Fréttablaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 8
Verum þolinmóð og
bíðum eftir opin-
berum niðurstöðum.
Joko Widodo, forseti Indónesíu
54,2%
greiddu Joko Widodo at-
kvæði sitt.
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
sk
h
ön
nu
n
Rannís auglýsir eftir umsóknum í Jafnréttissjóð Íslands
Jafnréttissjóður Íslands var stofnaður 2015 í tilefni af 100
ára kosningaréttarafmæli íslenskra kvenna. Tilgangur
sjóðsins er að fjármagna verkefni og rannsóknir sem auka
jafnrétti kynjanna í samræmi við þingsályktanir um sjóðinn.
Jafnréttissjóður Íslands nýtur framlaga af fjárlögum í fimm
ár, 100 milljónir króna á ári, frá ársbyrjun 2016 til ársloka
2020. Úthlutað er úr sjóðnum 19. júní ár hvert.
Umsóknarfrestur rennur út 20. maí 2019 kl. 16.00.
Umsóknum skal skila á rafrænu formi í gegnum umsóknar-
kerfi Rannís. Ekki er tekið við umsóknum á öðru formi.
Nánari upplýsingar og reglur um sjóðinn er að finna
á www.rannis.is
Jafnréttissjóður Íslands
Umsóknarfrestur til 20. maí
Opið fyrir þig Háaleitisbraut 68
Sími: 581 2101
www.apotekarinn.is
OPIÐ ALLA DAGA
YFIR PÁSKANA Í AUSTURVERI
ALLA DAGA
Verið velkomin
Kæru viðskiptavinir. Við höfum opið í Apótekaranum Austurveri
til miðnættis alla páskana. Verið velkomin og gleðilega páska.
INDÓNESÍA Joko Widodo, oftast
kallaður Jokowi, var endurkjör-
inn forseti Indónesíu og f lokkur
hans PDI-P fékk f lest atkvæði í
forseta- og þingkosningum sem
fóru fram í Asíuríkinu í gær. Þetta
sýndu svokallaðar hraðtalningar
skoðanakannanafyrirtækja. Opin-
berar niðurstöður munu að öllum
líkindum ekki liggja fyrir fyrr en í
maí en þessar hraðtalningar hafa,
samkvæmt BBC, reynst nokkuð
áreiðanlegar í gegnum tíðina. Þetta
var í fyrsta skipti sem forseta- og
þingkosningar fara fram á sama
tíma.
Jokowi endurkjörinn
sem forseti Indónesíu
Útgönguspár og svo-
kallaðar hraðtalningar
bentu til endurkjörs
Joko Widodo, forseta
Indónesíu, í stærstu
kosningunum í sögu
landsins. Einnig var
kosið til þings og var
útlit fyrir að flokkur
forseta yrði stærstur.
Kosningabaráttan sögð
einkennast af kapp-
hlaupi forsetaframbjóð-
enda til hægri.
Samkvæmt Asia Elects, sem
tekur saman og birtir niðurstöður
kannana og kosninga, fékk Jokowi
54,2 prósent atkvæða en andstæð-
ingurinn, Prabowo Subianto úr
Gerindra-flokknum, fékk 45,7 pró-
sent atkvæða.
PDI-P fékk sömuleiðis f lest
atkvæði í þingkosningum eða 19,49
prósent. Gerindra fékk 12,5 prósent
og Golkar 12,5. Þá fékk PKB 9,8 pró-
sent en aðrir f lokkar minna.
„Við höfum nú séð niðurstöður
hraðtalninga og útgönguspáa en
við þurfum að vera þolinmóð.
Verum þolinmóð og bíðum eftir
opinberum niðurstöðum frá kjör-
stjórn,“ sagði Jokowi við stuðnings-
menn sína.
Prabowo sagði hins vegar að töl-
urnar sem birtust í gær rímuðu ekki
við gögn framboðsins. Samkvæmt
þeim leit út fyrir að Prabowo myndi
hafa betur. Hann hvatti stuðnings-
menn sína til að vera vakandi fyrir
því að kosningunum gæti verið
stolið.
Jokowi og Prabowo öttu einnig
kappi í síðustu forsetakosningum,
árið 2014. Þá fékk Joko 53 prósent
atkvæða, Prabowo 47 prósent.
Tölfræðin á bak við kosningarnar
er sláandi. Alls eru 192.866.254 á
kjörskrá og kjörstaðir eru 809.500.
Kosið er um 20.500 sæti, frambjóð-
endur eru rúmlega tífalt f leiri og
tuttugu flokkar eru í framboði.
Breska ríkisútvarpið hafði eftir
stjórnmálaskýrendum að sáralítill
munur væri á stefnu frambjóðend-
anna tveggja. Þeir reyndu því að
afla sér stuðnings með því að sýna
hversu trúaðir þeir eru. „Kosning-
arnar eru kapphlaup til hægri. Þeir
keppa um hvor er meiri íslamskur
íhaldsmaður,“ hafði BBC eftir Made
Supriatma, sérfræðingi hjá ISEAS-
Yusof Ishak stofnuninni.
Munurinn á frambjóðendum
liggur einna helst í rótum þeirra.
Jokowi er fyrsti forseti Indónesíu
sem kemur hvorki úr valdafjöl-
skyldu né hernum, samkvæmt
Foreign Policy, en Prabowo var
bæði hershöfðingi og tengdasonur
Suharto, forseta Indónesíu frá 1968
til 1998. Þá hefur Prabowo einn-
ig lofað að vinda ofan af loforðum
Jokowi um kínverskar fjárfestingar
í Indónesíu.
Frambjóðendur hafa hins vegar
ekki sýnt réttindum frumbyggja
Indónesíu nokkra athygli, að því
er kemur fram í umfjöllun Foreign
Policy. Blaðamaður tímaritsins
fjallaði þar sérstaklega um Iban
Dayak-þjóðf lokkinn, sem telur
um 750.000 manns, og pálmaolíu-
vinnslu sem stjórnvöld heimiluðu
á svæðinu þar sem þjóðflokkurinn
hefur átt heima í aldaraðir. Ledo
Lestari, fyrirtækið sem sér um
vinnsluna, hefur sölsað undir sig
svæðið, rutt skóga og þannig stór-
skaðað samfélag Iban Dayak-fólks-
ins. thorgnyr@frettabladid.is
Joko Widodo virðist ætla að halda forsetastólnum. NORDICPHOTOS/AFP
1 8 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
8
-0
4
-2
0
1
9
0
7
:2
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
D
6
-5
F
B
4
2
2
D
6
-5
E
7
8
2
2
D
6
-5
D
3
C
2
2
D
6
-5
C
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
1
7
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K