Fréttablaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 20
Við fáum mikinn
meðbyr þegar
Liverpool gengur vel
inni á vellinum.
Nökkvi Fjalar Orrason
Benedikt Bóas
Hinriksson
benediktboas@frettabladid.is
Það skemmir ekkert að þegar hertogaynjan er í striga-skóm er hún í skóm frá New
Balance,“ segir Nökkvi Fjalar
Orrason sem er umboðsaðili New
Balance á Íslandi. Nökkvi kom
inn í New Balance-reksturinn í
fyrra og hefur ásamt Gunnari
Birgissyni verið að vinna að því
að gera merkið sýnilegra. Fyrir
utan hertogaynjuna hjálpar einn-
ig að vinsælasta knattspyrnulið
landsins, Liverpool, spilar í
merkinu og hertoginn á hliðar-
línunni, Jurgen Klopp, birtist
reglulega á skjáum landsmanna
merktur New Balance.
Hertogaynjan af Cambridge,
Katrín Middleton, eiginkona
Vilhjálms Bretaprins, birtist í
New Balance-skóm þegar hún lék
knattspyrnu við börn á Windsor
Park-vellinum í lok mars. Merkið
hefur verið að sækja í sig veðrið
að undanförnu víða um heim en
Katrín fer ekki í neitt án þess að
stílisti sé búinn að samþykkja
útkomuna. Skórnir sem hún
klæddist, New Balance Fresh
Foam Cruz v2 Nubuck, kosta
68 dollara eða um átta þúsund
krónur. Það kom lítið á óvart að
skórnir seldust nánast upp í kjöl-
farið.
„Kannski er hún Púlari,“ segir
Nökkvi og hlær. „Við finnum því-
líkt fyrir því hvað velgengni Liver-
pool hefur áhrif hjá okkur. Við
fáum mikinn meðbyr þegar Liver-
pool gengur vel inni á vellinum og
stór hluti okkar reksturs snýst um
treyjur og fatnað tengdan Liver-
pool,“ bætir hann við.
Frá því Nökkvi kom í New
Balance-liðið hafa sölutölur farið
upp um 69 prósent á aðeins einu
ári. Vörurnar eru orðnar sýnilegri
og það eru ekki lengur bara alvöru
hlauparar sem klæðast merkinu.
„Það sem hefur komið mér mest á
óvart er að stærsti kúnnahópur-
inn okkar eru konur á aldrinum
30-50 ára. Merkið hefur verið svo-
lítið kennt við karlmenn á sama
aldri en það er að þurrkast út. Við
erum spennt að sýna að þetta er
bæði hipp og kúl og síðasta árið
fór í uppbyggingu en núna í vor
og sumar verður keyrt á New
Balance út um allan bæ.“
Hertoginn og
hertogaynjan
af New Balance
Nökkvi Fjalar Orrason tók við New Balance-merkinu á Ís-
landi fyrir rétt rúmu ári. Flestir viðskiptavinirnir eru konur
á aldrinum 30-50 ára. Katrín hertogaynja elskar skóna og
hertoginn á hliðarlínu Liverpool, Jurgen Klopp, sömuleiðis.
Katrín, hertogaynja af Cambridge, birtist í New Balance-skóm þegar hún lék knattspyrnu við börn á Windsor
Park-vellinum í lok mars. Katrín er hrifin af merkinu enda eru skórnir þægilegir og svalir. NORDICPHOTOS/GETTY
Í febrúar voru
þau hjóna-
kornin Katrín
og Vilhjálmur
á hlaupabraut-
inni. Þar valdi
hertogaynjan
New Balance.
Jurgen Klopp með regnbogareimar
gegn Watford í mars.
Klopp kíkir aðeins út á völl til að
sparka tuðrunni í svörtum skóm.
Eitt rosalegasta fagn í ensku
deildinni kom þegar Klopp og
Allisson markvörður fögnuðu
sigurmarki Divock Origi gegn Ever-
ton í desember. Hvort skórnir hafi
hjálpað til skal ósagt látið.
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
FLOTT FÖT, FYRIR FLOTTAR KONUR
GLEÐILEGA PÁSKA
NETVERSLUN WWW.BELLADONNA.IS
opið 13-18
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R
1
8
-0
4
-2
0
1
9
0
7
:2
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
D
6
-5
5
D
4
2
2
D
6
-5
4
9
8
2
2
D
6
-5
3
5
C
2
2
D
6
-5
2
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
0
s
_
1
7
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K