Fréttablaðið - 05.04.2019, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 05.04.2019, Blaðsíða 52
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir johannahelga@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is, Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is Kolbrúnu Krist- ínu Daníelsdóttur finnst stórmerkilegt að Proclaimers-tví- burinn Craig Reid muni enn eftir því þegar hún vatt sér að honum í London 1988 með þau óvæntu gleðitíðindi að þeir bræður væru á toppi vinsældalista Rásar 2. Skosku tvíburarnir í The Proclaimers komust í fyrsta skipti með lag á topp vin-sældalista þegar vinsældir lagsins I’m gonna be (500 Miles) á Íslandi fleyttu þeim í 1. sæti á vinsældalista Rásar 2. Þeir fréttu af þessu hruni vinsældalistamúrsins fyrir algera tilviljun þegar Kolbrún Kristín Daníelsdóttir, Stína kokkur, vatt sér að öðrum þeirra á veitinga- stað í London með þessi stórtíðindi. Craig Reid, annar tvíburanna, rifjaði upp söguna af þessu í viðtali við Fréttablaðið í gær en þeir bræður eru væntanlegir til landsins í fyrsta skipti og verða með tónleika í Hörpu síðar í þessum mánuði. „Þetta var bara nákvæmlega eins og hann lýsir því,“ segir Stína við Fréttablaðið. „Hann hváði bara og var mjög hissa en ég settist bara við hliðina á honum til þess að segja honum tíðindin. Maður gleymir þessu náttúrlega aldrei og ég hugsa alltaf um þetta þegar ég heyri tón- listina þeirra. Mér finnst nú enn merkilegra að hann skuli muna þetta,“ segir Stína. Alger tilviljun Stína segir að um algera tilviljun hafi verið að ræða en hún og vin- kona hennar hafi ákveðið að skella sér í sólarhringsferð til London, „eins og tíðkaðist þá. Við fórum þarna saman, tvær skvísur.“ Hún stundaði á þessum tíma nám í Hótel- og veitingaskóla Íslands og sagðist hafa verið spennt fyrir að prufa einhvern sniðugan veit- ingastað meðal annars til þess að smakka önd. „Þannig að við förum á þennan veitingastað sem ég man ekkert hvað heitir. Við sitjum svo þarna og erum að fá okkur að borða og þá sé ég hann bara út undan mér á næsta borði,“ segir Stína sem taldi sér ljúft og skylt að færa Craig frétt- irnar frá Íslandi. Kódak-móment „Vegna þess að þá voru þeir bara aðalnúmerið hérna og búnir að vera í 1. sætinu á Rásar 2 listanum. Ég var svolítið hikandi en hugsaði bara með mér að ég gæti ekki látið þetta ógert. Mér fannst ég alls ekki geta sleppt því, þannig að ég bara vippaði mér yfir til hans og kynnti mig og spurði hvort hann væri ekki annar tvíbur- anna og hvort hann vissi það að þeir ættu lagið í toppsætinu á vinsælda- listanum á Íslandi. Ég varð að tala við manninn, segja honum þetta og fá mynd af mér. Við spjölluðum eitt- hvað og ég fékk mynd af mér með honum,“ segir Stína. „Þetta er ógeðslega fyndin mynd. Við tókum þetta bara á Kodak. Þetta var bara Olympus-myndavél með flassi. Hugsaðu þér hvað við vorum heppnar að vera með myndavélina með okkur. Þetta var náttúrlega löngu fyrir tíma símanna og þetta var ekkert „selfie“ sko, fór í fram- köllun og allt. Þetta var og er enn ferlega sniðugt. Við erum að tala um það að ég var bara að hitta stjörnuna, halló! Bara algjör tilviljun.“ Stínu fannst þessi óvænti fundur í London stórfrétt á sínum tíma og það segir sína sögu að þremur ára- tugum síðar en þetta enn frétt. „Ég var eitthvað að spá í að fara með þetta í blöðin á sínum tíma. Þetta er náttúrlega mjög merkilegt sko,“ segir Stína og hlær. „Ég ætlaði að skjótast með þetta í Dagblaðið en svo varð aldrei neitt úr því.“ Eins og Sálin Stína segist ekki hafa verið eldheitur Proclaimers-aðdáandi 1988 en hún hafi haft gaman af tónlist þeirra og hafi enn. „Þeir voru náttúrlega alger- lega svo lúðalegir en það virkaði greinilega hér og jú, jú, ég fílaði þetta alveg. Ég átti enga plötu með þeim og hlustaði bara á þá í útvarpinu. Svo var ég að frétta núna, frá kunningjakonu minni sem þekkir vel til í Skotlandi að þeir séu gríðar- lega vinsælir í Skotlandi. Hún sagði mér að þeir væru svo þekktir að þeir séu bara eins og Sálin hans Jóns míns þarna úti.“ Stína er kokkur á Flúðum þar sem hún rekur meðal annars veisluþjónustu og vinnur mikið með grænmetið sem þar vex út um allar trissur en ætlar að sjálfsögðu að gera sér kaupstaðarferð 15. apríl og mæta á tónleikana. „Hvað heldurðu? Ekki spurning og ég býð auðvitað henni Guð- björgu með mér sem var þarna úti með mér. Þetta var alger ævintýra- ferð og öndin var sjúklega góð. Ég man það enn þá, krispí appelsínu- önd alveg bara í fyrsta skipti á ævinni og hún var geðveik.“ thorarinn@frettabladid.is „Þeir voru náttúrlega algerlega svo lúðalegir“ Kolbrún Kristín gat ekki stillt sig um að setjast hjá Craig Reid á veitingastað í London 1988 og upplýsa hann um miklar vinsældir The Proclaimers á Íslandi. Hún og vinkona hennar höfðu skellt sér í sólarhringsferð til London. „Þetta er ógeðslega fyndin mynd,“ segir Stína kokkur um myndina sem smellt var af henni með kampakátum Proclaimers-tvíburanum Craig Reid. 5 . A P R Í L 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R28 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð OPNUM LAUGARDAGINN 6.APRIL KL.11:00 Á SMIÐJUVEGI 2 ÞÖKKUM FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR Í FAXAFENI 14 HRAÐAST VAXANDI MATVÖRU VERSLUNARKEÐJA Á ÍSLANDI OPIÐ ALLA DAGA TIL 22:00 0 5 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :2 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 B F -9 E B 0 2 2 B F -9 D 7 4 2 2 B F -9 C 3 8 2 2 B F -9 A F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 4 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.