Fréttablaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 14
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Kirkjur gegna
stóru og
veigamiklu
hlutverki og
minna
mannkynið á
stórkostlegan
og eilífan
boðskap.
Möguleikar á
starfsnámi
eru nær
óþrjótandi
enda eru um
100 starfs-
námsbrautir í
boði í fram-
haldsskólum
landsins.
Gæði og glæsileiki
endalaust úrval af hágæða flísumFlísabúðin
Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is
Gæði og glæs
ileiki endalaust
úrval af hágæ
ða flísum
Finndu okkur
á facebook
Mikil tækifæri bíða þeirra stelpna og stráka sem ljúka starfs- og tækninámi. Atvinnu-lífið bíður starfskrafta þeirra en þorri
þeirra félagsmanna Samtaka iðnaðarins sem vilja
bæta við sig starfsfólki leitar að starfsmenntuðu
fólki. Námið opnar dyr út í heim en starfsnám er
viðurkennt innan Evrópu og veitir því útskrifuðum
alþjóðlegt gjaldgengi. Þá er einfalt að fara í frekara
nám fyrir þau sem það kjósa og er háskólamenntað
fólk með starfsnám að baki mjög eftirsótt á vinnu-
markaði.
Töfrarnir verða til þar sem handverk og hugvit
mætast. Hjá helstu hátæknifyrirtækjum landsins
starfar starfs- og tæknimenntað fólk – konur og
karlar – og býr til búnað sem seldur er víða um
heim. Maðurinn hefur í þúsundir ára unnið með
málm og tré, gerir enn og mun áfram gera en störfin
hafa sannarlega breyst í áranna rás. Málm- og vél-
tæknigreinar fela í sér vinnu með tölvustýrð verk-
efni og í hönnunargreinum er sköpunin í fyrirrúmi
svo dæmi séu tekin. Möguleikar á starfsnámi eru
nær óþrjótandi enda eru um 100 starfsnámsbrautir
í boði í framhaldsskólum landsins. Öll ættu því að
geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Hlutfallslega hafa mun færri lokið starfsnámi
hér á landi en gengur og gerist í nágrannaríkjum.
Gjarnan er haft á orði að ef la þurfi starfsnám. Stað-
reyndin er hins vegar sú að starfsnám er heilt yfir
gott en okkar eigin viðhorf hafa gert það að verkum
að f leirum hefur verið stýrt í bóknám heldur en í
starfsnám. Þetta er nú sem betur fer að breytast.
Stefna stjórnvalda birtist með skýrum hætti í
fjármálaáætlun sem nú er til umfjöllunar á Alþingi.
Efst á blaði varðandi framhaldsskólastigið er að
fjölga þeim sem ljúka starfs- og tækninámi. Þetta
eru mikil tíðindi því bóknámi hefur hingað til verið
gert hærra undir höfði en starfsnámi, einhverra
hluta vegna. Einhver bestu meðmæli með þessari
stefnumörkun stjórnvalda eru mótmæli einstaka
skólamanna í bóknámsskólum. Vor starfsnámsins
er runnið upp.
Starfsnám opnar dyr
Sigurður
Hannesson
framkvæmda-
stjóri Samtaka
iðnaðarins
Meðan Notre Dame dómkirkjan í París brann safnaðist fólk saman í grenndinni og sameinaðist í söng fyrir kirkjuna sína. Víða um borgina mátti sjá fólk á hnjánum biðjandi bænir. Allir báru þá heitu
ósk í hjarta að það tækist að bjarga þessari sögu-
frægu byggingu frá því að verða rústir einar. Það
tókst og nú hefst uppbyggingarstarf sem verður afar
kostnaðarsamt. Enginn setur það samt sérstaklega
fyrir sig. Það koma þeir tímar þegar ekkert annað er
í boði en að byggja upp þar sem eyðilegging hefur
orðið. Sá tími er nú í París. Frakkar eru sameinaðir í
þeirri uppbyggingu og hafa heimsbyggðina með sér
í liði og einhverja auðkýfinga. Það verður reyndar
að viðurkennast að stundum er ansi erfitt að átta sig
á því hvaða gagn auðkýfingar gera í þessum heimi.
