Fréttablaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 06.04.2019, Blaðsíða 68
senalive.is/divur 14. SEPTEMBER Í ELDBORG HÖRPU MIÐASALA Á HARPA.IS/DIVUR SVALA & JÓHANNA GUÐRÚN DÍSELLA · FR IÐRIK ÓMAR · KATRÍN HALLDÓRA RAGGA GRÖNDAL · S IGGA BEINTEINS Ég hef trú á að þetta breyti pitsuleiknum,“ segir Jón Gunnar Geirdal, einn af eigendum Blackbox, en staðurinn býður nú upp á ketó botna. Það eru innan við 10 grömm af kolvetnum í hverjum botni sem gerir hann að einum heilsusamlegasta pitsu- botni landsins. Það að botninn sé „ketó“ þýðir ekki að hann innihaldi 0 grömm kolvetni heldur að hann passi inn í þennan ramma sem fólk hefur til þess að halda sér í ketónísku ástandi, þ.e. að halda sér undir 20 g af kolvetnum á dag. „Ketó eru trúarbrögð þannig að þetta verður að vera alveg 100% og akkúrat þess vegna liggur öll þessi vinna að baki hjá okkur í að full- komna botninn. Innihaldslýsingin er líka ketó fólki mjög mikilvæg og þeir sem kjósa að fá sér svona botn geta séð alveg nákvæmlega hvað er í honum þegar þeir mæta til okkar.“ Jón Gunnar og Karl Viggó, bak- ari og einn af eigendum Blackbox, eyddu ómældum tíma í að búa til botninn. „Áferðin varð að vera eins og á pitsubotni og tilfinningin þannig að það sé verið að borða pitsu, það var okkur gríðarlega mikilvægt. Það er nefnilega rík Breytir pitsuleiknum Svo virðist sem allir séu á ketó mataræðinu. Það eru margir í það minnsta að prófa sig áfram í því. Ketó er frekar einhæft en nú er hægt að prófa sig áfram með ketó pitsu á Blackbox. Stoltir eigendur. Tveir af eigendum Blackbox, Jón Gunnar og Karl Viggó bak­ ari, eyddu ómældum tíma í að búa til botninn. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI „Áferðin varð að vera eins og á pitsubotni og tilfinningin þannig að það sé verið að borða pitsu, það var okkur gríðarlega mikil vægt,“ seg­ ir Jón Gunnar meðal annars. Fyrir utan pits­ urnar er komin dásamleg salatskál sem hressir, bætir og kætir. Gott taco-salat með kjúklingi er frábær kvöldverður og ef það verður afgangur þá er vel hægt að hafa það í nesti daginn eftir. Ef það er gott veður er auð- vitað best að grilla kjúklinginn á útigrilli. Þá fær hann góða húð og verður safaríkur. Þá er sömu- leiðis alltaf mjög gott að marinera kjúklinginn í nokkra tíma áður en hann er eldaður. Þetta salat er ekki bara bragð- gott heldur einnig fallegt á litinn. Það er hægt að nota eitt og annað í salatið eftir því hvað til er í ísskápnum. Í þessu salati eru meðal annars kirsuberjatómatar, lárpera og maísbaunir en gott er að strá smá tortilla-nasli yfir. Látið kjúklinginn hvíla í stutta stund eftir eldun áður en hann er skorinn í sneiðar svo hann verði safaríkur. Salatið 300 g blandað salat eftir smekk 1 græn paprika 150 g kirsuberjatómatar, skornir til helminga 3­4 vorlaukar, í sneiðum Ein lúka steinlausar ólífur, skornar í tvennt 1 lítil dós maísbaunir 1 lárpera, skorin í bita Tortilla­nasl Kjúklingurinn 2 stórar kjúklingabringur 50 ml ólífuolía 1 msk. ferskt kóríander, smátt skorið 2 hvítlauksrif 1 msk. chilli­duft Safi úr einni límónu Gerið marineringu með því að hræra saman allt það sem upp er talið. Geymið ⅓ af henni en hellið hinu yfir kjúklinginn. Snúið kjúklingabringunum þannig að marineringin þeki hann allan. Setjið plast yfir og geymið í ísskáp þar til eldun hefst. Salatdressingin 4 msk. sýrður rjómi 2 msk. majónes ⅓ af marineringunni ½ límóna Salt Allt hrært saman. Steikið kjúklinginn í ofni við 200°C í 20 mínútur eða grillið á útigrilli í um það bil sex mínútur á hvorri hlið. Setjið salatið á fat ásamt papriku, tómötum, lárperu, vorlauk og ólífum. Takið vökvann frá maísbaununum og setjið saman við. Það má líka nota svartar niðursoðnar baunir, þá þær eru skolaðar og settar saman við salatið. Blandið öllu saman, skerið kjúklinginn í sneiðar og raðið ofan á salatið. Stráið tortilla-nasli yfir. Berið fram með salatdressingunni og límónubitum. Það má gjarnan hafa gott brauð með þessum rétti. Frábært kjúklingasalat Frábært salat sem hægt er að henda í hvenær sem er. Ketó Í mjög einfölduðu máli snýst ketó um að borða þannig að líkaminn skipti úr því að nota kolvetni sem orkugjafa yfir í að nota fitu sem orkugjafa, samkvæmt vef heilsu.is. Allar kornvörur, brauð, kex, pasta, sterkjuríkt grænmeti og flestir ávextir eru t.d. útilokaðir. Flestir eru líklega að nota ketó til að léttast, brenna fitu af líkamanum. Það virkar oft mjög vel og hratt en fólk lendir oft í vandræðum með þetta mataræði til lengri tíma litið. Ástæðurnar geta t.d. verið að fólk fái leiða á mataræðinu sem verður of einhæft. ástæða fyrir öllu á matseðlinum á Blackbox og á bak við hvert atriði eða hráefni liggja miklar pælingar og botnlaust smakk. Tilfinningin á að vera að þú sért að borða pitsu, holla pitsu og það hefur loksins tekist. Nú er hægt að fá sér pitsu með kolvetnasnauðu samviskubiti,“ segir Jón. Krúnudjásnið er alltaf ofninn sem bakar pitsurnar á aðeins tveimur mínútum. Ofninn fer í rúmar 400 gráður og það er erfitt að sjá hann ekki þegar maður gengur inn á Blackbox staðinn. „Hann er rokkstjarnan á þessum stað og líka uppi í Mosfellsbæ, þar sem við opnum núna í apríl enn stærri stað sem gaman verður að frumsýna.“ 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . A P R Í L 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 0 6 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :1 6 F B 1 0 4 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 C 2 -5 8 1 C 2 2 C 2 -5 6 E 0 2 2 C 2 -5 5 A 4 2 2 C 2 -5 4 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 0 4 s _ 5 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.