Fréttablaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið LÖGREGLUMÁL Skráð mál um ofbeldi gagnvart lögreglumönnum hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa verið 25 prósentum fleiri það sem af er ári, miðað við sama tímabil síðustu þriggja ára. Ellefu slík mál voru skráð hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu í mars og hafa ekki verið fleiri síðan í nóvember 2016. Þetta kemur fram í afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgar- svæðinu fyrir febrúarmánuð. Öðrum ofbeldisbrotum fækkaði hins vegar í febrúar miðað við síð- ustu mánuði á undan og hafa skráð ofbeldisbrot ekki verið færri síðan í febrúar 2017. Fíkniefnabrotum, fíkniefnaakstri og ölvunarakstursbrotum fjölgaði líka mikið í síðasta mánuði. Mars- mánuður var metmánuður í skráð- um fíkniefnaakstursmálum þegar skráð voru 186 slík mál. Fleiri mál hafa ekki verið skráð í einum mán- uði frá því lögum og verklagi lög- reglu vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna var breytt árið 2006, en í þarsíðasta mánuði voru málin litlu færri eða 184. Í saman- tekt lögreglu um tölfræðina kemur einnig fram að skráð mál ölvunar- og fíkniefnaaksturs á fyrstu þremur mánuðum ársins eru tæplega fimm- tíu prósent fleiri en á sama tímabili síðustu þrjú ár. Tilkynningum um þjófnaði fjölg- aði einnig milli mánaða og hlutfalls- lega er fjölgunin mest vegna farsíma og reiðhjóla. Tilkynningum um inn- brot fækkaði hins vegar í saman- burði við tölur síðustu sex og tólf mánaða. – aá Málum um ofbeldi gegn lögreglu fjölgar milli mánaða UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 jeep.is NÝR JEEP CHEROKEE PÁSKATILBOÐ ® JEEP® CHEROKEE LONGITUDE LUXURY VERÐ FRÁ: 7.990.000 KR. JEEP® CHEROKEE LIMITED VERÐ FRÁ: 9.580.000 KR. Aukahlutir að verðmæti 730.000 kr. fylgja öllum nýjum Jeep® Cherokee út apríl. 30” breyting sem innifelur 3,5cm upphækkun, 30” Cooper heilsársdekk og aurhlífar. Losanlegt dráttarbeisli, gúmmímottur framan og aftan og málmlitur. ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF Fíkniefnabrotum fjölgaði mikið í marsmánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ ✿ Hlutfall erlendra ríkisborgara af heildarfjölda atvinnulausra á Ísland 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 1. 1. 18 1. 2. 18 1. 3. 18 1. 4. 18 1. 5. 18 1. 6. 18 1. 7. 18 1. 8. 18 1. 9. 18 1. 10 .1 8 1. 11 .1 8 1. 12 .1 8 1. 1. 19 1. 2. 19 1. 3. 19 n Íslendingar n Útlendingar Heimild: Vinnumálastofnun VIÐSKIPTI Þær hækkanir á lægstu launum, sem kveðið er á um í nýjum kjarasamningum, eru til þess fallnar að verðleggja hluta af erlenda vinnuaflinu hér á landi út af vinnumarkaðinum. Þannig munum við ekki sjá sömu krafta og áður ýta hagkerfinu áfram að sögn Ásgeirs Jónssonar, forseta hagfræðideildar Háskóla Íslands. „Áður fyrr var mikið um yfirborg- anir og það var eiginlega enginn á taxtakaupi. Þess vegna lögðu verka- lýðsfélögin ekki svo mikla áherslu á lægstu taxta. Þau horfðu fremur til þess að tryggja atvinnu og halda atvinnuleysi lágu,“ segir Ásgeir í samtali við Fréttablaðið. Hann bendir á að síðustu ár hafi mikið af erlendu vinnuafli verið flutt inn og unnið á taxtakaupi. „Núna með því að hækka lægstu taxtana má segja að þessi leið sem mörg fyrirtæki hafa farið, það er að segja, að f lytja inn erlent vinnuafl í miklu magni og láta það vinna á lágmarkstöxtum, sé ekki jafn greið. Líklega munu mörg fyrirtæki reyna að auka sjálfvirkni eins og við sjáum í Krónunni og Bónus en þetta mun breyta ansi miklu fyrir vöxt ferða- þjónustunnar.