Fréttablaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 16
Þriðji orkupakkinn hefur engin áhrif á forræði íslenska ríkisins yfir náttúruauðlindum. Full yfirráð yfir þeim verða áfram hjá íslenskum stjórnvöldum. Um þetta er fjallað með skýrum hætti í EES- samningnum sjálfum. Þrátt fyrir að þetta sé skýrt er því haldið fram af andstæðingum málsins að Ísland tapi forræði yfir orkuauðlindum – og þriðji orku- pakkinn fjallar ekki einu sinni um það. Þessar staðhæfingar eru ekki rökstuddar og halda ekki. En til að draga úr áhyggjum efasemdafólks gáfu framkvæmdastjóri orkumála hjá framkvæmdastjórn ESB og utan- ríkisráðherra Íslands út sameiginlega yfirlýsingu í mars sl. þar sem áréttað er að vegna sérstöðu Íslands sem ein- angraðs kerfis, hafi stór hluti ákvæða þriðja orkupakkans hvorki gildi né raunhæfa þýðingu hérlendis. Þá hafa nokkrir af færustu sérfræðingum Ísland heldur fullum yfirráðum yfir orkuauðlindum Skólastjóri Oddeyrar- skóla á Akureyri A k u r e y r a r b æ r • G e i s l a g a t a 9 • S í m i 4 6 0 1 0 0 0 • a k u r e y r i . i s Staða skólastjóra Oddeyrarskóla á Akureyri er laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. júní 2019. Oddeyrarskóli er heildstæður grunnskóli og eru nemendur nú 186. Starfsmenn eru 46 og hlutfall fagmenntaðra kenn­ ara 100%. Skólinn vinnur eftir aðferðum SMT­skólafærni og byggir allt starf skólans á aðferðum lærdómssamfélag­ sins. Samvinna kennara er mikil og hefur starfsþróun verið öflug og markviss undanfarin ár. Aðstaða í skólanum er mjög góð og er innangengt í íþróttahús. Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu skólans http://www.oddak.akureyri.is/ Skólastjóri er fyrst og fremst faglegur leiðtogi sem þarf að fylkja liði um stefnu skólans og árangursríka starfshætti. Leitað er að bjartsýnum og lausnamiðuðum einstaklingi með mikinn metnað, sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu á velferð og framfarir nemenda í góðu samstarfi við starfsfólk og foreldra. Skólastjóri stýrir og ber ábyrgð á daglegum rekstri, mannauðsmálum og annarri starfsemi skólans og að skólastarf sé í samræmi við lög og reglugerðir. Menntunarkröfur: • Kennaramenntun og leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari • Meistarapróf sem nýtist í starfi er kostur • Viðbótarmenntun í skólaþróun og/eða stjórnun er æskileg Hæfnikröfur: • Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi • Reynsla af störfum á sviði stjórnunar og/eða reksturs grunnskóla • Reynsla af vinnu í lærdómssamfélagi • Reynsla af mannauðsmálum og hæfni í starfsmannastjórnun • Frumkvæði og samstarfsvilji • Góðir skipulagshæfileikar • Lipurð og færni í samskiptum • Gerð er krafa um vammleysi. s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu. Nánari upplýsingar um starfið er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar, www.akureyri.is þar sem sótt er um rafrænt. Umsóknarfrestur er til og með 2. maí 2019 landsins á þessu sviði fjallað um þetta og staðfest þennan skilning. Nú eru liðin 16 ár síðan íslenski orkumarkaðurinn var markaðs- væddur með upptöku og innleiðingu á fyrsta orkupakkanum. Síðan 1993 hafa grunnreglur EES-samningsins um fjórfrelsið og ríkisstyrki gilt um íslenska raforkumarkaðinn og grunnreglur um samkeppnismál síðan 2003. Því hefur ekki fyrr verið haldið fram að með innleiðingunni höfum við afsalað okkur forræði yfir auðlindinni. Á því verður engin breyting nú. Mikið hefur verið rætt um sæstreng. Ákvörðunarvald um raf- orkustrengi milli Íslands og innri raforkumarkaðar ESB liggur alfarið hjá íslenskum stjórnvöldum. Það er alveg ljóst að hann verður ekki lagður án aðkomu Alþingis og Ísland verður áfram án sæstrengs nema Alþingi ákveði annað. Að halda öðru fram er fjarstæða. Ákvörðun um lagningu sæstrengs, sem meðal annars myndi liggja um landgrunn í landhelgi Íslands, er háð fjöl- mörgum atriðum sem eru á forræði ríkja og falla utan gildissviðs EES- samningsins. Þannig er hvers kyns hagnýting landgrunnsins háð full- veldisrétti íslenska ríkisins. Þá verð- ur með þriðja orkupakkanum ekkert ákvörðunarvald gagnvart EFTA-ríkj- unum flutt til ACER (stofnunar ESB). Valdheimildir ACER ná að auki ekki til ákvarðana um hvort sæstrengur verður lagður. Það er mikilvægt að við nálgumst umræðuna á yfirvegaðan hátt með staðreyndir að vopni. Nú er málið til meðferðar hjá Alþingi. Þar verður málið skoðað heildstætt og farið yfir öll rök í því. Ef allir gera það hef ég góða sannfæringu fyrir því að áhyggjur einstakra manna af því að við töpum yfirráðum yfir orkuauð- lindum séu óþarfar. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins Það er mikilvægt að við nálgumst umræðuna á yfir- vegðan hátt með staðreyndir að vopni. Deiliskipulagsáfangi IV – Helgafellsland Mosfellsbæ Breytingin felur í sér að í stað 113 íbúða á deiliskipulagssvæðinu verði heimilað að byggja fleiri minni og fjölbreyttari íbúðir, samtals allt að 168 íbúðir. Heildar fermetrafjöldi bygginga minnkar úr 21.395 m² í um 19.000 m². Gatnakerfið breytist lítillega. Auglýsingin er hér með afturkölluð og felld úr gildi. 17. apríl 2019 Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar olafurm@mos.is l>verholti 2 • 270 Mosfellsbeer Simi 525 6700 • mos@mos.is • www.mos.is ____________________________________________________ VIRDING • JAKVAcDNI • FRAMSA=KNI • UMHYGGJA Afturköllun á auglýsingu Mosfellsbær auglýsti þann 17. apríl sl. eftirfarandi breytingu á deiliskipulagi: Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Job.is GLÆNÝ OG FERSK STÖRF Í HVERRI VIKU Þú finnur draumastarfið á 1 8 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 8 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D 6 -6 E 8 4 2 2 D 6 -6 D 4 8 2 2 D 6 -6 C 0 C 2 2 D 6 -6 A D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 1 7 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.