Fréttablaðið - 05.04.2019, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.04.2019, Blaðsíða 6
5 . A P R Í L 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð Eigum nokkra yfirfarna nýlega Hyundai hjá okkur í Kauptúni 1, Garðabæ sem eru enn í ábyrgð. Komdu og gerðu frábær kaup! Notaðir ALLT AÐ 5 ÁRA ÁBYRGÐ Hyundai notaðir bílar Kauptúni 1 - 210 Garðabæ Kletthálsi 11 - 110 Reykjavík Sími: 575 1200 - bilaland@bilaland.is Opið frá kl. 9–18 virka daga og á laugardögum frá kl. 12–16. VERÐ: 2.290.000 kr. VERÐ: 4.690.000 kr. VERÐ: 6.490.000 kr. VERÐ: 2.090.000 kr. VERÐ: 4.990.000 kr. VERÐ: 5.690.000 kr. VERÐ: 2.550.000 kr. VERÐ: 4.390.000 kr. Rnr. 121687 Rnr. 391185 Rnr. 121612 Rnr. 103837 Rnr. 121651 Rnr. 121682 Rnr. 121592 Rnr. 121672 E N N E M M / S ÍA / N M 9 3 3 6 0 B íl a la n d H y u n d a i n o t a ð ir 2 x 3 8 5 a p r HYUNDAI i30 Classic Nýskr. 08/16, ekinn 46 þ.km, bensín, beinskiptur. HYUNDAI Tucson Style Nýskr. 03/17, ekinn 37 þ.km, dísil, sjálfskiptur. HYUNDAI Santa Fe III Style Nýskr. 04/17, ekinn 25 þ.km, dísil, sjálfskiptur. HYUNDAI i10 Premium Nýskr. 04/18, ekinn 7 þ.km, bensín, beinskiptur. HYUNDAI KONA Premium Nýskr. 04/18, ekinn 9 þ.km, bensín, sjálfskiptur. HYUNDAI Tucson Premium Nýskr. 05/18, ekinn 10 þ.km, bensín, sjálfskiptur. HYUNDAI i20 Premium Nýskr. 06/17, ekinn 19 þ.km, dísil, beinskiptur. HYUNDAI IONIQ Style Nýskr. 01/19, ekinn 1 þ.km, bensín, sjálfskiptur. LÖGREGLUMÁL Héraðssaksóknari hefur ákært mann, búsettan í Reykjavík, fyrir að hafa ráðist að barþjóni á Café Amour á Akureyri í apríl árið 2018. Var hann vopn- aður hnífi og hótaði henni að ef hún afhenti honum ekki fjármuni úr sjóðvél staðarins myndi hún hafa verra af. Það var laugardaginn 9. apríl sem maðurinn kom inn á skemmti- staðinn vopnaður tveimur hnífum og ógnaði þar starfsmanninum, um tvítugri stúlku. Lögreglan var skjót á vettvang og náði á staðinn áður en hann yfirgaf skemmtistaðinn. Ræninginn hlýddi hins vegar ekki fyrirmælum lögreglu og hótaði að drepa lögreglumennina með egg- vopnunum sem hann hafði með- ferðis. Er hann einnig ákærður fyrir þau brot gegn lögreglulögum og valdstjórninni. Maðurinn, sem nokkuð oft hefur komið við sögu hjá lögreglunni áður og er henni kunnugur, er einn- ig ákærður af héraðssaksóknara fyrir brot sem hann framdi þremur vikum áður er hann hótaði lög- reglumönnum líf láti við skyldu- störf þegar honum var ekið undir áhrifum á lögreglustöð. Maðurinn gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir brot þessi, verði hann fundinn sekur. Þess er jafn- framt krafist að hann fái ekki aftur umrædd vopn sem tekin voru af honum í aðgerðum lögreglu þennan dag. – sa Ákærður fyrir vopnað rán á Akureyri Maðurinn veittist að barþjóni á Akureyri í apríl í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR K JARAMÁL Um hundrað þúsund félagsmenn aðildarfélaga Starfs- greinasambandsins (SGS) og Lands- sambands íslenskra verslunar- manna (LÍV) munu greiða atkvæði um lífskjarasamningana sem undir- ritaðir voru á miðvikudagskvöld. Kjörstjórn SGS kom saman í gær til að fara yfir framhaldið. Í dag verður svo haldinn formanna- fundur þar sem tekin verður afstaða til fyrirkomulags, forms og fram- kvæmdar atkvæðagreiðslunnar. Flosi Eiríksson, framkvæmda- stjóri SGS, segir enn ekki ljóst hvort haldin verði ein atkvæðagreiðsla fyrir alla félagsmenn eða hvort hvert hinna 19 aðildarfélaga greiði atkvæði sérstaklega. Ef ling hefur boðað til þriggja kynningarfunda í næstu viku. Kynning á íslensku verður á þriðju- dagskvöld, á ensku á miðvikudags- kvöld og á pólsku á fimmtudags- kvöld. