Fréttablaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.04.2019, Blaðsíða 6
DAÐI FREYR FROSTASON* Mig langar til að gera við tölvur en ekki stela og lenda í fangelsi Ungt fólk í fátækrahverfum Kampala, höfuðborgar Úganda, leiðist unnvörpum út í vændi og glæpi til þess eins að lifa af. Með markvissri aðstoð og iðngreinanámskeiðum öðlast þau þekkingu og sjálfstæði til að sjá fyrir sér á annan hátt. * Drengurinn á myndinni tekur þátt í verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Kampala. Nafnið er ekki hans rétta nafn en textinn lýsir raunveru- leikanum sem hann og fjöldi annarra ungmenna býr þar við. Hringdu í 907 2003 og gefðu 2500 kr. eða upphæð að eigin vali á framlag.is GEFUM ÞEIM SÉNS! PI PA R \ TB W A • S ÍA PERÚ Alan García, fyrrverandi for­ seti Perú, stytti sér aldur í gær í þann mund sem lögregla mætti á heimili hans til að handtaka hann vegna spillingarásakana. Sam­ kvæmt perúsku fréttastofunni RPP skaut García sig í höfuðið. Hann var fluttur á sjúkrahús í höfuðborginni Líma þar sem hann lést. Martín Vizcarra, forseti Perú, sagði á Twitter að hann væri miður sín vegna andláts García. „Ég sendi fjölskyldu hans samúðarkveðjur.“ García var sakaður um að þiggja mútur frá brasilíska verktakafyrir­ tækinu Odebrecht en hafði neitað ásökununum. Samkvæmt því sem Carlos Morán innanríkisráðherra sagði við blaðamenn bað García lög­ reglumennina um að hann fengi að hringja eitt símtal þegar þeir börðu að dyrum. Því næst gekk hann inn í herbergi, lokaði dyrunum og stytti sér aldur. – þea Stytti sér aldur fyrir handtöku HEILBRIGÐISMÁL „Vefjagigt er í dag á svipuðum stað og geðsjúkdómar voru kannski fyrir tuttugu árum. Þetta er svolítið afskiptur hópur en hann býr við svakalega skert lífs­ gæði,“ segir Sigrún Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Þrautar, mið­ stöðvar vefjagigtar og tengdra sjúk­ dóma. Talið er að um tólf þúsund Íslend­ ingar þjáist af vefjagigt en þar af eru rúmlega tvö þúsund metnir með fulla örorku. Langstærstur hluti þeirra er konur en meira en fimmt­ ungur kvenna sem er á örorku þjáist af vefjagigt. Þraut, sem er fyrsta sérhæfða úrræðið fyrir fólk með vefjagigt, tekur á móti um 250 manns á ári. Hins vegar berast um 370 beiðnir á ári og er biðlistinn alltaf að lengjast. „Það getur verið tveggja til þriggja ára bið hjá okkur. Við reynum að setja yngstu skjólstæðingana í forgang. Þar erum við með fólk í kringum tvítugt og ef ekkert er gert þá dettur það út af vinnumarkaði meðan það er enn ungt. Þegar ein­ hver er kominn á örorku þá er mjög erfitt að koma honum aftur inn á vinnumarkaðinn,“ segir Sigrún. Vefjagigt er greind í þrjú stig, væga, meðalslæma og illvíga. Af þeim sjúklingum sem leita til Þrautar eru aðeins fjögur prósent með væga vefjagigt og segir Sigrún að þeir komi allir af sjálfsdáðum en séu ekki sendir af lækni. Um tveir þriðju sjúklinga greinast með ill­ víga vefjagigt. „Það er ekki verið að vinna neitt fyrirbyggjandi. Það eru engar skim­ unaraðgerðir við að reyna að finna þetta fólk áður en það veikist. Fjár­ magnið sem er sett í þetta er mjög takmarkað en þetta er dýr sjúkl­ ingahópur því hann leitar mikið eftir læknisþjónustu,“ segir Sigrún. Samningur Þrautar við Sjúkra­ tryggingar Íslands sem var fyrst gerður 2011 rann út fyrir rúmu ári og hefur verið framlengdur mánuð í senn síðan þá. „Við höfum verið kölluð á einn fund í velferðarráðuneytinu á þessum tíma. Við vorum beðin um tillögur sem við sendum en höfum ekki fengið neinar móttillögur. Einu svörin sem við fáum er að málið sé í skoðun.“ Þau hafi heldur ekki verið kölluð til umræðu um hvað þurfi að gera fyrir þennan hóp. „Ef það er einhver ný sýn á það hvernig á að leysa þetta, þá höfum við aldrei verið kölluð að borðinu til að ræða það.