Fréttablaðið - 05.04.2019, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 05.04.2019, Blaðsíða 34
Gunnar hefur gefið út Sportveiði­ blaðið með góðum árangri. „Þetta er 39. árið sem blaðið kemur út og svo hef ég verið að vinna veiði­ þætti fyrir Hringbraut. Við munum taka upp fleiri þætti í sumar sem fara í sýningu í haust.“ Gunnar segir að það komi alltaf einhverjir frægir veiðimenn hingað á hverju sumri. „Þeir Eric Clapton og David Beckham koma nánast á hverju ári. Báðir frábærir veiðimenn,“ segir hann. „Yfirleitt koma sömu veiðimennirnir aftur og aftur,“ segir Gunnar og bætir því við að hann hafi skroppið að Vífilsstaðavatni í vikunni og þar hafi nokkrir harð­ jaxlar verið að veiða í kuldanum. „Það er mjög vel af sér vikið.“ Stangveiði hefur alltaf verið vin­ sæl hér á landi. Til gamans má geta þess að Stangaveiðifélag Reykja­ víkur var stofnað 17. maí árið 1939 og heldur því brátt upp á 80 ára afmæli. Tilgangur þess til að byrja með var að halda utan um leigu á Elliðaánum en félagið hefur vaxið og dafnað síðan. Við þurfum að draga krakkana frá tölvunum. Mun betra fyrir þau að komast út í náttúruna og draga að sér hreina loftið. Það hefur ekki verið mikil endurnýjun í aldri og veiðimenn hafa verið að eldast. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Gunnar segir að veiðitímabilið hafi byrjað 1. apríl og það hafi ekki verið neitt apríl­ gabb. „Veiðin undanfarna daga hefur gengið langt framar vonum miðað við hvað það var kalt í veðri,“ segir hann. „Þeir fengu til dæmis um 150 fiska í Litluá í Kelduhverfi sem er ótrúlegur árangur í þessum kulda. Það var bæði bleikja og urriði. Einnig var ágætis veiði við Kirkjubæjarklaustur. Öllum vorfiski er sleppt í ána aftur. Það er mjög lítið um það í vorveiði að menn séu að veiða sér til matar,“ útskýrir hann og bætir við að vatnaveiði hefjist 1. maí og þá taki menn aflann. „Laxveiðin hefst síðan í byrjun júní.“ Ekki rigningasumar aftur Gunnar hefur áhyggjur af snjó­ leysi fyrir áramótin. „Það kom ágætis tímabil en nú er eiginlega allur snjór farinn. Það hefur áhrif á vatn í ánum,“ segir hann. „Mann langar ekki í annað rigningasumar en vissulega er áhyggjuefni hversu lítið vatn er í ánum. Eins árs laxinn á eftir að skila sér ágætlega en það er svolítið óljóst hvernig sumarið verður í veiði þótt maður voni það besta. Það er nú samt fólk á öllum aldri sem hlakkar til veiðisumars­ ins,“ segir hann. „Það er virkilega mikið fagnaðar­ efni hversu veiðimenn eru að yngjast. Við þurfum að draga krakkana frá tölvunum. Mun betra fyrir þau að komast út í náttúruna og draga að sér hreina loftið. Það hefur ekki verið mikil endurnýjun í aldri og veiðimenn hafa verið að eldast. Mér finnst því frábært að sjá aukinn áhuga hjá yngra fólki,“ segir Gunnar sem ætlar í nokkrar veiði­ ferðir í sumar. Gott fjölskyldusport „Konan mín, María Gunnarsdóttir, er mikil veiðiáhugamanneskja. Við ætlum saman í veiði í sumar. Börnin mín hafa líka haft gaman af veiði svo þetta er orðið fjölskyldu­ sport. María er líka skotveiðimaður og hefur verið að kenna mér þá list. Ég fór til dæmis með henni á rjúpu og gæs í haust og fékk að fylgjast með. Það var í fyrsta skipti sem ég fór í skotveiði og við löbbuðum um það bil 50 km. Við fengum nokkrar rjúpur og flotta útiveru. Annars er ég frekar fyrir stangveiðina,“ segir hann. Veiðimenn yngjast talsvert Gunnar Bender hefur fjallað um veiði í dagblöðum og tímaritum í áratugi. Fáir vita meira um stangveiði. Gunnar hlakkar til sumarsins og segir það ánægjulegt að ungum veiðimönnum fjölgi. Gunnar með vænan feng síðastliðið sumar. MYND/MARÍA GUNNARSDÓTTIR Gunnar í veiði með dætrum sínum, Önju og Hafrúnu, við Hreðavatn síðastliðið sumar. Dæturnar hafa mikinn áhuga á veiði ekki síður en pabbinn. Þetta er frábært fjölskyldusport. Myndina tók eiginkona Gunnars, María. Eitt kort 34 vötn 7.900 kr Frelsi til að veiða! 00000 ÞETTA ER BYRJAÐ! www.veidikortid.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ HÖRKUTILBOÐ MMC L200 Intense MT 33“ breyting, Good Year jeppadekk, gluggahlíf og húddhlíf. 5.750.000 kr. 33'“ breyting og hamrað palllok með grind (veltigrind). 5.990.000 kr. 33'' breyting og Mitsubishi pallhús 5.990.000 kr. www.mitsubishi.is 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . A P R Í L 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R 0 5 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 B F -C 1 4 0 2 2 B F -C 0 0 4 2 2 B F -B E C 8 2 2 B F -B D 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 4 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.