Ásrún : fylgiblað Fylkis - 30.11.1921, Side 29
29
yfir 450 million kr. Er ástæða til að óttast, að á síðustu 5 árum, hafi orð-
ið meiri verzluuarhalli, en verzlunarhagurinn var á undanförnum 22 árum.
Annars er vonandi að hagstofan og verzlunarfróðir menn skýri það nánar,
og það sem fyrst.
Af Vsk. töblum (sbr. hér að framan) má sjá, að verðh. aðfl. vara, hefur
á síðustu 27 árum, verið í þeim hlutföllum, sem hér segir: Matvæli, 18—
22% af verðhæð allra aðfl. vara, meðaltal h. u. b. 20%; svo að ails nem-
ur verðhæð aðfl. matvara á síðustu 27 árum, um 90 millionum króna.
Vefnaðarvörur og fatnaður, nema um 13% allra aðfl. vara. Hefur því
vefnaður og fatnaður numið um 58% miliion kr.
Byggingarefni, trjáviður og sement, nema 6%% allra alfi. vara, þ. e. alls
um 30.4 million kr.
Ljósmeti og eldsneyíi, mestait kol og steinolía, nema 14—20% allra að-
fluttra vara, meðaltal 17%; alls 76% million kr. á ’síðustn 27 árum.
Veiðarfæri og annað til sjávarútvegs, nema frá 10—29% allra aðfl. vara;
meðaltal 19'/2%; ails 85% million kr. síðustu 27 árum.
Til Iandbúnaðarins eins, ni. jarðyrkjuáhöld, útsæði o. fi., aðeips 1%
allra aðfl. vara, þ. e. alls 4*/2 million kr.; en til skepnufóðurs, nl. korn-
metio. fl., um 1 %% alira aðfl. vara. Alls nema aðfl. vörur til landbúnaðar
um 10.1 million kr. á síðustu 27 árum, þ. e, Vs þess sem farið hefur til
sjávarútvegsins.
Tíl iðnaðar, meðala og »ýmislegs«, hafa aðfl. vörur numið 4% af verð-
hæð allra aðfi. vara; þ. e. um 18 million kr.
Til heimilismuna og húsbúnaðar hafa farið um 2%% af verði allra aðfl.
vara; þ. e. alls IIV2 million kr.
Til andlegra þarfa, nl. bóka og pappírs og hljóðfæra, hafa farið um 1%
af verðhæð allra aðfl. vara, alls um 4V2 million kr. á síðustu 27 árum.
Munaðarvörur nema h. u. b. 14% af verðhæð allra aðfiuttra vara; þ. e.
um 60 million kr. á síðustu 27 árum. Er það 14 falt meir en farið hefur
til andlegra þarfa'.
Til frekari skýringar á síðasta atriðinu set eg eftirfylgjandi töblur. Af
þeim geta menn séð hve mikið af hverri tegund, íbúar þessa lands,
um 90 þúsund talsins, hafa flutt inn í Iandið af eftirfylgjandi munaðar-
vörum, aliskonar áfengi, tóbaki, kaffi, sykri, súkkulade og öðru sælgæti.
Einnig geta menn af þeim reiknað, hve hárri verðhæð þær hafa numið
með útsöluverði. Verðhæð aðfl. munaðarvara, er sem sagt um 60 million kr.
á nefndu tímabili, en með útsöiuverði efalaust yfir 100 milliónir kr. Er
þó ekki hérmeð talið það fé sem landsmenn hafa keytt fyrir áfengi,
keypt á laun eða á bak við bannlögin. Ei heldur eru hér taldar ýmsar
aðrar aðfl. vörur jafn óþarfar, svo sem smjörlíki og ýmiskonar glysvarn-
ingur, sem hefur einníg tekíð feikna fé út úr landinu. Aðfl. smjörlíki var
keypt, árið 1911, fyrir 234 þús. kr. og á hverju ári síðan fyrir síhækkandi