En ef þeir eru tilbúnir til að leggja einhvern hluta af
auðæfum sínum til uppbyggingar á ómetanlegum
menningarverðmætum, eins og Notre Dame, þá má
vel kinka kolli til þeirra í viðurkenningarskyni. Auð-
kýfingarnir eru allavega loksins komnir á rétta braut,
þótt þeir haldist þar sennilega ekki mjög lengi.
Þeir einstaklingar sem andvarpað hafa vegna
umhyggju heimsbyggðarinnar fyrir örlögum Notre
Dame og sagt að hún sé bara bygging virðast hvorki
búa yfir miklu fegurðarskyni né tilfinningu fyrir
menningarverðmætum. Þeim virðist hafa fundist það
fremur kjánalegt að fólk skyldi bresta í grát vegna þess
að aldagömul bygging var hugsanlega að verða eyði-
leggingu að bráð. Það er hægt að láta sér þykja vænt
um margt í þessum heimi, þar á meðal byggingu eins
og Notre Dame sem í augum margra er fallegasta tákn
Frakklands. Hún er kirkja og hefur verið musteri trúar
um aldir og það er nær ómögulegt að líta hana augum
án þess að fyllast lotningu. Hinn sjálfhverfi nútíma-
maður hefur líka afskaplega gott af því að hrífast af
einhverju öðru en sjálfum sér.
Það er sagt að Notre Dame sé miklu meira en bara
bygging og meira en bara kirkja og það er vissulega
rétt. En hún er samt kirkja, reist til að minna á dýrð
almættisins og geymir mikla dýrgripi. Víða um heim
standa voldugar gamlar kirkjur sem reistar voru guði
til dýrðar á tímum þar sem ekkert var til sparað þegar
kom að skreytingum. Ferðamenn af öllum þjóð-
ernum hafa fyrir sið að fara þar inn og líta dýrðina
augum. Þeir geta vart komist hjá því í leiðinni að fyll-
ast lotningu í garð guðdómsins. Svo eru aðrar kirkjur
þar sem lítið er um íburð, en altarið og krossinn
minna samt á guðdóminn og helgina sem býr í öllum
kirkjum. Enda er kirkja guðs hús og verður það hvort
sem íburður blasir við eða er lítill sem enginn.
Nú berast þær fréttir að til standi að Notre Dame
verði endurreist á fimm árum. Það er gott að fá þau
tíðindi og sérstaklega nú fyrir páskahátíð þar sem
kirkjur gegna stóru og veigamiklu hlutverki og minna
mannkynið á stórkostlegan og eilífan boðskap um
dauða og upprisu.
Landsmönnum öllum skal óskað gleðilegra páska.
Kirkjan
Tröllasögur
Nettröllið býr í Garðabæ,
gengur um í fallegum ullar-
jakka með vandaðan gráan
trefil um hálsinn. Nettröllið
gengur um í hvítum jogging-
buxum með hannaða hárklipp-
ingu. Nettröllið er einhvers
konar verðbréfavillingur í
Garðabænum.
Guðmundur Andri Thorsson
þingmaður hitti nettröllið við
matarinnkaup í Garðabænum
þar sem tröllið jós yfir hann
fúkyrðum fyrir að leyfa komu
innf lytjenda til landsins og
líkast til er hann einnig á móti
þriðja orkupakkanum.
Einhvern veginn hefði talist
líklegra, út frá staðalímynd-
inni, að nettröllið væri öðruvísi
klætt, byggi líkast til annars
staðar en í Garðabæ svo ekki
sé nú talað um að það stundi
matarinnkaup í Hagkaup af
öllum stöðum.
Vanlíðanin
En þetta er kannski Íslenski
draumurinn í dag; þjóðar-
innar káta angist að eiga við
svona sæmd. Það þarf líka
að kunna að dansa við svona
andlit. Í hægri breytilegri
átt nútímans verður það að
vera okkar náðarkraftur að
svara nettröllum á öllum víg-
stöðvum. Vonandi geta svona
menn, sem sjá ógnina í hverju
horni, sagt móður sinni að
þeim líði vel.
sveinn@frettabladid.is
1 8 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
1
8
-0
4
-2
0
1
9
0
7
:2
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
D
6
-5
A
C
4
2
2
D
6
-5
9
8
8
2
2
D
6
-5
8
4
C
2
2
D
6
-5
7
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
0
s
_
1
7
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K