Fréttablaðið - 06.04.2019, Page 16

Fréttablaðið - 06.04.2019, Page 16
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Ferlið á að vera eins formlegt og gagnsætt og frekast er unnt líkt og skiptastjór- inn hefur sjálfur ítrekað bent á í öðrum málum sem dómstólum tengjast, til dæmis við skipan dómara við Landsrétt. Aðalfundur Harpa tónlistar– og ráðstefnuhús ohf. heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 9. apríl kl. 16:00 á Háalofti í Hörpu. Dagskrá Almenn aðalfundarstörf Eins dauði er annars brauð. Hæstaréttarlögmenn-irnir Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einars-son hafa verið skipaðir skiptastjórar yfir þrotabúi WOW air. Ólga ríkir innan lögmannastéttarinnar vegna máls- ins. Í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 gagnrýndu lögmennirnir Kristrún Elsa Harðardóttir og Saga Ýrr Jónsdóttir harðlega hversu ógegnsætt ferlið er við skipun skiptastjóra. „Það er enginn hissa á því að tveir miðaldra karlmenn séu skipaðir yfir þessu stóra búi,“ sagði Kristrún Elsa. „Það er bara það sem gengur og gerist á hverjum einasta degi í okkar bransa. Því miður. Okkur konunum virðist ekki vera treyst fyrir þessum stóru búum.“ Símon Sigvaldason, dómstjóri Héraðsdóms Reykja- víkur, sem skipaði skiptastjórana gaf lítið fyrir gagn- rýnina. Sagði hann að þegar um væri að ræða stór þrotabú væru valdir í verkið þeir sem áður hefðu leyst úr stórum búum og hefðu sýnt að þeir gætu tekist á við svo viðamikið og flókið verkefni. Bak við skerminn Í kvöld leikur Fílharmóníuhljómsveit New York- borgar úrval klassískra verka eftir Beethoven, Wagner, Bernstein og fleiri í Lincoln Center á Manhattan-eyju. Hljómsveitin var stofnuð árið 1842 og er ein sú elsta í Bandaríkjunum. Lengst af sögu fílharmóníuhljómsveitarinnar spil- uðu engar konur með hljómsveitinni. Að frátöldum örfáum undantekningum sem telja má á fingrum annarrar handar var fjöldi kvenkyns hljóðfæra- leikara að jafnaði núll. En á níunda áratug tuttugustu aldar breyttist eitthvað. Öllum að óvörum fór talan að hækka. Snarhækka. Hvað var eiginlega um að vera? Starfsmannavelta í sinfóníuhljómsveitum er lítil. Fjöldi hljóðfæraleikara er iðulega sá sami (um hundrað) og þegar hljóðfæraleikarar eru ráðnir er það til langs tíma (hér áður fyrr hlutu þeir gjarnan æviráðn- ingu). Þar að auki er sjaldgæft að hljóðfæraleikarar séu reknir. Það sætti því tíðindum þegar hlutfall kvenna í Fílharmóníuhljómsveit New York fór úr núll í tíu pró- sent á áratug. Ástæðan kom fólki í opna skjöldu. Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar tóku sinfóníuhljómsveitir í Bandaríkjunum að notast við „blind áheyrnar- próf“ þegar ráða þurfti nýja hljóðfæraleikara. Blind áheyrnarpróf eru hæfnispróf þar sem skermur skilur að hljóðfæraleikarann og dómnefndina sem hlýðir á leik hans – dálítið eins og fyrirkomulagið í sjónvarps- þáttunum The Voice. Skermurinn hafði ekki fyrr verið reistur en Fíl- harmóníuhljómsveit New York-borgar tók að fyllast af konum. Þegar dómnefndin vissi ekki hvort það var karl eða kona sem leyndist bak við skerminn réðu verð- leikar einir hver fékk starfið. Skermurinn kom óvart upp um ómeðvitaða fordóma dómnefndanna sem völdu í hljómsveitina. Í ljós kom að karlar og konur bjuggu yfir nákvæm- lega jafnmiklum tónlistarhæfileikum. Aðeins nokkr- um árum eftir að blindu áheyrnarprufurnar voru teknar í gagnið var helmingur nýráðninga við hljóm- sveitina konur. Í dag eru rúmlega fjörutíu og fimm pró- sent hljóðfæraleikara hljómsveitarinnar konur. Aldagömul harmaljóð Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur horfir á WOW air og sér stórt þrotabú, stórt vandamál og stórt verk að