Fréttablaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 12
Algengasta áhyggju-efni foreldra sem hafa tekið ákvörð-un um að sk ilja eru börnin þeirra. Hvernig það snerti þau, líðan þeirra og viðbrögð og hvernig þau takast á við slíkar breytingar. Slíkar áhyggjur valda því oft að foreldrið reynir að hug- hreysta, laga og jafnvel lofa án þess að átta sig á því hvað barninu er mikilvægast. „Börn eru ólík, fjölskyldur eru ólíkar og foreldrar ná misgóðum tengslum við börnin sín. Systkini upplifa skilnað með mjög ólíkum hætti. Foreldrar þurfa að axla ábyrgð, sýna stöðugleika í sam- skiptum og gefa barninu svigrúm til að átta sig á breyttum aðstæð- um. Það er meðal annars gert með stuðningi og áheyrn,“ segir Ragn- hildur. „Þegar kemur að unglingum og ungu fólki er mjög mikilvægt að foreldrar séu ekki að gera þau að sínum trúnaðarvinum og ætlast til að þau myndi sér skoðun á hinu foreldrinu. Hér þarf hver og einn í fjölskyldunni að fá svigrúm til að vinna úr breytingunum á mis- miklum hraða.“ Eðlilegt er fyrir barn að fara í gegnum sorgarferli þegar foreldr- ar skilja. Í raun má segja að það sé engin ein leið sem er best því allt fer þetta eftir aldri og per- sónugerð barnsins sem og því samskiptamynstri sem hefur verið ríkjandi í fjölskyldunni. „Ef við byrjum að skoða þetta út frá praktískum þátt- um er best að upplýsa barnið þegar ák vörðunin hef ur verið tekin og komin vissa í frekari framvindu. Út frá til- finningalegu sjónarmiði er best að ræða við barnið á yfirvegaðan hátt án þess þó að gera lítið úr tilfinn- ingum foreldra. Þetta er yf irleitt sorg- legur atburður og þur f um v ið s v ig- rúm til að upplifa og meðtaka, bæði for- eldrar og börn. Mik- ilvægast er að foreldrar séu móttæki- l e g i r f y r i r Barnið þurfi svigrúm Stuðningur og áheyrn er það sem barn þarf á að halda þegar foreldrar skilja. Börn eru afar ólík og upplifa breytingar af þessu tagi á mismunandi hátt. Kolbrún Pálína Helgadóttir og Kristborg Bóel ákváðu að leiða saman hesta sína og gera þætti um skilnaði. Hugmynd þeirra á rætur sínar að rekja í per- sónulega reynslu þeirra beggja en Kristborg skrifaði bókina 261 dagur sem byggð er á dagbók hennar eftir skilnað. „Sjálf hef ég alla tíð verið með- vituð um það að vinna í sjálfri mér og iðkað hina ýmsu andlegu vinnu til að stækka og þroskast. Þegar svo kom að þessari reynslu, að skilja, áttaði ég mig á því að ég kunni það ekki og átti engin verkfæri til. Ekki frekar en nokkur annar þegar ég fór að tala við fólk í sömu sporum. Enda hefur engum verið kennt að skilja,“ segir Kolbrún Pálína. Hún segir þættina í raun svar við þeirri þörf að skilja hvað það raun- verulega er að skilja og að fá sam- þykki fyrir öllum þeim tilfinninga- skala sem fólk fer í gegnum í ferlinu, bæði andlega og líkamlega. „Þættirnir hafa hins vegar tekið á sig stærri mynd því áður en maður skilur þarf víst ástarsamband eða hjónaband til. Við skoðum því mjög vel nútímasambönd, helstu álags- þætti þess og helstu orsök skilnaða í dag og hvort kröfur fólks til sam- banda séu orðnar óraunhæfar.“ Kolbrún segir þær stöllur hafa fengið mikla innsýn í ferli skiln- aðar og að ákveðinn rauður þráður hafi myndast við vinnslu þáttanna. Sá snúi alfarið að einstaklingnum sjálfum. „Fagfólk er almennt sammála um það að því betur sem þú þekkir sjálfa/n þig og þínar þarfir því betur ertu í stakk búinn fyrir gott sam- band. Því ef þú veist ekki sjálf/ur fyrir hvað þú stendur eða þekkir ekki langanir þínar og skoðanir nægilega vel geturðu ómögulega sett þá kröfu á aðra manneskju, eða sett það í hendurnar á öðrum að gera þig hamingjusama/n,“ segir Kolbrún. „Þannig að það er engin klisja að fólk þurfi að vinna í sjálfu sér. Það er einfaldlega algjör nauðsyn. Sér- staklega eftir sambandsslit. Þá þarf fólk að staldra við og uppfæra sig og finna út úr sér áður en það heldur í næsta samband. Það sem hefur svo kannski komið hvað skemmtilegast á óvart er að finna hvað fólk tekur of boðslega vel í að taka þátt í verk- efninu svo það virðist vera mikil þörf fyrir það að ræða opinskátt um þessi mál. Loksins!