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að kynningarfundur fyrir félagsmenn verði næstkomandi mánudagskvöld. Ekki sé alveg komið á hreint hvernig atkvæða- greiðslu verði háttað en líklega greiði félagsmenn VR atkvæði sér og aðrir félagsmenn í LÍV sér. Stefnt er að því að rafræn alls- herjaratkvæðagreiðsla hefjist eftir miðja næstu viku og mun hún standa í nokkra daga. Í gær kom fram nokkur gagnrýni á sérstakt endurskoðunarákvæði samninganna ef Seðlabankinn lækkar ekki vexti. Segist Kjarninn hafa heimildir fyrir því að stýri- vextir þurfi að vera komnir niður í 3,75 prósent fyrir september 2020 til að samningar haldi. Stýrivextir eru í dag 4,5 prósent. Ragnar Þór vildi ekki staðfesta þessar vaxtatölur. Hann telur fárán- lega þá gagnrýni að með þessu sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans en meðal þeirra sem töluðu á þessum nótum voru Þorsteinn Víglunds- son, varaformaður Viðreisnar, Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor og nefndar maður í peningastefnu- nefnd, og Gylfi Magnússon, for- maður bankaráðs Seðlabankans. „Hvar var þetta fólk þegar Seðla- bankinn var að gagnrýna verkalýðs- hreyfinguna og stilla henni upp við vegg?“ spyr Ragnar Þór. Hann segir að umrætt ákvæði sé einfaldlega hluti af þríþættum forsendum samninga. „Við erum með forsendur varðandi vaxta- stigið, við erum með forsendur varðandi kaupmáttinn og við erum með forsendur gagnvart loforðum ríkisstjórnarinnar.“ Ragnar Þór segir verkalýðs- hreyfinguna hafa verið tilbúna til að taka þátt í breyttum aðstæðum í hagkerfinu og leggja sitt af mörkum. „En þetta viljum við fá í staðinn og ef við fáum það ekki þá eru for- sendur okkar félagsmanna með þessar launahækkanir og kjara- bætur brostnar. Þá fáum við annað- hvort einhverjar bætur fyrir það eða förum aftur að teikniborðinu og segjum samningunum upp.“ sighvatur@frettabladid.is Undirbúa kynningar og atkvæðagreiðslur Lífskjarasamningar verða kynntir fyrir félagsmönnum verkalýðsfélaga í næstu viku. Í kjölfarið munu félagsmenn SGS og LÍV greiða atkvæði um þá. Formaður VR blæs á gagnrýni á endurskoðunarákvæði tengt vaxtalækkun. Fram undan eru kynningar og atkvæðagreiðslur um lífskjarasamningana sem gilda eiga til 2022. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hvar var þetta fólk þegar Seðlabankinn var að gagnrýna verkalýðs- hreyfinguna og stilla henni upp við vegg? Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR 0 5 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 B F -A 3 A 0 2 2 B F -A 2 6 4 2 2 B F -A 1 2 8 2 2 B F -9 F E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 4 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.