Fréttablaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 28
Þökkum auðsýnda samúð við fráfall ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Jóns Ólafs Bjarnasonar fyrrverandi fjármálastjóra, sem lést 14. mars síðastliðinn á Hrafnistu Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Báruhrauns fyrir umönnun og hlýhug. Þorgerður María Gísladóttir Sigríður Jónsdóttir Bentína Jónsdóttir Halldór Ármannsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurjóna Haraldsdóttir Dalseli 31, Reykjavík, lést á Landspítalanum þann 11. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Við þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug. Örn Wilhelm Zebitz Haraldur Örn Arnarson Björg Stígsdóttir Hallborg Arnardóttir Tryggvi Leósson ömmubörn og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hluttekningu við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Karenar Júlíu Magnúsdóttur (Diddu) Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á Heiðmörk og Snæfelli á hjúkrunarheimilinu Ísafold fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Víðir Finnbogason Anna Jóna Víðisdóttir Stella K. Víðisdóttir Berglind Víðisdóttir Knútur Þórhallsson Harpa Víðisdóttir Oddur Ingason barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar, mágkonu og frænku, Elínar Eyglóar Steinþórsdóttur sem lést miðvikudaginn 13. mars. Sveinbjörg Steinþórsdóttir Eiríkur Steinþórsson Steindór Steinþórsson Anna Marie Georgsdóttir systkinabörn og fjölskyldur. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóna Sigríður Kristjánsdóttir andaðist að Sólvangi í Hafnarfirði þann 11. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir fær starfsfólk 3ju hæðar Sólvangs fyrir góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Kári Birgir Sigurðsson Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jens Kristjánsson frá Tröð í Önundarfirði, til heimilis að Raftahlíð 23 á Sauðárkróki, lést föstudaginn 12. apríl á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sauðárkróki. Útför hans fer fram frá Sauðárkrókskirkju þriðjudaginn 30. apríl kl. 14. Sigríður Jensdóttir Guðmundur Jensson Sigríður Stefánsdóttir Erlingur Jensson Ingibjörg Sveinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Ingibergs J. Hannessonar Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir einstaka umönnun, alúð og umhyggju. Helga Steinarsdóttir Birkir Ingibergsson Sigurveig Þóra Guðjónsdóttir Þorsteinn H. Ingibergsson Marelie Nacilla Rubio Bragi J. Ingibergsson Stefanía Ólafsdóttir Sólrún H. Ingibergsdóttir Pétur Fannar Hjaltason barnabörn og barnabarnabörn. 540 3320 • gardheimar.is blomabud@gardheimar.is Leyfðu okkur að aðstoða þig! 540 3320 • gardheimar.is blomabud@gardheimar.is Leyfðu okkur að aðstoða þig! Þetta er í fimmta skipti sem við komum vestur að spila, Egill Ólafsson og Benedikt Helgi Benediktsson í hljómsveitinni Rassar sem við stofnuðum á Núpi árið 1969,“ segir Rúnar Þór Péturs- son tónlistarmaður, staddur í sínum gamla heimabæ, Ísafirði, þegar ég hringi í hann. Hann segir sömu hljóðfæraskipan hjá Rössum þá og nú. „Ég spila á gítar og bassa og Egill líka. Gerum það til skiptis eins og í gamla daga. Þá var náttúrlega ekkert internet og ekki einu sinni plötu- spilari í skólanum, þannig að Egill spil- aði allt á gítarinn sem hann kunni og þá spilaði ég á bassann, svo þegar hann var búinn með sín lög spilaði ég á gítarinn og hann tók við bassanum. Þurftum lítið að æfa, bara spila eftir minni. Benedikt var trommuleikari og er enn. Hljóm- sveitin Cream, með Ginger Baker, Jack Bruce og Eric Clapton, var voða vinsæl þessum tíma og við gerðum mikið af því að stæla hana.“ Áttuð þið hljóðfærin sjálfir? „Við fengum lánaðan bassa frá ein- hverjum Súgfirðingi en Benni bjó á Núpi og var þar með sitt hafurtask, þar á meðal trommur.“ Rúnar Þór segir þá Egil bara hafa verið á Núpi þennan eina vetur. Báðir héldu áfram í tónlist eins og alþjóð veit. En hvað um Benedikt? „Hann fór í lögguna og er nýhættur sem rannsóknarlögreglumaður. Hefur held ég bara trommað með okkur. En það sem er svo merkilegt er hvað vin- áttan verður mikil á þessu aldri. Menn fara svo nálægt hverjir öðrum, því verða tengslin svo sterk.“ Rassar spiluðu í Húsinu á Ísafirði í gærkveldi en í kvöld eru þeir á Þingeyri. Spurður hvort sveitin gangi að sínum aðdáendum vísum fyrir vestan svarar Rúnar Þór: „Þetta er mest fyrir okkur gert. Við höfum gaman af að ferðast saman, spila saman og kjafta saman. Stoppum á leiðinni á bæ sem ég var í sveit á, á Reykjanesinu.“ Er sama fólk þar enn þá? „Nei, en nýtt blóð skiptir engu máli og bærinn er eins. Ég held tryggð við staðinn, var þrjú sumur þar, tíu, ellefu og tólf ára, og leið vel en þurfti að hætta út af hljómsveitabrölti.“ gun@frettabladid.is Er mest fyrir okkur gert Skólahljómsveitin Rassar sem stofnuð var á Núpi í Dýrafirði 1969 er komin vestur á firði og fagnar þar hálfrar aldar afmæli með því að spila, sér og öðrum til gamans. Gömlu skólabræðurnir Egill, Benedikt Helgi og Rúnar Þór njóta þess að ferðast saman, spjalla saman og spila saman. Fimmtán ára á Núpi, þar sem Rassar spiluðu mánaðarlega á dansæfingum. 1872 Mikið tjón verður á Húsavík vegna jarðskjálfta og á annað hundrað manns verða húsnæðislaus. 1903 Húsið Glasgow í Reykjavík, stærsta hús á Íslandi, brennur til kaldra kola. Mannbjörg verður. 1944 Hermann Jónasson tekur við af Jónasi Jónssyni frá Hriflu sem formaður Framsóknarflokksins. 1954 Gamal Abdel Nasser kemst til valda í Egyptalandi. 1980 Ródesía fær sjálfstæði frá Bretlandi og breytir nafni sínu í Simbabve. 2007 Mikill bruni verður á horni Austurstrætis og Lækjargötu. 2007 Tjón verður þegar allt að 80°C heitt vatn rennur niður Vitastíg og í átt að Snorrabraut um Laugaveg. Merkisatburðir 1 8 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R20 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 1 8 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 D 6 -5 5 D 4 2 2 D 6 -5 4 9 8 2 2 D 6 -5 3 5 C 2 2 D 6 -5 2 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 1 7 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.