Ásrún : fylgiblað Fylkis - 30.11.1921, Page 3
3
— 35 dollara á mann. Útgjöldin fyrir í höndfarandi fjárhagsár, sem endar
30. júní næsta sumar, eru áætluð 4000 milliarðar dollara: þ. e. 40 dollar-
ar á hvert nef.
Útgjöldin til rikis-stjórnar á Bretlandi og írlándi, námu árið 1920, segir
áður nefnt blað, eftir The Chicago Evening Post, 1336 miliiónum punda
sterling: þ. e. um 30 pd. sterl., eða 540 kr. á hvern þegn hins »Samein-
aða ríkis«. (1 pd. sterl. virt á 18 kr.). Er það sjöfalt hœrra en útgjöldin
voru 1914. Þá námu þau að eins 198.243.000 pundum sterling, eða hér
um bil 4'/2 pund sterl. á mann. Stóra Bretland og írland töldu þá um 44
milliónir íbúa. Eftir útgjöldunum að dæma, hafa ríkis skuidir Bretlands
sjöfaldast á síðustu sjö árum.
Rikis-skuldir Frakklands, segja íslenzk fréttablöð, vera orðnar s.I. sumar
225 milliarða franka; er það sjöfalt hærra en þær voru árið 1913 (sbr.
blaðið La Bourse, útg. í París), en álíka upphæð eins og Frakkland með
öllum sínum nýlendum í Asíu, Afríku og Ameríku var virt veturinn 1913
—1914 (sbr. blaðið Le Matin, París). Frakkar hafa ekki losnað við skuldir
sýnar við það, að undiroka Þjóðverja.
Skuldabyrði Evrópu striðsþjóbanna fyrir heimsófriðinn.
Frakklands 33 milliarða franka = 24 milliarðar kr. = 600 kr. á mann
Stóra Bretl. 1 — pd. sterl. = 18 - — = 400 —
Þýzkalands 20 - ríkismörk = 18 — — = 300
Austurríkis 20 - heller = 15 - - = 375
Ítalíu 20 - lírar = 15 - — = 400
Rússlands 8 — rúblar = 23 - - = 200 —
Belgíu 6 - - frankar = 4,5 - - = 640
Séu ársvextir af þessum upphæðum taldar 4% til jafnaðar (þeir voru
3,5 til 5%), þá nema þeir á Frakklandi 24 kr. á mann, á Stóra Bretlandi
16 kr., á Þýzkalandi 12 kr., i Austurríki 15 kr.. á Ítaiíu 16 kr., á Rúss-
landi 8 kr., í Belgíu 25 kr. á mann,
Áætluð útgjöld þessara þjóða voru fjárhagsárið 1914, sem hér segir:
Frakklands 5000 millionir fr. = 3750 millionir kr. = 94 kr. á mann
Stóra Bretlands 5000 — — = 3750 — - =81
Þýzkalands 7000 _ — = 5025 _ _ =71
Austurríkis 4500 — - = 3375 — — = 84
Ítalíu 4800 — — = 3333 • — _ = 90
Rússlands 7000 — — = 5025 — _ =42
Séu Vextir af ríkis-skuldunum frádregnar, þá verða útgjöldin það fjár-
hagsár: á Frakklandi 70 kr. á mann, á Stóra Bretlandi 65 kr. á mann,
á Þýzkalandi 59 kr. á mann, í Austurríki 69 kr. á mann, á Ítalíu 74 kr. á
1*