Fréttablaðið - 06.04.2019, Síða 24
Kristín Anna segir að Kjartan hafi
sýnt henni ómælda þolinmæði og
hvatt sig áfram. „Ég treysti honum
og hann hvatti mig til að grafa upp
þessi lög úr minninu mörg ár aftur
í tímann. Ég reyndi að endurskapa
þau í f læði og þetta eru afar per-
sónuleg lög.
Þetta eru allt heilar tökur, píanó-
leikur og söngur á sama tíma. Sum
lögin eru löng, um átta mínútur. Það
er því auðvelt að gera mistök og þá
er upptakan ónýt. En svo kom mikið
af frábæru tónlistarfólki að ferlinu,
Kjartan spilar sjálfur og syngur inn
á upptökurnar og gerði strengjaút-
setningar. Gyða systir mín og María
Huld Markan spiluðu inn á mikið af
efninu og útsettu sjálfar í gegnum
spuna í stúdíóinu. Guðmundur
Steinn og Áki félagar mínir leika
líka lausum hala inn á margar upp-
tökur. Davíð Þór og Skúli Sverris og
Magnús Trygvason Elíassen koma
oft við sögu en í lögum sem þó end-
uðu flest á annarri plötu sem gefin
verður út von bráðar. Í ferlinu fór ég
að gangast við því að vera tónlistar-
maður,“ segir Kristín Anna en það
er ekkert leyndarmál að hún reyndi
með öllum tiltækum ráðum að tefja
og koma í veg fyrir útgáfuna.
Alls konar flóttaleiðir
„Ég hef tekið mér tíma í að efast
um hitt og þetta og fundið mér alls
konar f lóttaleiðir. Fyrir um það bil
ári síðan var platan eiginlega alveg
tilbúin. Þá tilkynnti ég að ég væri
barnshafandi og það þyrfti að fresta
útgáfunni,“ segir hún.
Hver er rótin að þessu? Þykir þér
svona vænt um verkin þín?
„Já, þetta er í undirmeðvitund-
inni en í meðvitundinni er ég bara
að fríka út og vil koma þessu út,“
segir hún og skellir upp úr.
„Sumum finnst þetta auðvelt, að
skapa og gefa út verk sín. En síðan er
fólk stressað þegar það þarf að fara á
svið. Ég á í engum vandræðum með
það og líður vel. En þegar ég á að gefa
eitthvað varanlegt frá mér, þá hefur
mér fundist það erfitt.“
Leið til að lifa af
Lögin á plötunni eru samin á mjög
löngum tíma. Frá því þú ert í múm
og svo í upptökuferlinu sjálfu. Er ein-
hver þráður á milli þeirra?
„Lögin eru mjög persónuleg og
segja sögu af sambandi mínu við
annað fólk. Ég hugsa að þau endur-
spegli að tónlistin er mín leið til að
lifa af. Andlega, frekar en að þau séu
samin til að vera hipp og kúl tón-
listarkona. Sum þeirra eru skrifuð
þegar eina leiðin fyrir mig til að átta
mig á tilfinningum mínum eða veita
þeim útrás var að semja og spila
tónlist. Ég vissi ekki hvað ég átti að
gera við það sem bærðist innra með
mér, eða hvernig ég gæti fengið það
skilið. Í sköpunarferlinu næ ég að
skýra eitthvað fyrir sjálfri mér, það
ósýnilega verður haldbært í tónum
og orðum, í smástund er ég hólpin.
Og sársauki verður að fegurð og
þakklæti eða fagurt augnablik fær
að lifa að eilífu fyrir mér í lagi,“ segir
Kristín Anna.
Þarna koma þeir
Kristín Anna segist hafa haft
þessa tengingu við tónlist frá
barnæsku. „Ég er alin upp í skógi í
Árbænum, í Elliðaárdal. Ég gekk í
Árbæjarskóla og æfði á píanó. Það
var ekki mikil sköpun í skólanum
og ég man að maður þótti skrýtinn
fyrir það eitt að æfa á hljóðfæri,“
segir Kristín Anna sem segist hafa
beðið þess með óþreyju að kom-
ast í framhaldsskóla. „Ég vann á
Staldrinu og afgreiddi hamborgara
í gegnum lúgu og fór í píanótíma.
Um leið og við Gyða byrjuðum í MH
komu Örvar Smárason og Gunn-
ar Tynes inn í íþróttasalinn. Þeir
voru þangað komnir til að semja
tónlist fyrir leikrit. Ég hafði séð þá
spila með Andhéra og ég vissi að ég
myndi kynnast þeim: Þarna koma
þeir, hugsaði ég þá.
