Fréttablaðið - 06.04.2019, Page 20

Fréttablaðið - 06.04.2019, Page 20
 Á hvað ertu að horfa? Var Buffy á öskudaginn Sunna Ben myndlistarmaður og einkaþjálfari „Ég er í fæðingarorlofi og var veik á meðgöngunni og mikið heima þar áður, svo ég er búin að horfa mjög mikið á sjónvarp undanfarið! Þessa dagana erum við skötuhjú að horfa á nýju seríuna af OA, ég er ekki viss hvort hún standist væntingarnar sem fyrri serían skildi eftir sig, en hún er ágæt enn sem komið er. Ég er líka búin að vera að horfa á Sex Education, Good Girls, Silicon Valley og Working Moms sem var allt fyndið og skemmtilegt. Dirty John, Bordertown, Broen og Sharp Objects hafa svo séð um að halda fyrir okkur vöku. Svo er ég búin að vera að horfa á gamla CSI Las Vegas, minn maður Gil Grissom eldist vel!“ „Sem stendur erum við bara með Netflix, en áður en við fluttum í síðasta mánuði vorum við með Sjónvarp Símans Premium sem ég var mjög ánægð með og Stöð 2 maraþon sem var ekkert spes. Við eigum eftir að sækja okkur afruglara í nýju íbúðina, en ég mun berjast fyrir því að fá aftur Sjónvarp Símans Premium.“ Netflix uppi í sófa eða uppi í rúmi Soffía Kristín Jónsdóttir hjá Icelandic Sync, stjórnarkona í FKA „Ég er núna að horfa á nýjustu seríuna af OA á Netflix og horfi aðallega á Net- flix, uppi í sófa eða uppi í rúmi.“ Topplisti Soffíu Kristínar 1. Bates Motel 2. OA 3. Sex Education 4. Luther 5. Santa Clarita Diet Horfir lítið á sjónvarp Halldóra Sif Guðlaugsdóttir hönnuður „Ég horfi frekar lítið á sjónvarp en datt inn á Turn up Charlie nýlega, þeir eru mjög skemmti- legir!“ Topplisti Halldóru 1. Friends 2. Game of Thrones 3. Greys Anatomy 4. Peaky Blinders 5. Meistaradeildin í hestum Besti þáttur allra tíma er The Wire Sunna Kristín Hilmarsdóttir blaðamaður á Vísi „Ég er að horfa á The Disappearance of Madeleine McCann en er nýbúin að horfa á After Life og Dirty John. Allt er þetta á Netflix þar sem ég horfi mest á kvikmyndir og sjónvarpsþætti á þeirri veitu. Af þessu sem ég hef verið að horfa á undanfarið mæli ég alveg sérstaklega með After Life og Dirty John en besti þáttur allra tíma er auðvitað The Wire. Þegar kemur að bíómyndum þá hef ég horft á mikið af spænskum og suður-amerískum í gegnum tíðina og mæli með Amores Perros, perlu sem ég skrifaði BA-ritgerðina mína í spænsku um fyrir tíu árum síðan.“ Topplisti Sunnu 1. The Wire 2. Amores Perros 3. After Life og Dirty John Indverskt krikket kemur á óvart Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamaður „Ég horfi mest á Netflix og VOD-ið þegar ég er ekki að horfa á íþróttir í beinni út- sendingu, sem er svona það sem ég horfi mest á. Ég var að klára F1: Drive to Survive á Netflix sem er besta íþróttaheimildaþáttaröð sem að ég hef séð í langan tíma. Tók einnig svona „inside“ þátt á Netflix um lið í indversku úrvalsdeildinni í krikket sem er sömuleiðis frábær. F1-þátturinn er klárlega eitthvað sem ég mæli með og svo er ég að vinna mig til baka í Shark Tank á Net- flix sem ég er mikill aðdáandi að. Nýju Jamie Oliver-þætt- irnir á Stöð 2 eru bestu mat- reiðsluþættir sem ég hef séð lengi, tek þá mikið á VOD-inu. Myndi mæla með íþrótta- þáttunum tveimur klárlega fyrir íþróttaáhugamenn, Jamie fyrir matgæðinga og svo var nýja serían af Luther að detta inn og hún er geggjuð. Annars þarf maður ekkert mikið meira í sitt líf en Stöð 2 Sport.