum Krím-
skaga á ný og frelsa þá úkraínsku
sjóliða sem voru handteknir eftir
átök á Asovshafi á síðasta ári.
„Samskiptin við Rússland voru
mjög ofarlega á baugi og þar á meðal
staða INF-samningsins [um meðal-
drægar kjarnaflaugar] sem var sagt
upp eftir ítrekuð brot Rússlands
á ákvæðum samningsins. Það var
talað um Úkraínu og ástandið við
Svartahaf og bandalagsríkin hétu
áframhaldandi stuðningi við Úkra-
ínu. Baráttan gegn hryðjuverkum
og staðan í Afganistan var rædd og
þar með taldar friðarumleitanir í
landinu. Við hétum áframhaldandi
stuðningi við uppbyggingarverk-
efni í Írak, Jórdaníu og Túnis sem og
áframhaldandi þátttöku í fjölþjóð-
legu bandalagi gegn ISIS-hryðju-
verkasamtökunum. Fundinum
lauk síðan með umræðu um jafnari
skiptingu framlaga til NATO. En
öll ríki bandalagsins hafa aukið
verulega þátttöku sína,“ segir Guð-
laugur Þór og bætir því við að góð
samstaða hafi ríkt.
Mikið hefur verið fjallað um
þá kröfu Donalds Trump Banda-
ríkjaforseta að önnur aðildarríki
auki framlög sín til varnarmála og
á fundi Trumps með Stoltenberg á
þriðjudag sagðist forsetinn ánægður
með að önnur ríki greiddu nú meira.
Guðlaugur Þór segir að framlög
aðildarríkja hafi verið að aukast
frá árinu 2014. „Það er ekki nýtt
að Bandaríkjaforsetar kalli eftir
aukinni þátttöku Evrópuríkja og
Kanada. Ætli menn geti ekki fundið
dæmi frá John F. Kennedy og að ég
held öllum forsetum síðan. En það
er hins vegar óumdeilt að framlög
aðildarríkja NATO hafa aukist á
undanförnum árum.“
Tvö ríki NATO hafa átt í deilum
að undanförnu. Tyrkir hyggjast
festa kaup á rússnesku S-400-eld-
f laugavarnakerfi en Bandaríkja-
menn hafa ítrekað varað þá við
kaupunum og sagt þau stefna öryggi
bandalagsríkja í hættu. Mike Pence,
varaforseti Bandaríkjanna, sagði
svo á miðvikudag að Tyrkir þyrftu
einfaldlega að velja á milli þess að
vera lykilríki innan NATO eða eld-
flauganna.
Guðlaugur Þór segir hins vegar
að þetta mál hafi ekki verið rætt á
fundinum. Hann segir aukinheld-
ur að íslensk stjórnvöld hafi ekki
fjallað sérstaklega um málið.
thorgnyr@frettabladid.is
Samstaða á sjötíu ára afmæli NATO
Staðan breytt en þörfin sú sama
Ísland var stofnaðili að NATO og
þótt Guðlaugur Þór segi stöðuna
hafa breyst mikið þá telur hann
að það sé ennþá mikil þörf á
bandalaginu. „Atlantshafsbanda-
lagið hefur reynst mjög heilla-
drjúgt. Bæði fyrir aðildarríkin og
líka svæðið í heild sinni. Það var
auðvitað stofnað á sínum tíma
til að viðhalda friði í þessum
heimshluta og það hefur gengið
eftir. Kalda stríðinu lauk án þess
að það kæmi nokkurn tímann til
beinna átaka.“
Ráðherrann segir að það séu
þó blikur á lofti þegar kemur að
öryggis- og varnarmálum. Nýjar
ógnir hafa komið fram, meðal
annars hryðjuverkaógnin.
Að sögn Guðlaugs Þórs á Ísland
án nokkurs vafa enn erindi innan
Atlantshafsbandalagsins. „Það
reyndist okkur mjög heilladrjúgt
að vera stofnaðilar að banda-
laginu. Við erum þarna með
ríkjum sem aðhyllast sömu gildi
og við. Það grundvallarsjónarmið
hefur ekki breyst þrátt fyrir að
aðstæður hafi breyst, eðlilega, á
þessum sjötíu árum.“
Hann segir að ýmislegt standi
upp úr þegar kemur að þátt-
töku Íslands undanfarna sjö
áratugi. Íslendingar séu stoltir
af sínu framlagi og hafi aukið
það á borgaralegum forsendum.
„Hvort sem það eru sprengju-
leitarmenn Landhelgisgæslunnar
sem þjálfa fólk í stríðshrjáðum
löndum til þess að hreinsa upp
sprengjur svo það geti lifað
eðlilegu lífi á sínum svæðum,
upplýsingamál, jafnréttismál
eða önnur borgaraleg verkefni.
Við erum auðvitað með mikið
loftrýmiseftirlit sem er mikil-
vægur þáttur í loftrýmiseftirliti
bandalagsins. Upptalningunni er
sannarlega ekki lokið þótt ég taki
þetta fram.“
Guðlaugur Þór Þórðar-
son utanríkisráð-
herra sótti fund utan-
ríkisráðherra NATO í
Washington. Rætt um
samskiptin við Rússa,
hryðjuverkaógnina
og stöðuna í Úkraínu.
Hann segir að aðildin
að NATO hafi reynst
Íslandi heilladrjúg og að
Íslendingar séu stoltir af
sínu framlagi til Atlants-
hafsbandalagsins.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra heimsótti einnig bandaríska þingið með öðrum ráðherrum aðildarríkja NATO. MYND/ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ
Það er ekki nýtt að
Bandaríkjaforsetar
kalli eftir aukinni þátttöku
Evrópuríkja og Kanada.
Ætli menn geti ekki fundið
dæmi frá John F. Kennedy.
Atlantshafsbanda-
lagið hefur reynst
mjög heilladrjúgt.
Guðlaugur Þór Þórðarson,
utanríkisráðherra
5 . A P R Í L 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
5
-0
4
-2
0
1
9
0
8
:2
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
B
F
-B
2
7
0
2
2
B
F
-B
1
3
4
2
2
B
F
-A
F
F
8
2
2
B
F
-A
E
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
5
6
s
_
4
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K