Ásrún : fylgiblað Fylkis - 30.11.1921, Page 15

Ásrún : fylgiblað Fylkis - 30.11.1921, Page 15
15 staðið jafnvel 150 ár eins og mörg dæmi eru til að torfbæir hafa staðið hér á Iandi; t. d. veggir bæarins Víðivellir í Skaga- firði, þeir hafa staðið síðan í tíð Skúla fógeta, var mér sagt, þegar eg kom þar fyrir 4 árum síðan. Torfbæir, ef vel bygð- ir, með grasi-vöxnu þaki, en þiljaðir innan og bygðir í göml- um stíl eiga vel við þessa lands veðráttu og landslag og eru í mínum augnm, miklu ýallegri en steinhúsin, auk þess ódýr- ari, og um leið hin hlýustu hús sem hægt er að fá, þar til rafhitun verður almenn og óskir mínar og vonir, forsmáðar um síðustu 30 ár, fara að rætast. En þá byggja menn úr al- íslenzkum steini. Eftirfylgjandi bréf hr. Oísia Guðmundssonar, líf-fræðings og umsjónarmanns við efnarannsóknarstofu íslands í Reykjavík, sýnir álit hans á starfi mínu þá. Einnig má af því ráða, að það er ekki ónýtum sýnishornum eða illum -umbúningi að kenna, að alt of ýáar steina- og leirtegundir, sem eg hef sent rannsóknarstofunni, hafa verið efnafræðislega prófaðar. — Rannsóknarstofan hafði ekki öll prófefni né öll nauðsynleg- ustu áhöld til þess, þegar eg kom þar síðast, nl. sumarið 1919. EFTIRRI T. Rannsóknarstofa íslands. Reykjavik, 1. Ágúst 19191 Hr. Fr. B. Arngrímsson, hefur sent efnarannsóknarstofunni nær 70 sýnishorn af ýmsum leir og steintegundum. Því mið- ur hefur rannsóknarstofan ekki tæki til þess að rannsaka veru- legt notagildi leir- og steintegunda, til byggingar. Nokkuð mörg af umgetnum sýnishornum hafa þegar verið athuguð; sumar leirtegundirnar hafa reynst hæfar til tígulsteinsgerðar, einkum eitt sýnishorn úr landssjóðsnámunni á Tjörnesi. Kalk hefur fundist í talsvert mörgum steinum, en ekki svo mikið, að það geti borgað sig að vinna það, að einu sýnishorni und- anteknu, sem var frá Hrauni í öxnadal, í því var um 90% af hreinu kalki. Áburðerefni hafa. fundist í nokkrum Ieirtegundum, en samhliða hafa jafnan verið skaðleg járnsambönd (Ferro-

x

Ásrún : fylgiblað Fylkis

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ásrún : fylgiblað Fylkis
https://timarit.is/publication/1321

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.