Ásrún : fylgiblað Fylkis - 30.11.1921, Blaðsíða 2

Ásrún : fylgiblað Fylkis - 30.11.1921, Blaðsíða 2
2 Japanar hafa slegið hendi sinni á Coreu og mikinn hluta Manchuriu og nýlendur Pjóðverja i Asíu. Telja nú alls 70 miilionir manna, og gerast ágengir í garð vestur þjóðanna. Þófið milli uppreisnar foringja írlands og Georgs Lloyd, ríkis-forseta, heldur áfram. írland herkvíað. Palestina leyst undan yfirráðum Tyrkja, nefnist ríkið íris; er nú undir vernd Bandamanna (Breta). Fjöldi Gyðinga hefur flutt þangað ; þar á með- al Einsteinn, fræðimaðurinn og fyrirlesarinn orðlagði, með of fjár, í þeim erindum að stofna þar nýan háskóla og fl. Loptskipið mikla, sem átti að fljúga frá Englandi til Nýu JÖrvíkur s.l. sumar, sprakk á seiiiustu æfingaferð sinni til borgarinnar Hull og brann til kaldra kola.. Fjöidi merkra farþegja lét þar líf sitt. Tjónið, sem Ame- ríkanar einir liðu, metið á 15 milliónir dollara, Svertingiar i Suðurálfu mótmæla landnámi Evrópumanna þar; »Afríka fyrir Afríkumeniu, segja þeir. Fylgendur Confúsiusar, Brahmatrúar menn, Búddistar og Moslem trúar- menn hryllir við ærslum og dýrsæði vestur þjóðanna. Nýtt trúarbræðra félag, sem kallar sig Alsherjar sendiboða kyrkjuna (The Catholic Apostolic Church), boðar afturhvarf til postula kenninganna og siðvenja fyrstu kristni. Segir daga hinnar ríkjandi kyrkju talda. Fyrir- býður alit áfengi, alla tóbaksnautn, sunnudaga skemtanir, dansa og pen- ingaspil, einnig algeng lyf (drugs). — Atvinnuleysi i N.-Ameriku. Nærri sex milliónir manna atvinnulausir í Bandaríkjum N.-Ameríku, segir blaðið Theocrat, útg. s.I. sept., í Zion Illinois, en 2 milliónir manna á Stóra Bretlandi; eínnig mikið atvinnu- leysi í Canada. Orsökin er féskortur atvinnuveitenda, geypiverð á öllum nauðsynja vörum og há vinnulaun, en ríkin svo skuldum hlaðin, að þau geta lítið að gert. Útgiöld til rikis-stjórnar var í Bandaríkjum N.-Ameríku fjárhagsárið 1020, segir sama blað, um 6117 milliónir dollara eða 61 dollar á hvert nef, er það 6 falt hærri upphæð en útgjöldin námu 1916, rétt áður en Bandaríkin lögðu út í stríðið við Evrópu-Miðveldin; en 12 falt þyngri á hvern borgara en útgjöldin voru árin 1892 til 1901, og fertugfalt hærri en þau voru árin 1801 til 1809, þegar Jefferson var forseti.'Pá vóru út- gjöldin aðeins 1.50 dollar á mann. ^f útgjöldunum, árið 1920, voru 900 milliónir dollara rentur af ríkis-skuldum þeim, sem bæzt höfðu við síðan árið 1916. Séu renturnar reiknaðar 5% til jafnaðar, þá hafa skuldir Banda- ríkjanna aukist um 18 milliarða dollara á þeim 4 árum: þ. e. um 180 dollara eða 720 til 900 kr. á mann. En séu ársvextirnir 4V2°/o til jafnaðar, þá hafa ríkisskuldirnar aukist um 20 milliarda=800 til 1000 kr. á mann. Bandaríkin hafa ekki grætt á leiðangri sínum til Evrópu. — Ríkis-skuld Bandaríkjanna hefur verið sumarið 1916, ekki yfir 3Va milliard dollara,

x

Ásrún : fylgiblað Fylkis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásrún : fylgiblað Fylkis
https://timarit.is/publication/1321

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.