Fréttablaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 10
Skilnaðir eru nokkuð tíðir hér á landi. Það er sárt að slíta samvistum við maka sinn, sér í lagi þegar börn eru í spilinu og við tekur erfitt ferli. Þegar leiðir skilja leggur fólk upp í ólíkt ferðalag og fer það eftir því hver átti frum- kvæði að skilnaðinum og hverjar voru ástæðurnar. Þetta segja Hrefna Hugosdóttir og Ragnhildur Bjarkadóttir, sálfræð- ingar hjá fyrirtækinu Auðnast, sem þjónustar fólk og fyrirtæki um allt er varðar heilsutengda þætti. Aðilinn sem ekki vildi skilja ferðast fyrst með höfnun í fartesk- inu og reynir jafnvel ítrekað að leita skýringa á því hvað fór úrskeiðis. Það getur haft mikil áhrif á sjálfs- myndina. Í kjölfarið kemur oft reiði og loks vonleysi en síðan fer að birta til og allt horfir til betri vegar. Mikilvægt er að leyfa sér að fara í gegnum þann tilfinninga rússíbana sem skilnaður er, að upplifa allar óþægilegu tilfinningarnar. Sú leið er líklegust til þess að ná jafnvægi og sáttum á endanum. Aðilinn sem hafði frumkvæðið að skilnaðinum hefur yfirleitt mikið samviskubit yfir því að hafa brotið upp einingu. Sá fyllist gjarnan sjálfsásökunum og efasemdum um hvort ákvörðunin hafi verið rétt. Þóknun og tilhneiging til að láta undan kröfum fyrrverandi maka, í þeim tilgangi að bæta fyrir sam- viskubitið, er algengt og verður oft til þess að það hallar á þann sem vildi skilja þegar kemur að úrvinnslu og praktískum málum. „Eitt af því sem ratar oft inn á borð Auðnast er skilnaður og afleiðingar í kjölfar skilnaðar. Stað- reyndin er nefnilega sú að þegar fólk skilur hefur það tímabundin áhrif á öll hlutverk lífsins, og þótt maka- Boðorðin fimm Hrefna og Ragnhildur settu saman fimm ráð sem gott er að tileinka sér í erfiðu ferli skilnaðar. 1 Þú þarft að tileinka þér þolinmæði. Erfið verk- efni taka á og ekki er hægt að stytta sér leið í gegnum erfiðar tilfinningar. Góðar líkur eru á því að þú sért að skilja í fyrsta sinn við þennan maka og þá hefur þú engar leiðsagnarreglur um hvað sé best í stöðunni. 2 Umburðarlyndi og skilningur. Fyrrverandi maki þinn er að fara í gegnum aðra lífsreynslu en þú með ólíkum tilfinningum og hugsunum. Hvorugt ykkar hefur réttara fyrir sér – þetta eru ólík sjónarhorn sem taka þarf tillit til. 3 Spurðu þig á hverjum degi: Á hverju þarf ég að halda í dag? Hvaða verkefni bíða mín, get ég framkvæmt þau í dag eða er betra að bíða til morguns? Spurðu líka: Hvað varð til þess að þú komst í gegnum þennan dag? 4 Settu þér markmið um hvernig þú vilt sjá líf þitt eftir ár. Hvar viltu vakna, hvernig viltu hafa daginn þinn, hvernig viltu hugsa til baka og rifja upp þessa tíma. 5 Dreifðu huganum. Farðu í göngutúr, hringdu í vin, horfðu á sjónvarpið, dustaðu rykið af áhugamáli, lestu. Ekki endilega treysta löngunartilfinningunni þinni – stundum þarf mann ekki að langa, það þarf bara að gera. Einmanaleiki Ólíkar væntingar til par- sambands og samskipti á mismunandi bylgjulengd- um þar sem boðskapur kemst ekki til skila. Sinnuleysi Fólk setur parsamband sitt allt of oft í aftasta sæti. Að rækta samband er ekki endilega að eiga stefnu- mótakvöld eða skipuleggja flugeldasýningu. Hlustun, athygli, áhugi og forvitni eru lykilhráefni þegar kemur að því að rækta sam- bandið við makann. Framhjáhald Ein af ástæðum framhjá- halds er að fólk hefur gefist upp á að láta parsamband- ið sitt ganga. Það er jafnvel búið að upplifa einmana- leika allt of lengi, festist í rútínu og viðjum vanans og verður jafnvel feimið við að brjóta upp áralangar leiðin- legar hefðir. Svo kemur allt í einu einhver sem sýnir þér áhuga og athygli og í bland við lífeðlislega hrifningu, er tekin ákvörðun um framhjáhald sem hefur af- leiðingar. Þrjár meginástæður skilnaðar Skilnaður er ólíkt ferðalag einstaklinga hlutverkið sé kvatt þarf áfram að sinna foreldrahlutverki og starfs- hlutverki svo fátt eitt sé nefnt. Auðnast sérhæfir sig í fjölskyldu- og parameðferð sem og öðru sem teng- ist einkalífinu,“ segir Ragnhildur. „Algengustu árekstrarnir í skiln- aði