Fréttablaðið - 06.04.2019, Page 92

Fréttablaðið - 06.04.2019, Page 92
 Í ÞESSUM MÁLVERK- UM RAÐA ÉG SAMAN EGGJUM, EINS OG ÉG SÉ AÐ SKAPA LANDSLAG OG SET JAFNVEL GOÐSÖGULEGAR VERUR INN Í ÞAU. IÐNAÐARHÚSNÆÐI TIL LEIGU Vagnhöfði 17 s. 776 8484 – siggahrund@gmail.com Eitt bil laust115-120 m² með millilofti, allt nýuppgert s. 618 8418 • vinnupallarehf@gmail.com FRÁB ÆR Þ JÓNU STA - GÓÐ VERÐ SALA OG L EIGA Plettac vinnupallar - Protekt fallvarnarbúnaður Láttu öryggi og lausnir ráða ferðinni Í Galleríi Fold  verður í dag, laugardaginn 6. apríl, opnuð sýning á verkum eftir fær-eyska listamanninn Edward Fuglø og er fyrsta einkasýn-ing hans hér á landi. Sýningin nefnist Eggcentrics en langvíuegg eru áberandi á akrýlmyndum lista- mannsins. „Ég kalla sýninguna Egg- centrics því þar eru egg í forgrunni og í myndunum blandast saman súrrealismi, popplist og teikni- myndir,“ segir listamaðurinn. Hann hefur unnið með langvíu- egg árum saman með hléum. „Ég heillast af langvíueggjum vegna þess að þau eru einstök og sérstakt mynstur er á hverju og einu þeirra, þau eru eins og fingraför,“ segir listamaðurinn. „Það eru þúsundir langvíueggja í Færeyjum. Þegar fuglarnir f ljúga frá hreiðrinu koma þúsundir eggja í ljós á björgunum og þegar fuglinn snýr aftur finnur hann sín egg samstundis aftur. Ástæðan er mjög líklega sterkt lyktarskyn og útlit eggjanna, hvert og eitt hefur sitt sérkenni. Það sem hrífur mig einnig í sam- bandi við egg er að þau geyma líf. Mér finnst ég geta sagt endalausar sögur með því að nota þetta form, því f lest getur komið út úr eggi. Í þessum málverkum raða ég saman eggjum, eins og ég sé að skapa lands- lag og set jafnvel goðsögulegar verur inn í þau.“ Fuglø er vel þekktur í Danmörku og Færeyjum en hann býr í Klaks- vík. Hann útskrifaðist úr Konung- lega danska listaháskólanum og verk eftir hann eru í eigu Listasafns Færeyja, Listasafns Þrándheims og Margrét Danadrottning á þrjú mál- verk eftir hann. Eitt þeirra færðu Færeyingar henni að gjöf í tilefni fjörutíu ára valdatíðar hennar. Hún hreifst svo af því málverki, sem var mynd af henni og fuglum, að hún lét gera póstkort eftir því. Fuglø hefur unnið mikið við leik- hús í Færeyjum við sviðs- og bún- ingahönnun og hefur unnið með íslenskum leikstjórum við upp- setningu á íslenskum og erlendum leikverkum í Færeyjum og á Akur- eyri. Hann hefur myndskreytt fjöl- margar bækur og hlaut árið 2001 Norrænu barnabókaverðlaunin fyrir myndskreytingar sínar. Hann hefur sjálfur skrifað sex barnabæk- ur, fyrir börn á aldrinum 5-10 ára. Ein þeirra, Apollonia, var tilnefnd til barna-og unglingabókaverð- launa Vestnorræna ráðsins. Hann hef u r sk rey tt f jölda bygginga, bæði í Færeyjum og Danmörku, meðal annars Krist- jánskirkjuna í Klaksvík með tíu lágmyndum. Hann vinnur nú að skreytingum úr gleri sem eiga að prýða gamla kirkju. Spurður hvort hann trúi á Guð segir hann: „Ég trúi meira á hann en sjálfan mig.“ Hann bætir við: „Það væri vanvirðing að vinna að kirkjuskreytingum og hafa enga trú. Ég er samt ekki trúboði!“ Finnst ég geta sagt endalausar sögur Færeyski listamaðurinn Edward Fuglø sýnir verk sín í Galleríi Fold. Heillast mjög af langvíueggjum. Margrét Danadrottning hreifst af verki eftir hann og lét gera eftir því póstkort. Í myndunum blandast saman súrrealismi, popplist og teiknimyndir. Edward Fuglø sýnir verk sín í Gallerí Fold. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is 6 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R48 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 6 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :1 6 F B 1 0 4 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 C 1 -F A 4 C 2 2 C 1 -F 9 1 0 2 2 C 1 -F 7 D 4 2 2 C 1 -F 6 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 0 4 s _ 5 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.