Á þessum árum fannst mér ég
stundum hafa séð fram í tímann.
Þarna vorum við Gyða sextán ára
og múm varð til. Við Gyða fórum
aldrei heim af æfingum. Héldum
bara áfram að hanga með þeim og
svo f luttum við bara inn á hvert
annað. Áður en ég vissi var ég aldr-
ei í skólanum og að spila með múm
varð líf mitt í sex ár. Ég gerði ekk-
ert annað og þetta gekk fyrir öllu.
Vinum og fjölskyldu. Ég var alltaf
einhvers staðar í einangrun úti á
landi að semja, í stúdíói eða á túr-
rútu. Lífið var allt í einu skipulagt
langt fram tímann,“ segir Kristín
Anna og segir að eftir mörg ár af
slíku lífi hljóti eitthvað að gefa
eftir. „Þetta eru mótunarárin og öll
þessi ár þurfti ég lítið að pæla í því
hvað ég ætti að gera við líf mitt. Ég
hafði miklu frekar verið upptekin
af því að halda hlutum frá mér til
að eiga mitt persónulega rými. Við
eyddum oft sumrinu við að semja
tónlist á Galtarvita. Þar var hvorki
net né símasamband og maður
þurfti að fara út í vitann á bát. Þetta
var sérstakur tími og ég held að ég
hafi komið út úr honum misþroska
á margan hátt.“
Var á eðlisfræðibraut
Hefðir þú viljað gera eitthvað öðru-
vísi?
„Nei. En áður en ég kynntist
Gunna og Örvari var ég á eðlisfræði-
braut og tók fimm stærðfræðiáfanga
og gat allt eins séð fyrir mér að verða
geimfari. Ég hætti að taka stigspróf
í píanónáminu, ég varð upptekin af
því að takast á við skrýtin og flókin
verk, til dæmis eftir Prokofjev. Ég
vildi bara spila það sem ég hafði
áhuga á, það var eitthvað við það
að heyra einhvern annan æfa sama
verk og ég var að spila sem gerði mig
afhuga því. Ég vildi ekki einu sinni
heyra upptökur af verkum. Það lá
því beinast við að ég færi að semja
sjálf tónlist,“ segir hún og hlær og
segir að múm hafi verið framhald
af þessu öllu saman.
„En að verða allt í einu tónlistar-
maður og túra um heiminn hafði
ég hvorki séð fyrir né verið að óska
mér. Þó hafði ég stundum sagt sem
barn að ég myndi vinna í ferða-
sirkus þegar ég yrði stór. Ljóminn
við það var að vera á ferðalagi,
búa ekki í húsi föstu við jörðina og
annast dýr. Vissulega rættist margt
EFTIR AÐ ÉG FLUTTI LAGIÐ
Í AMSTERDAM FLAUG
ÉG HEIM TIL AÐ EYÐA
FÓSTRINU. ÉG VAR GENGIN
ÁTTA VIKUR. ÉG FLAUG
SVO SAMDÆGURS TIL ÍSA
FJARÐAR
Stillur úr fallegu myndbandi leikstýrðu af Ragnari Kjartanssyni og Allan
Sigurðssyni. Kristín Anna kveikir í leikmynd af varðeldi.
Lau. 6. apríl 14:00 Origo-höllin Valur – Haukar
Lau. 6. apríl 16:00 Framhús Fram – ÍBV
Mán. 8. apríl 18:30 Vestmannaeyjar ÍBV – Fram
Mán. 8. apríl 20:00 Schenker-höllin Haukar – Valur
Fim. 11. apríl 18:30 Framhús Fram – ÍBV
Fim. 11. apríl 20:00 Origo-höllin Valur – Haukar
Lau. 13. apríl 13:30 Vestmannaeyjar ÍBV – Fram
Lau. 13. apríl 16:00 Schenker-höllin Haukar – Valur
Þri. 16. apríl 18:30 Framhús Fram – ÍBV
Þri. 16. apríl 20:15 Origo-höllin Valur – Haukar
ÚRSLITARIMMAN
HEFST Í DAG!
OLÍS-DEILDIN
#Olísdeildin
MÆTUM Á VÖLLINN
OG STYÐJUM OKKAR LIÐ
6 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
6
-0
4
-2
0
1
9
0
8
:1
6
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
C
2
-2
B
A
C
2
2
C
2
-2
A
7
0
2
2
C
2
-2
9
3
4
2
2
C
2
-2
7
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
1
0
4
s
_
5
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K