Fréttablaðið - 05.04.2019, Síða 6

Fréttablaðið - 05.04.2019, Síða 6
5 . A P R Í L 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð Eigum nokkra yfirfarna nýlega Hyundai hjá okkur í Kauptúni 1, Garðabæ sem eru enn í ábyrgð. Komdu og gerðu frábær kaup! Notaðir ALLT AÐ 5 ÁRA ÁBYRGÐ Hyundai notaðir bílar Kauptúni 1 - 210 Garðabæ Kletthálsi 11 - 110 Reykjavík Sími: 575 1200 - bilaland@bilaland.is Opið frá kl. 9–18 virka daga og á laugardögum frá kl. 12–16. VERÐ: 2.290.000 kr. VERÐ: 4.690.000 kr. VERÐ: 6.490.000 kr. VERÐ: 2.090.000 kr. VERÐ: 4.990.000 kr. VERÐ: 5.690.000 kr. VERÐ: 2.550.000 kr. VERÐ: 4.390.000 kr. Rnr. 121687 Rnr. 391185 Rnr. 121612 Rnr. 103837 Rnr. 121651 Rnr. 121682 Rnr. 121592 Rnr. 121672 E N N E M M / S ÍA / N M 9 3 3 6 0 B íl a la n d H y u n d a i n o t a ð ir 2 x 3 8 5 a p r HYUNDAI i30 Classic Nýskr. 08/16, ekinn 46 þ.km, bensín, beinskiptur. HYUNDAI Tucson Style Nýskr. 03/17, ekinn 37 þ.km, dísil, sjálfskiptur. HYUNDAI Santa Fe III Style Nýskr. 04/17, ekinn 25 þ.km, dísil, sjálfskiptur. HYUNDAI i10 Premium Nýskr. 04/18, ekinn 7 þ.km, bensín, beinskiptur. HYUNDAI KONA Premium Nýskr. 04/18, ekinn 9 þ.km, bensín, sjálfskiptur. HYUNDAI Tucson Premium Nýskr. 05/18, ekinn 10 þ.km, bensín, sjálfskiptur. HYUNDAI i20 Premium Nýskr. 06/17, ekinn 19 þ.km, dísil, beinskiptur. HYUNDAI IONIQ Style Nýskr. 01/19, ekinn 1 þ.km, bensín, sjálfskiptur. LÖGREGLUMÁL Héraðssaksóknari hefur ákært mann, búsettan í Reykjavík, fyrir að hafa ráðist að barþjóni á Café Amour á Akureyri í apríl árið 2018. Var hann vopn- aður hnífi og hótaði henni að ef hún afhenti honum ekki fjármuni úr sjóðvél staðarins myndi hún hafa verra af. Það var laugardaginn 9. apríl sem maðurinn kom inn á skemmti- staðinn vopnaður tveimur hnífum og ógnaði þar starfsmanninum, um tvítugri stúlku. Lögreglan var skjót á vettvang og náði á staðinn áður en hann yfirgaf skemmtistaðinn. Ræninginn hlýddi hins vegar ekki fyrirmælum lögreglu og hótaði að drepa lögreglumennina með egg- vopnunum sem hann hafði með- ferðis. Er hann einnig ákærður fyrir þau brot gegn lögreglulögum og valdstjórninni. Maðurinn, sem nokkuð oft hefur komið við sögu hjá lögreglunni áður og er henni kunnugur, er einn- ig ákærður af héraðssaksóknara fyrir brot sem hann framdi þremur vikum áður er hann hótaði lög- reglumönnum líf láti við skyldu- störf þegar honum var ekið undir áhrifum á lögreglustöð. Maðurinn gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir brot þessi, verði hann fundinn sekur. Þess er jafn- framt krafist að hann fái ekki aftur umrædd vopn sem tekin voru af honum í aðgerðum lögreglu þennan dag. – sa Ákærður fyrir vopnað rán á Akureyri Maðurinn veittist að barþjóni á Akureyri í apríl í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR K JARAMÁL Um hundrað þúsund félagsmenn aðildarfélaga Starfs- greinasambandsins (SGS) og Lands- sambands íslenskra verslunar- manna (LÍV) munu greiða atkvæði um lífskjarasamningana sem undir- ritaðir voru á miðvikudagskvöld. Kjörstjórn SGS kom saman í gær til að fara yfir framhaldið. Í dag verður svo haldinn formanna- fundur þar sem tekin verður afstaða til fyrirkomulags, forms og fram- kvæmdar atkvæðagreiðslunnar. Flosi Eiríksson, framkvæmda- stjóri SGS, segir enn ekki ljóst hvort haldin verði ein atkvæðagreiðsla fyrir alla félagsmenn eða hvort hvert hinna 19 aðildarfélaga greiði atkvæði sérstaklega. Ef ling hefur boðað til þriggja kynningarfunda í næstu viku. Kynning á íslensku verður á þriðju- dagskvöld, á ensku á miðvikudags- kvöld og á pólsku á fimmtudags- kvöld. