Fréttablaðið - 06.04.2019, Page 4

Fréttablaðið - 06.04.2019, Page 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 jeep.is NÝR JEEP CHEROKEE PÁSKATILBOÐ ® JEEP® CHEROKEE LONGITUDE LUXURY VERÐ FRÁ: 7.990.000 KR. JEEP® CHEROKEE LIMITED VERÐ FRÁ: 9.590.000 KR. Aukahlutir að verðmæti 730.000 kr. fylgja öllum nýjum Jeep® Cherokee út apríl. 30” breyting sem innifelur 3,5cm upphækkun, 30” Cooper heilsársdekk og aurhlífar. Losanlegt dráttarbeisli, gúmmímottur framan og aftan og málmlitur. ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF 4,8 milljarðar króna er sú fjár- hæð sem Skúli Mogensen býður fjárfestum að kaupa á 49 prósenta hlut í endur- reistu flugfélagi. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari hefur staðið í ströngu í kjara- viðræðum á almenna vinnu- markaðnum en samningar tókust loks í vikunni. Þó eru ýmsir hópar sem enn sitja við samninga- borðið. Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlög- maður var skip- aður annar af skiptastjórum þrotabús WOW air í vikunni og var sú skipun umdeild. Meðal annars var greint frá því að Arion banki hefði farið fram á að hann viki. Róbert Spanó var í vikunni kjörinn annar af varafor- setum Mann- réttindadóm- stóls Evrópu. Er hann yngsti varaforsetinn í sögu dómstólsins. HEILBRIGÐISMÁL „Ísland er þarna alveg klárlega að bjóða upp á mjög f lókna meðferð með mjög góðum árangri. Þetta er ástæðan fyrir því að við fáum þessa rannsókn birta í svona virtu tímariti,“ segir Tómas Guðbjartsson, prófessor og yfir- læknir á hjarta- og lungnaskurð- deild Landspítala, um nýja rann- sókn á svokallaðri ECMO-meðferð. Um er að ræða meðferð þar sem sérstök hjarta- og lungnadæla er notuð þegar önnur hefðbundnari meðferð eins og öndunarvél og lyf duga ekki til. Niðurstöður fyrri hluta rann- sóknarinnar sem snýr að 17 sjúkl- ingum sem fengu meðferð vegna lífshættuleg rar öndunar færa- bilunar hafa verið birtar í grein í skandinavísku vísindariti. Tómas stýrði rannsókninni en fyrsti höfundur greinarinnar er Inga Lára Ingvarsdóttir, sérnáms- læknir í svæfinga- og gjörgæslu- lækningum á Sahlgrenska sjúkra- húsinu í Gautaborg. „Það má eiginlega segja að þetta sé meðferð sem er notuð þegar allt annað hefur verið reynt og það þrotið. Þessir sjúklingar sem fara í ECMO-dælu hafa í raun verið taldir deyjandi og engin önnur úrræði í boði, ekki heldur að f lytja þá erlendis. Þetta er í öllum tilvikum lífsbjargandi meðferð,“ segir Tómas. Helstu niðurstöður rannsóknar- innar eru þær að af þessum sautján sjúklingum lifðu ellefu meðferðina af, eða um tveir þriðju hópsins. Í öllum tilfellum nema einu var um brátt andnauðarheilkenni að ræða, til dæmis eftir lungnabólgu, eftir bílslys eða við nær-drukknun. „Þarna eru meðal annars þrjár ungar konur sem fengu svæsna lungnabólgu upp úr svínainflúensu og þær lifðu allar af. Við erum afar ánægð með þann árangur. Meðal- aldur allra sjúklinganna er 32 ár þannig að þetta er ungt fólk sem á lífið fyrir höndum,“ segir Tómas. Tómas segir þessa meðferð hafa byrjað óvenju snemma á Íslandi eða árið 1991. Tilfellin voru fá fyrstu árin en hefur farið fjölgandi á undanförnum árum. „Mörgum kollegum mínum erlendis f innst það í rauninni skrýtið að við séum að bjóða upp á þessa þjónustu hér því að meðferðin er svo f lókin og við fámenn þjóð með tiltölulega lítinn spítala. Við hjartaskurðlæknarnir kynntumst ECMO-meðferð í sérnámi okkar á stórum spítölum erlendis en þetta snýst ekki bara um aðgerðina, held- ur ekki síður þátt svæfingarlækna og alls hjúkrunarfólksins sem kemur að meðferðinni. Einn svona sjúklingur á gjörgæslu krefst vökt- unar allan sólarhringinn kannski í margar vikur. Þetta er með dýrustu meðferðum sem veittar eru á Land- spítalanum,“ segir Tómas. Meðferðin sé það flókin að hún sé yfirleitt bara veitt á stórum hjarta- skurðdeildum á stærstu sjúkrahús- unum erlendis. „Við er u m nát t ú r u lega að minnsta kosti þrjá klukkutíma í burtu ef við ætluðum að flytja þessa sjúklinga úr landi. Það hefur verið gert nokkrum sinnum en þá höfum við hafið meðferðina hér vegna þess að þessir sjúklingar eru oft það bráðveikir að þeir geta ekki beðið eftir meðferð. Þeir hefðu allir dáið ef þessi meðferð hefði ekki verið í boði á Íslandi.“ Tómas segir að það ánægjulega við niðurstöðurnar sé auðvitað í fyrsta lagi hversu margir lifa með- ferðina af. „Í öðru lagi þá hefur þeim sem lifa af vegnað ótrúlega vel. Flestir eiga gott líf fyrir höndum enda hafa lungun alveg ótrúlega viðgerðarhæfni.“ Fyrir utan hópinn sem hefur hlot- ið meðferð vegna lungnabilunar er um að ræða um það bil helmingi fjölmennari hóp sem hefur hlotið meðferð þar sem dælan er notuð til að hjálpa hjartanu, eins og við svæsna hjartabilun. Niðurstöður rannsóknar á þeim sjúklingum verða birtar síðar á árinu og segir Tómas þær niðurstöður einnig spennandi. sighvatur@frettabladid.is Góður árangur á Landspítala af lífsbjargandi meðferðum Á undanförnum árum hefur á Landspítalanum náðst góður árangur á alþjóðlegan mælikvarða í svo- kölluðum ECMO-meðferðum við alvarlegum lungna- og hjartabilunum. Um er að ræða meðferð sem er gripið til þegar allt annað hefur þrotið og sjúklingar taldir deyjandi og ekki tími til að flytja úr landi. Þrjú í fréttum Kjarasamningar, þrotabú Wow og varaforseti MDE TÖLUR VIKUNNAR 31.03. 2019 TIL 06.04. 2019 90 þúsund krónur munu lægstu mánaðarlaun hækka um á samningstíma nýrra kjarasamninga á almennum vinnu- markaði. 70 ára afmæli Atlants- hafsbandalagsins var fagnað í vikunni. 300 milljónir tæpar er fjárhæðin sem liðsmenn Sigur Rósar eru sakaðir um að hafa komið sér hjá að greiða í skatta. 36 stundir gæti vinnuvikan orðið á þeim vinnustöðum sem nýir kjara- samningar ná til og um slíkt semja. Um er að ræða afar flókinn tækjabúnað og meðferð. NORDICPHOTOS/GETTY 6 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 6 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :1 6 F B 1 0 4 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 C 1 -F A 4 C 2 2 C 1 -F 9 1 0 2 2 C 1 -F 7 D 4 2 2 C 1 -F 6 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 0 4 s _ 5 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.