“ Sigrún vill að samningurinn verði framlengdur og stækkaður til þess að hægt sé að vinna á biðlistanum því annars stefni í óefni. „Við viljum veg þessa hóps sjúkl­ inga sem mestan. Það liggur alveg fyrir að eftir því sem við náum fyrr í einstaklinginn því betri er árangur­ inn. Við teljum að það þurfi að auka fjármagnið og hefja skimun.“ Starfsemi Þrautar sé rekin á mjög litlu fjármagni en um sé að ræða ódýrt úrræði. „Öll okkar starfsemi er keyrð á einu teymi. Við þurfum að bæta við vegna umfangsins en líka til að koma þessari þekkingu áfram.“ sighvatur@frettabladid.is Afskiptur hópur í kerfinu sem býr við mjög skert lífsgæði Löng bið er eftir sérhæfðri þjónustu við vefjagigt sem talið er að um tólf þúsund Íslendingar þjáist af. Framkvæmdastjóri Þrautar, miðstöðvar vefjagigtar og tengdra sjúkdóma, segir þennan hóp afskiptan í heilbrigðiskerfinu. Auka þurfi fjármagnið og hefja skimun svo hægt sé að hjálpa þessum einstaklingum. Vefjagigt er fjölkerfa sjúkdómur en honum fylgja meðal annars verkir í stoðkerfi og höfði. NORDICPHOTOS/GETTY Hvað er vefjagigt? Vefjagigt er fjölkerfa sjúk- dómur sem stafar af sjúklegri truflun í miðtaugakerfinu. Truflunin er einna mest í verkjaúrvinnslukerfinu með útbreiddum verkjum í stoð- kerfi, höfði, meltingu og oft þvagfærum. Truflun í ósjálfráða tauga- kerfinu, skert áreitis- og áreynsluþol, svefntruflanir og óeðlileg þreyta eru einnig hluti af sjúkdómsmyndinni. Birt- ingarmynd vefjagigtar er mjög breytileg milli einstaklinga. SPÁNN Öfgaíhaldsf lokknum Vox hefur verið meinað að taka þátt í einu staðfestu sjónvarpskappræð­ unum fyrir spænsku þingkosning­ arnar sem fara fram þann 28. apríl. Yfirkjörstjórn á Spáni tilkynnti um bannið í gær og sagði að þátttaka Vox fæli í sér brot á kosningalögum. Atresmedia, sjónvarpsstöðin sem heldur kappræðurnar, hafði áður tilkynnt um að Vox fengi að taka þátt í kappræðunum. Þótt Atres­ media ætli að hlýða kjörstjórn sagði stöðin í tilkynningu að það væri besta blaðamennskan, og best fyrir kjósendur, að Vox fengi að taka þátt. Ákvörðun kjörstjórnar grund­ vallast á því að Vox fékk engin sæti á spænska þinginu í síðustu kosn­ ingum og afar lítinn hluta atkvæða. Samkvæmt könnun sem Demo­ scopia Servicios birti í gær er fylgi Vox 12,2 prósent. – þea Öfgaflokkur ekki með í kappræðum KJARAMÁL „Við fórum yfir það með SA að menn væru frekar óþreyjufull­ ir í baklandinu hjá okkur. Við lýstum því yfir að við myndum gefa okkur vikuna eftir páska til að reyna að fá eitthvað fast á borðið,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður samflots iðnaðarmanna. Samtök atvinnulífsins (SA) og samflot iðnaðarmanna héldu kjara­ viðræðum sínum áfram hjá ríkis­ sáttasemjara í gær. Kristján segir að í rauninni hafi fundurinn verið frekar tíðindalítill. „Við fórum aðeins yfir áhersluat­ riði sem SA höfðu verið að skoða. Við væntum þess að fá einhverja afstöðu til nokkurra mála sem við fengum svo sem að hluta til þó það hafi ekk­ ert verið fast í hendi,“ segir Kristján. Fari málin ekki að skýrast í næstu viku þurfi iðnaðarmenn að undir­ búa næstu skref. „Við þurfum að komast mjög langt með málin í næstu viku ef við ætlum að halda okkur í þessum gír. Annars eru það bara atkvæðagreiðslur um einhverj­ ar átakalínur.“ Aðilar munu hittast næst á þriðju­ daginn en Kristján segist ekki eiga von á því að mikið gerist um páskana. „SA er að kalla eftir ein­ hverjum upplýsingum frá sínu bak­ landi og við erum að vinna í okkar málum. Vikan eftir páska verður töluverð vinnuvika vona ég.“ – sar Bakland iðnaðarmanna orðið óþreyjufullt Frá fundinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 1 8 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 8 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D 6 -6 4 A 4 2 2 D 6 -6 3 6 8 2 2 D 6 -6 2 2 C 2 2 D 6 -6 0 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 1 7 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.