Fréttablaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 22
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Erfingjar dönsku krúnunnar, þau Mary prinsessa og Friðrik prins, voru viðstödd opnun
sýningarinnar í Naturhistorisk
Museum í Kaupmannahöfn þann
13. apríl. Sýningin er byggð á sýn-
ingu í Victoria and Albert Museum
í Lundúnum sem lauk í janúar og er
í fyrsta skipti sýnd utan Bretlands.
Glæsilegur og einstakur fatnaður
frá helstu söfnum heims er sýndur
á sýningunni, meðal annars frá
Victoria and Albert Museum. Þá
eru til sýnis alls kyns dýr úr nátt-
úruvísindasöfnum sem notuð voru
í tískuskraut eða eðalskartgripi.
Á sýningunni sem stendur fram í
september geta gestir virt fyrir sér
meira en 400 ára tískusögu. Það er
því upplagt fyrir Íslendinga sem
verða á ferðinni í Köben í sumar að
líta inn og skoða herlegheitin.
Á sýningunni er lögð áhersla á
notkun náttúrulegra efna í tísku-
iðnaði en einnig afleiðingar fram-
leiðsluferla á umhverfið. Neyslu-
venjur okkar hafa sömuleiðis
Tískan og náttúran þurfa að
vinna saman fyrir umhverfið
Allir þeir sem hafa áhuga á tísku, efnum og sniðum ættu að líta inn í Náttúruminjasafnið í Kaup-
mannahöfn. Þar stendur yfir sýningin Fashioned from Nature sem fjallar um hvernig tísku-
iðnaðurinn hefur nýtt sér náttúruna í meira en 400 ár, bæði til góðs og ills fyrir umhverfið.
Krónprinshjónin við opnun sýningarinnar í Náttúruminjasafninu í Kaupmannahöfn. NORDICPHOTOS/GETTY
Mary krónprinsessa virðir fyrir sér safnið þar sem
getur að líta sögufræga kjóla og annað skraut.
Black Moon eftir Ann Wiberg. MYND/ANDERS DRUD JORDAN,
STATENS NATURHISTORISKE MUSEUM Í KAUPMANNAHÖFN
Fallega skreytt-
ur kjóll frá árinu
1868-69.
MYND/VICTORIA
AND ALBERT MUS
EUM, LONDON
Eyrnalokkar með fuglshöfði frá
um það bil 1875. MYND/VICTORIA
AND ALBERT MUSEUM, LONDON
afleiðingar fyrir fjölbreytni dýra-
og plöntutegunda á jörðinni. Á
sama tíma er fagnað hvernig tísku-
hönnuðir notfæra sér innblástur
fyrir mynstur, form og liti í hönnun
sinni. Sýningin gefur sömuleiðis
tóninn fyrir sjálfbærari framtíð
með nýstárlegum hugmyndum.
Samband tísku og náttúru er
flókið. Gestir eru beðnir um að
skoða vel fataskápinn sinn og hvatt
er til þess að huga að uppruna
fatnaðarins.
Þess má geta að gríðarleg vatns-
notkun við ræktun og framleiðslu á
bómull, losun eiturefna við litun og
sútun vefnaðar og leðurs auk vöru-
flutninga á milli heimsálfa stuðla
að því að gera tísku- og textíliðnað
að þeirra atvinnugrein sem er hvað
mest mengandi í heiminum.
Til dæmis eru notaðir 2.720 lítrar
af vatni við gerð eins bols (T-shirt).
Fataiðnaðurinn hefur tvöfaldast að
vexti frá árinu 2000. Danir kaupa
að meðaltali um 16 kg af nýjum
fötum árlega á meðan einungis 30%
í fataskápnum eru í notkun. Um
95% af þeim fatnaði sem er hent
væri hægt að endurnýta. Sjálfbær
efni geta orðið til úr plastflöskum
eða trefjum úr appelsínum og vín-
berjum.
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R
Holtasmára 1
201 Kópavogur
(Hjartaverndarhúsið)
Sími 571 5464
SMART FÖT, FYRIR SMART KONUR
GLEÐILEGA PÁSKA
NETVERSLUN WWW.BELLADONNA.IS
Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618
info@arcticstar.is - www.arcticstar.is
SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA
Arctic star sæbjúgnahylki
innihalda yfir fimmtíu tegundir af
næringarefnum, og eru þekkt fyrir:
• Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald
• Að minnka verki í liðum og liðamótum
• Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni
liðskemmda
• Að bæta ónæmiskerfið
• Að auka blóðflæði
• Að koma í veg fyrir æðakölkun
• Að auka orku líkamans, stuðla að
myndun húðpróteins og insúlins
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er
Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar
fást á www.arcticstar.is
Arctic Star sæbjúgnahylki
Varan fæst í flestum apótekum,
heilsubúðum og hagkaupum.
1
8
-0
4
-2
0
1
9
0
7
:2
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
D
6
-5
A
C
4
2
2
D
6
-5
9
8
8
2
2
D
6
-5
8
4
C
2
2
D
6
-5
7
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
0
s
_
1
7
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K