Ásrún : fylgiblað Fylkis - 30.11.1921, Blaðsíða 9

Ásrún : fylgiblað Fylkis - 30.11.1921, Blaðsíða 9
9 námum mun mega fá að minsta kosti 30 þúsund tunnur af kalki eða 50 þúsund tunnur sements, sem er rúmlega millión kr. til IV2 millión kr. virði, með þvf verði, sem sement seld- ist í sumar. Kalk, unnið úr Esjunni, hefur gefizt vel, og kalk- steinninn, sem finst við Djúpafjörð og sem eg skoðaði í fyrra sumar, gefur Esju kalksteininum ekkert eftir að gæðum og er nær sjó. En jafnframt þessu og framvegis cetti að vinna kalk úr skeljasandi, t. d. á Vestfjörðum og úr skeljum, þar sem mikið berst af skeljum á land, eins og sumstaðar á Vestfjörð- um, á Langanesi og á Suðurnesjum, einnig úr þeim, er veið- ast hér og þar kringum landið árlega, eins Og hér út með Eyafirði. Vísindarit sýna, að fyrir meir en 100 |rum síðan var kalk unnið úr skeljum, t.d. í Bremen á Saxlandi, við Weserfljóts mynni, einnig á Hollandi; og trúverður maður hefir nýlega sagt mér að kalkið, sem notað var við byggingu Hólakyrkju, hafi verið skeljakalk og brent hér á íslandi. Reynist skeljakalk vel nýtilegt til múriíms ög sé jafn auð- velt að plægja skeljarnar eins og verkvanir menn hafa fullyrt í mín eyru, t. d. að í einum drætti á feræringi fáist stundum á Árskógsströndinni, hér út með firðinum, 5000 kúfskeljar (einn sjómaður þar ytra sagði mér það s.l. haust), þ. e. nærri Vs smálestar af hreinum þurrum skeljum, svo ætti að vera reyn- andi fyrir suma sjávarbændur, þar sem jafnmikið berst á land á haustum og vorum að brenna kalk úr skeljum, annað hvort í kringlóttum gryfjum 3—4 feta djúpum, líkt og kalksteinn var brendur fyr á tímum og er énn sumstaðar brendur vestan hafs, — var það fyrir 30 árum — eða þá í kringlóttum ofnum 10 fet á hæð, 16 fet á vídd, líkt og tiðkaðist á Hollandi seint á 18. öld. Peir ofnar mulrtu einfaldari en svonefndir »hringofnar«, sem nú tíðkast I Noregi. Til eldiviðar má nota góðan mó, trjávið eða kol. Qóður mór gefur jafn mikinn hita eins og meðal trjáviður, og bezti mór meiri, nl. 4000 hitaeiningar úr hverju kg.—trjáviður aðeins 3000 hitaeiningar—og gefur lélegum kol- um lítið eftir. Kosti veiðin ekki yfir 8—10 kr, tunnan og elds-

x

Ásrún : fylgiblað Fylkis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásrún : fylgiblað Fylkis
https://timarit.is/publication/1321

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.