“ Ekki jafn fýsilegt og áður að sækja erlent vinnuafl að utan Launahækkanir sam- kvæmt nýjum kjara- samningum eru lík- legar til þess að draga úr eftirspurn eftir erlendu vinnuafli. Hefur þann- ig mikil áhrif á ferða- þjónustuna að sögn hagfræðings. Atvinnuleysi hjá erlendu vinnuafli hefur aukist. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Hlutfall útlendinga af heildar- fjölda atvinnulausra á Íslandi hefur vaxið síðustu misseri. Hlutfallið nam 28 prósentum í ársbyrjun 2018 en jókst jafnt og þétt, og var komið í 36 prósent í febrúar 2019. Í mars lækkaði það niður í 33 prósent og má ætla að gjaldþrot WOW air í lok mars hafi átt þátt í því. Ásgeir nefnir að hvergi á meðal aðildarríkja Efnahags- og framfara- stofnunarinnar (OECD) hafi verið minni launamunur á milli mennt- aðra og ómenntaðra en á Íslandi. „Við höfum séð síðustu árin að það hefur verið mikil eftirspurn eftir ófaglærðu vinnuaf li en ekki í jafn miklum mæli eftir fólki með háskólagráðu. Það má velta því fyrir sér hversu lengi við hefðum getað haldið áfram á þessari braut. Að f ljúga ferðamönnum til landsins í massavís og flytja inn erlent vinnu- af l til að þjónusta þá. Í langtíma- samhengi er nauðsynlegt að leggja áherslu á gæði fremur en fjölda starfa.“ Samkvæmt nýjum kjarasamn- ingum sem undirritaðir voru í byrjun apríl nema launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum 90 þúsund krónum yfir samnings- tímann sem nær frá 2019 til 2022. Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um samninginn á meðal aðildar- fyrirtækja Samtaka atvinnulífsins. thorsteinn@frettabladid.is 36% var hlutdeild útlendinga í atvinnuleysi í febrúar. FERÐALÖG Íslendingar fóru í 668 þúsund ferðir til útlanda í fyrra. Útgjöld þeirra, eða „innf lutn- ingur á erlendri ferðaþjónustu“ á erlendri grundu, námu 199 millj- örðum króna, samkvæmt Sam- tökum ferðaþjónustunnar (SAF). Meðalútgjöld í ferð námu 297 þúsund krónum, og voru aðeins lægri en árið á undan. Eyðsla Íslendinga í útlöndum var töluvert meiri en meðalútgjöld erlendra ferðamanna á Íslandi, en þeir eyddu að jafnaði 144 þúsund krónum á Íslandi. Árið 2009 var sú tala 184 þúsund krónur. Í greiningu SAF segir að hærri útgjöld Íslendinga skýrist að miklu leyti af lengd dvalarinnar. Íslendingar dvelja að meðaltali um 19 nætur í utanlandsferð en meðaldvalarlengd erlendra ferða- manna á Íslandi nam 6,3 dögum í fyrra. Íslendingar keyptu f lugmiða fyrir 9 milljarða króna í fyrra af erlendum f lugfélögum. Fram kemur hjá SAF að Íslendingar velji helst að ferðast með innlendum f lugfélögum en bent er á að það geti verið að breytast. Sennilega er þar vísað í gjaldþrot WOW air. – bg Íslendingar eyddu 200 milljörðum í útlöndum 1 8 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 8 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D 6 -5 0 E 4 2 2 D 6 -4 F A 8 2 2 D 6 -4 E 6 C 2 2 D 6 -4 D 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 1 7 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.