“ Þættirnir eru sjö talsins og fara í sýningu á Sjónvarpi Símans í sept- ember en Kolbrún og Kristborg unnu þá í samvinnu við Sagafilm. Engin klisja að vinna í sjálfum sér Þetta er yfirleitt sorglegur atburður og þurfum við svigrúm til að upplifa og meðtaka, bæði foreldrar og börn. Hrefna Hugosdóttir, sálfræðingur spurningum og tilfinningum barna sinna – þau þurfa sinn tíma,“ segir Hrefna. Hrefna og Ragnhildur nefna að það þurfi að leita uppi vísbendingar hjá barninu, því oft eigi börnin erf- itt með að segja frá eða segja hvað þau eru að upplifa. Það sé fólki eðlis- lægt að taka tillit til annarra og oft fara börnin að taka of mikið tillit til foreldra þar sem þau upplifa van- líðan foreldra sinna. Þá segja þær að nærsamfélag barnsins þurfi að vera eftirlitsaðili og fylgjast með breyttri hegðun og líðan barns. „Við hvetjum foreldra sem eru að ganga í gegnum skilnað til að upp- lýsa kennara barnsins, þjálfara, skólahjúkrunarfræðing og for- eldra vina, svo fátt eitt sé nefnt, um breytingarnar hjá barninu. Birtingarmynd vanlíðunar hjá börnum er misjöfn en getur komið fram í erfiðum tilfinningum líkt og depurð, reiði, sorg og söknuði. Einn- ig getur hegðunarmynstur breyst og komið niður á námsárangri, félags- legri þátttöku og almennum sam- skiptum,“ segir Ragnhildur. Sumir eiga það til að hanga í ástlausu hjóna- bandi til þess eins að hlífa börnum sínum. Er það hollt? „Þegar börn eru ung og skuld- bindingar miklar finnst okkur að fólk eigi að vanda vel ákvörðun sína um að fara í sundur. Allt of margir gefast upp of fljótt, án þess að leggja á sig tíma, vinnu og einhug við að endurskapa það sem áður var gott,“ segir Hrefna. „Hafandi sagt það er líka allt of algengt að fólk hangi í samböndum til að brjóta ekki upp fjölskyldu- mynstur en axlar ábyrgð á þeim óheilbrigðu samskiptum sem eiga sér jafnvel stað fyrir framan börnin. Börnin okkar læra nefnilega á par- sambönd, ástúð og umhyggju í gegnum félagsmótun og eru þar foreldrar fremstir í f lokki. Við spyrjum því oft fólk; hvern- ig fyrirmynd ert þú fyrir börnin þín þegar kemur að því að vera maki, í ástarsam- bandi, þegar eitt- hvað bjátar á og svo fram- vegis.“ Kristborg Bóel Steindórsdóttir Kolbrún Pálína Helgadóttir Svefn- munstur og svefnvenjur eru lík- lega stærsti þátturinn í vanda þeirra sem glíma við slíkar raskanir og oftsinnis gera einstaklingar sér ekki grein fyrir því og þurfa aðstoð til að breyta venjum sínum. Teitur Guðmundsson læknir Það er víst aldrei nógu oft kveðin sú vísa að svefninn er okkur öllum mikil-vægur, bæði andlega og líkamlega. Það er á þessum tíma sem líkaminn endurnærist og hleður batteríin svo við getum tekist á við næsta dag full af orku og fagnað þeim verkefnum sem hann færir okkur. Þegar við höfum upplifað það að vera svefnlaus skiljum við vel hversu stórt hlutverk í okkar dag- lega lífi svefninn spilar og skyldi maður ekki taka honum sem sjálfsögðum hlut, sérstaklega þegar við eldumst. Þá er hann afar mikilvægur þegar við erum undir hvers kyns álagi. Eitt af stærstu heilsufarsvandamálum sam- tímans er svefnleysi og svefntruflanir en við þekkjum ótalmargar birtingarmyndir þessa. Ef við reynum að skilgreina svefnraskanir