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að kynningarfundur fyrir félagsmenn verði næstkomandi mánudagskvöld. Ekki sé alveg komið á hreint hvernig atkvæða- greiðslu verði háttað en líklega greiði félagsmenn VR atkvæði sér og aðrir félagsmenn í LÍV sér. Stefnt er að því að rafræn alls- herjaratkvæðagreiðsla hefjist eftir miðja næstu viku og mun hún standa í nokkra daga. Í gær kom fram nokkur gagnrýni á sérstakt endurskoðunarákvæði samninganna ef Seðlabankinn lækkar ekki vexti. Segist Kjarninn hafa heimildir fyrir því að stýri- vextir þurfi að vera komnir niður í 3,75 prósent fyrir september 2020 til að samningar haldi. Stýrivextir eru í dag 4,5 prósent. Ragnar Þór vildi ekki staðfesta þessar vaxtatölur. Hann telur fárán- lega þá gagnrýni að með þessu sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans en meðal þeirra sem töluðu á þessum nótum voru Þorsteinn Víglunds- son, varaformaður Viðreisnar, Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor og nefndar maður í peningastefnu- nefnd, og Gylfi Magnússon, for- maður bankaráðs Seðlabankans. „Hvar var þetta fólk þegar Seðla- bankinn var að gagnrýna verkalýðs- hreyfinguna og stilla henni upp við vegg?“ spyr Ragnar Þór. Hann segir að umrætt ákvæði sé einfaldlega hluti af þríþættum forsendum samninga. „Við erum með forsendur varðandi vaxta- stigið, við erum með forsendur varðandi kaupmáttinn og við erum með forsendur gagnvart loforðum ríkisstjórnarinnar.“ Ragnar Þór segir verkalýðs- hreyfinguna hafa verið tilbúna til að taka þátt í breyttum aðstæðum í hagkerfinu og leggja sitt af mörkum. „En þetta viljum við fá í staðinn og ef við fáum það ekki þá eru for- sendur okkar félagsmanna með þessar launahækkanir og kjara- bætur brostnar. Þá fáum við annað- hvort einhverjar bætur fyrir það eða förum aftur að teikniborðinu og segjum samningunum upp.“ sighvatur@frettabladid.is Undirbúa kynningar og atkvæðagreiðslur Lífskjarasamningar verða kynntir fyrir félagsmönnum verkalýðsfélaga í næstu viku. Í kjölfarið munu félagsmenn SGS og LÍV greiða atkvæði um þá. Formaður VR blæs á gagnrýni á endurskoðunarákvæði tengt vaxtalækkun. Fram undan eru kynningar og atkvæðagreiðslur um lífskjarasamningana sem gilda eiga til 2022. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hvar var þetta fólk þegar Seðlabankinn var að gagnrýna verkalýðs- hreyfinguna og stilla henni upp við vegg? Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR 0 5 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 B F -A 3 A 0 2 2 B F -A 2 6 4 2 2 B F -A 1 2 8 2 2 B F -9 F E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 4 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.