“ Topplisti Tómasar 1. Jamie Oliver mat- reiðsluþætt- irnir á Stöð 2. 2. F1: Drive to Survive á Netflix og þáttur um ind- verskt krikket. 3. Luther Luther, uppáhalds sjónvarpslöggan Kristján Atli Ragnarsson rithöfundur Ég er að horfa á fimmtu seríuna af Luther á Netflix. Idris Elba í sínu besta hlutverki, uppáhalds sjónvarps- löggan mín. Ég er annars enn að jafna mig eftir þriðju seríu True Detective á Stöð 2 og aðeins að anda rólega áður en Game of Thrones byrjar, en árið snýst auðvitað að mestu leyti um þann viðburð. Annars eru íþróttirnar fyrirferðarmestar á þessum árstíma. Liverpool er að berjast um enska titilinn og ég er auðvitað vakinn og sofinn af stressi yfir því, svo er úrslitakeppnin í körfunni hér heima búin að vera sælkeradagskrá hingað til og handbolta- playoffs fylgja strax í kjölfarið, sem og úrslitakeppni NBA-deildar- innar. Þetta er eiginlega of mikið af því góða. Kvikmyndir horfi ég stöku sinnum á heima en legg mikið upp úr því að fara reglulega í bíó. Ég sá Us um síðustu helgi og fannst hún stórgóð, ekki síðri en fyrri mynd Jordans Peele, Get Out. Ég er að fara á Pet Semetary um næstu helgi, það er á hreinu, og svo telur maður bara niður í Avengers: Endgame. Ég streittist lengi vel á móti þessu ofurhetju kjaft- æði öllu saman en þessar Marvel-myndir eru bara svo ógeðslega vel gerðar að þær náðu mér á endanum. Topplisti Sunnu 1. 30 rock – uppáhaldsþættirnir mínir í heiminum, hef horft á allar sjö seríur alveg kjánalega oft. 2. Buffy the vampire slayer – uppáhald síðan ég var barn. Ég var meira að segja Buffy á öskudaginn einhvern tímann og tálgaði mér fleyg í smíðatíma. 3. True Detective – ég er algjör sökker fyrir rannsóknarlögreglu- þáttum. Fyrsta sería af True Detective er eitthvað það allra besta sjónvarp sem ég veit. Það sem ég hef séð af nýjustu seríunni var líka mjög gott. 4. Bordertown – á Netflix er ný- legt uppáhald, frábærir finnskir spennuþættir. 5. Dark – þýskir sci fi spennu- þættir á Netflix, alveg sjúklega spennandi! Svona þættir sem ég horfði á fyrir tveimur árum og er enn að velta fyrir mér. Vonandi kemur bráðum önnur sería! Topplisti Kristjáns Atla 1. Mr Mercedes – þáttaröðin á Stöð 2. 2. Hvað höfum við gert? – í umsjón Stjörnu- Sævars á RÚV ætti að vera skylduáhorf. 3. The Favorite – kvikmyndin sem ég horfði nýlega á heima hjá mér og fannst stórgóð. 4. Umgjörðin – hjá Stöð 2 Sport fyrir körfu- og handbolta er í heimsklassa. Mæli með! Með tilkomu Netfix og fleiri efnisveitna er offramboð á efni til þess að eyða tímanum yfir. Vel valdir álitsgjafar leiðbeina hér ráðvilltum og benda á besta sjón- varpsefnið til þess að dreifa huganum með í aprílmánuði. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 6 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN 0 6 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :1 6 F B 1 0 4 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 C 2 -0 4 2 C 2 2 C 2 -0 2 F 0 2 2 C 2 -0 1 B 4 2 2 C 2 -0 0 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 0 4 s _ 5 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.