almennt þá má segja að það sé ástand sem hefur áhrif á hversu mikið og hversu vel einstaklingurinn sefur og þar af leiðandi getur það haft áhrif á hann til skemmri og lengri tíma. Svefnmunstur og svefnvenjur eru líklega stærsti þátturinn í vanda þeirra sem glíma við slíkar raskanir og oftsinnis gera einstaklingar sér ekki grein fyrir því og þurfa aðstoð til að breyta venjum sínum. Það er hægt að skipta svefnvandamálum í til- fallandi, sem standa í viku eða skemur, bráðan svefnvanda, sem stendur í mánuð eða skemur, og svo krónískar svefntruflanir sem standa lengur yfir. Allar eiga það sammerkt að geta haft veruleg áhrif á andlega og líkamlega líðan, en orsakir og meðhöndlun geta verið mjög mismunandi. Algengar orsakir sem tengjast vanahegðun og er tiltölulega auðvelt að breyta til hins betra eru til dæmis kaffi- eða koffíndrykkja seinnipart dags eða að kvöldi, reykingar, áfengisdrykkja, sjónvarpsgláp eða tölvunotkun fyrir svefn, þungar og kryddaðar máltíðir að kvöldi, að sofna með ljósin kveikt, lítil eða ónóg líkamleg hreyfing, of mikil líkamsþjálfun sérstaklega stuttu fyrir svefn, óreglulegur hátta- tími og vaktavinna. Þetta er meðal þess sem getur haft verulega slæm áhrif á svefninn okkar. Undirliggjandi sjúkdómar eða vandamál eru til dæmis kæfisvefn, sem er oft vangreindur, verkjaheilkenni ýmiss konar, fótaóeirð, geð- og kvíðasjúkdómar, hormónaójafnvægi kvenna við tíðahvörf eða á meðgöngu, skjaldkirtilstruflanir, brjóstsviði, fíkniheilkenni, streita og álag tengt vinnu eða samskiptum geta einnig haft veruleg áhrif á svefn og svona mætti eflaust lengi telja. Þeir sem eru vansvefta eru í aukinni hættu á að glíma við truflun á einbeitingu og þannig standa sig verr í vinnu og þeir geta verið beinlínis hættu- legir við stjórnun ökutækja. Þeir eru líklegri til að eiga í samskiptaerfiðleikum, vera uppstökkir og með lyndisraskanir. En fyrir utan þessa upptaln- ingu eru svefntruflanir áhættuþáttur fyrir þróun alvarlegra sjúkdóma eins og til dæmis sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma og heilabilunar. Greining á svefnvanda fer fyrst og fremst fram með svefndagbók til að átta sig á hegðunar- og neyslumynstri einstaklingsins. En einnig undir- liggjandi sjúkdómum og lyfjanotkun og svo með flóknari aðferðum eins og svefnriti sem getur greint á milli mismunandi orsaka eins og til dæmis kæfisvefns. Meðferð við slíkum trufl- unum byggir vitaskuld á eðli þeirra truflana sem við er að eiga hverju sinni en góður árangur næst með því að breyta út af slæmum venjum, borða léttari fæðu á kvöldin og taka til sín flóknari kol- vetni og prótein svo dæmi séu tekin. Gott er að stunda slökun og samtalsmeðferð, jafnvel kynlíf, sem hefur slakandi og svefnbætandi áhrif. Þá beita margir hugrænni atferlismeðferð með góðum árangri og hefur komið á daginn að slík meðferð getur dugað jafnvel betur en lyfseðilsskyld svefnlyf sem oftar en ekki eru ofnotuð og fólk ánetjast að óþörfu. Sértækar meðferðir eins og við kæfisvefni eru fjölmargar en sumir þurfa að sofa með vél til að hvílast. Ef þú átt við svefnvanda að glíma ættir þú að skoða vel venjur þínar og ræða við lækninn þinn til þess að hægt sé að átta sig á því hvaða úrræði hentar þér og reyndu að forðast í lengstu lög að nota svefnlyf sé það mögulegt. Góður svefn er lífsnauðsyn F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 12F I M M T U D A G U R 1 8 . A P R Í L 2 0 1 9 1 8 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D 6 -4 7 0 4 2 2 D 6 -4 5 C 8 2 2 D 6 -4 4 8 C 2 2 D 6 -4 3 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 1 7 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.