eru samskiptalegs eðlis. Maki fer til að mynda að gefa sér hugs- anir hins aðilans og ætla honum ákveðinn tilgang. Staðreyndin er hins vegar sú að ólíkar tilfinningar eru ríkjandi hjá báðum aðilum sem leiðir til þess að túlkun, afstaða og viðbrögð í samskiptum litast af því. Praktískir þættir valda því miður oft árekstrum því tilfinn- ingaleg viðbrögð eru ekki langt undan. Ástæðan fyrir praktískum árekstrum í samskiptum er einn- ig sú að við skilnað er oft margt ósagt og skortir oft farveg fyrir slík samskipti. Annar aðilinn vill ræða málin og eiga uppgjör á meðan hinn vill horfa til framtíðar.“ Þegar fólk hefur ákveðið að leiðir skilji er mikilvægt að sýna sjálfum sér umburðarlyndi og skilning og sömuleiðis fyrrverandi maka. „Að skilja er stórt verkefni sem tekur mikinn toll af einstaklingn- um, parinu fyrrverandi, börnunum og öðrum nánum ættingjum,“ segir Ragnhildur. „Ef börn eru á heimil- inu skiptir máli að undirbúa vel samtal og framkvæmd í kjölfar þess. Þó ber að hafa í huga að börn eru misjöfn og á ólíkum aldri og því fer úrvinnsla fram með ólíkum hætti.“ Fólk þarf að huga vel að grunn- þörfum sínum. Það er nánast undantekningarlaust að svona ferli komi verulega niður á svefni og matarlyst minnkar oft. Sumir reyna að hafa sem mest fyrir stafni til að dreifa huganum á meðan aðrir upplifa lamandi tilfinningu og aðgerðaleysi. „Hér þarf að hlúa að grunnþörfum á raunhæfan hátt. Sofa þegar tækifæri gefst til og borða það sem mann langar í. Hér skiptir tími miklu máli því hann læknar hjartasár,“ segir Ragnhildur. Gott sé að kortleggja stuðning úr nánasta umhverfi. „Hverjir eru líklegir til að reynast manni vel? Það eru ekki endilega þeir sem eru fyrstir með ráðin heldur frekar þeir sem hlusta án þess að dæma og leyfa Að skilja er stórt verkefni sem tekur mikið á ein- staklinginn, parið fyrrverandi, börnin og aðra nána ættingja. Algengustu árekstrar í skilnaði eru samskiptalegs eðlis en til þess að ferlið gangi sem best er mikilvægt að hlúa að sjálfum sér og átta sig á að ólíkar tilfinningar eru ríkjandi hjá báðum. þeim sem er að skilja að fara í gegn- um öldur og dali. Fólk hefur ríka til- hneigingu til að mynda sér skoðun eða vita hvað er öðrum fyrir bestu. Það er yfirleitt ekki heillavænlegt á þessu stigi máls,“ segir Hrefna. Mikilvægt sé að gera sér grein fyrir að margir praktískir þættir eru fyrirferðarmiklir og geta reynst erf- iðir þegar tilfinningar eru sterkar. „Það sem við getum ráðlagt fólki sem er að skilja er að leita til fagað- ila. Vinir og ættingjar eru vissulega frábært stuðningsnet þegar kemur að umhyggju og praktískum þátt- um en þegar kemur að tilfinninga- legri úrvinnslu er betra að leita til fagaðila.“ Nýverið tóku í gildi ný lög í Dan- mörku þar sem barnið er í forgrunni við skilnað, fagleg ráðgjöf hjá hinu opinbera stendur foreldrunum sem standa frammi fyrir skilnaði til boða. „Við Íslendingar ættum að fjárfesta í þessu.“ Hér þarf að hlúa að grunnþörfum á raunhæfan hátt. Sofa þegar tækifæri gefst til og borða það sem mann langar í. Ragnhildur Bjarkadóttir, sálfræðingurGunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@frettabladid.is ✿ Tíðni skilnaða – úr gögnum Þjóðskrár 5000 4000 3000 2000 1000 0 20 08 20 11 20 14 20 17 20 09 20 12 20 15 20 18 20 10 20 13 20 16 20 19 n Árið 2017 var metár í tíðni bæði í hjónaböndum og skilnuðum. Þá giftust 3.940 manns og 1.370 skildu. Var það aukning um 50 manns frá því árinu 2016. Í fyrra gengu 3.879 ein- staklingar í hjónaband og 1.276 skildu. Algengast er að fólk á aldrinum 40 til 49 ákveði að slíta samvistum. Einnig hefur orðið aukning í aldurshópnum 30 til 39 ára á stuttu tímabili. n Lögskilnaður n Skilnaður að borði og sæng F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 10F I M M T U D A G U R 1 8 . A P R Í L 2 0 1 9 1 8 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D 6 -4 B F 4 2 2 D 6 -4 A B 8 2 2 D 6 -4 9 7 C 2 2 D 6 -4 8 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 1 7 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.