vinna. Hann sér tvo stóra stráka og honum sýnist þeir einmitt vera í réttri stærð fyrir stórt verkefnið. „Stórir strákar fá raflost,“ söng Bubbi með hljóm- sveitinni Egó. „Stórir strákar fá skiptabú,“ syngur dóm- stjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. Hvorugt verkanna er á dagskrá Fílharmóníuhljómsveitar New York-borgar í kvöld. Dómstjórinn telur sig vafalaust meta út frá verð- leikum og velja af heilindum þá mætu menn sem hann skipar sem skiptastjóra. Hefði skermur Fílharmóníu- hljómsveitar New York-borgar hins vegar skilið að stóru strákana og dómstjórann er ekki ólíklegt að líflegri verk en aldagömul harmaljóð væru á dagskrá kvennasveitar lögmanna í dag. Stórir strákar fá stór skiptabú Þegar WOW air var tekið til gjaldþrotaskipta voru félaginu skipaðir skiptastjórar eins og venja er. Vegna umfangs skiptanna voru tveir skipaðir í stað eins.Samkvæmt gjaldþrotalögum er það á for- ræði héraðsdómara að skipa skiptastjóra. Sérstaklega er tekið fram að skiptastjóri sé opinber sýslumaður meðan á skiptum stendur. Með öðrum orðum fer skiptastjóri því með opin- bert vald, en ekki eru þó gerðar aðrar kröfur en að viðkomandi uppfylli almennar hæfiskröfur. Að öðru leyti er ferlið við skipan dómara fullkomlega ógagn- sætt og eiginlega óskiljanlegt fyrir þá sem standa utan við kerfið. Nú er ekki ofsagt að annar þeirra manna sem skipaðir voru yfir bú WOW air er umdeildur. Hann stýrir nú þegar skiptum á stóru þrotabúi og er þeim skiptum ólokið. Sú staðreynd ein ætti að vekja upp spurningar um hvort sami maður hafi einfaldlega tíma til að sinna hvoru tveggja. Við það bætist svo að kröfuhafar í það bú hafa fundið að störfum skiptastjórans, og meðal annars þeirri þóknun sem hann hafi tekið sér. Formaður félags kvenna í lögmennsku hefur sagt þóknunina „einsdæmi“. Því þarf varla að velta málinu lengi fyrir sér til að komast að þeirri niðurstöðu að skipan skiptastjóra yfir þrotabú WOW air orki í besta falli tvímælis. Þegar skýringa er leitað hjá þeim héraðsdómara sem hafði umsjón með skipuninni er hins vegar fátt um svör. Um sé að ræða óskráð grundvallarsjónarmið sem lögð eru til grundvallar. Ekki er að sjá af upptalningunni að þau ættu að leiða til þess að skiptastjóranum nýskipaða ætti að vera falið svo veigamikið verkefni. Þannig telur héraðsdómarinn að æskilegt sé að skiptastjóri hafi þannig umgjörð að geta leitað sér aðstoðar ef þörf krefur. Þess vegna sé frekar leitað til stærri lögmanns- stofa. Skiptastjórinn Sveinn Andri er einyrki. Í kjölfar bankahrunsins var tilfinningin sú að þá skiptastjóra sem fengnir voru til verksins skorti nauð- synlega sérþekkingu á verkefninu. Frekar væri um að ræða lögmenn sem voru á réttum stað á réttum tíma og duttu í lukkupottinn. Svo virðist sem sama sé uppi á teningnum við skipti WOW air, að minnsta kosti ef við trúum útskýringum héraðsdómarans. En hvernig má það vera að dómstólar láti nánast kylfu ráða kasti við skipan í svo mikilvæg embætti? Eru slík vinnubrögð ekki til þess fallin að kasta rýrð á dómstólana sjálfa? Auðvitað. Ferlið á að vera eins formlegt og gagn- sætt og frekast er unnt líkt og skiptastjórinn hefur sjálfur ítrekað bent á í öðrum málum sem dómstólum tengjast, til dæmis við skipan dómara við Landsrétt. Og umfram allt, hafið yfir allan vafa. Ræður kylfa kasti? 6 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 0 6 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :1 6 F B 1 0 4 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 C 1 -E 1 9 C 2 2 C 1 -E 0 6 0 2 2 C 1 -D F 2 4 2 2 C 1 -D D E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 0 4 s _ 5 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.