Fréttablaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 6
HEILBRIGÐISMÁL „Listería er bakt­ ería sem lifir alls staðar í umhverf­ inu, það er ekkert við því að gera. Svo getur hún komist í matvæli og sýkt fólk, sérstaklega fólk með undirliggjandi bælingu á ónæmis­ kerfinu,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis hafa 11 manns sýkst af listeríu síðastliðin tvö ár sem er nokkru meira en árin á undan. Fjór­ ir létust af völdum listeríu árið 2017. Þrír af þeim voru eldri einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma. Svo var einnig nýfætt barn sem lést skömmu eftir fæðingu eftir að hafa smitast í móðurkviði. Haraldur Briem, ráðgjafi sótt­ varnalæknis, segir listeríu geta valdið blóðsýkingu, iðrasýkingu, sýkingum í líffærum sem og mið­ taugakerfi. „Þessi baktería hefur oft tengst sjávarafurðum, hún getur líka fundist í ógerilsneyddum osti. Listería hefur þann eiginleika að geta lifað af kælingu, hún er sérstök að því leyti að hún getur fjölgað sér í ísskáp. Flestir veikjast ekkert af henni, en sýkingar eru alvarlegar fyrir þá sem eru veikir fyrir.“ Bæði Þórólfur og Haraldur segja fulla ástæðu til að vara þungaðar konur við að neyta fisks sem er ekki fulleldaður og einnig ógeril­ sneyddra matvæla. „Það er einmitt gert í mæðraverndinni, þunguðum konum er ráðlagt að neyta ekki svo­ leiðis matvæla. Ég veit ekki hvort það sé gert við einstaklinga sem eru ónæmisbældir, ég vona að það sé gert,“ segir Þórólfur. „Þetta eru sjaldgæfir sjúkdómar sem betur fer. Við sjáum þetta koma í hrinum. Kannski koma ekki upp nein til­ felli í nokkur ár, svo koma ár eins og 2017 þar sem sjö einstaklingar sýktust.“ Í byrjun janúar veiktist kona á fimmtugsaldri með undirliggjandi ónæmisbælingu af listeríu. Um jólin borðaði hún graflax sem framleidd­ ur var af fyrirtækinu Ópal sjávar­ fangi. Hún lést tveimur vikum síðar. Eftirlitsmenn frá Matvælastofnun skoðuðu framleiðslu fyrirtækisins í lok janúar og aftur í byrjun febrúar í kjölfar ábendingar frá Embætti landlæknis. Hjalti Andrason hjá MAST segir mikilvægt að bregðast hratt við í slíkum aðstæðum. „Í þessu tilfelli koma niðurstöðurnar til okkar kl. 11 um morguninn 4. febrúar. Við upplýsum fyrirtækið kl. 12 um jákvæða greiningu listeríu í vörum fyrirtækisins og mjög háa greiningu í graflaxi en lággildi í birkireyktum afurðum. Í þessu tilfelli var farið fram á innköllun í ljósi alvarleika málsins. Fyrirtækið brást ekki við með innköllun,“ segir Hjalti. „Daginn eftir var ljóst að fyrir­ tækið ætlaði ekki að innkalla, þá sendum við fyrirtækinu stjórn­ valdsákvörðun og því var veittur stuttur andmælafrestur. Fyrirtækið féllst á að innkalla vörur af markaði en í okkar eftirlitsskýrslu segir að það sé alvarlegt frávik þar sem þeir innkölluðu bara graflax.“ Samkvæmt matvælalögum er MAST heimilt að stöðva starfsemi að hluta eða í heild ef rökstuddur grunur er um að matvæli séu heilsu­ spillandi, óhæf til neyslu eða valdi tjóni á öðrum hagsmunum. Ef stjórnendur fyrirtækisins sem um ræðir sinna ekki fyrirmælum innan tiltekins frests getur MAST beitt dagsektum. „Ef það er tilefni til innköllunar þá verður það að gerast hratt til að tryggja öryggi neytenda. Þarna hefði átt að innkalla strax 4. febrúar, en við þurftum að beita stjórnvalds­ ákvörðun, þess vegna var ekki farið í innköllun fyrr en tveimur dögum síðar,“ segir Hjalti. Ekki var farið í allsherjarinnköll­ un fyrr en 14. febrúar. „Graflaxinn greindist með 600 frumur á hvert gramm, en önnur af birkireyktu vörunum greindist með 10 frumur á gramm. Þannig að við lögðum langmesta áherslu á innköllun á graf laxinum, en engu að síður fórum við fram á að allar vörur yrðu innkallaðar. Fyrirtækið óskaði eftir fresti til að kanna betur vörurnar þar sem listería greindist í minni mæli.“ Starfsstöð Ópals sjávarfangs var hreinsuð og ný sýni tekin í kjöl­ farið. 19. febrúar samþykkti MAST dreifingu á vörum fyrirtækisins. Þórólfur segir að mögulega sé einhver aukning á listeríusmitum þegar litið er til lengri tíma. „Bæði með fjölgun einstaklinga með ónæmisbælandi sjúkdóma, einnig notkun á ónæmisbælandi lyfjum. Fólk gæti líka verið að borða meira hrámeti, til dæmis sushi eða hrátt kjöt.“ Lítið sé hægt að gera þegar kemur að því að vernda eldra fólk sem er með ónæmisbælingu fyrir utan að vara það við hættunni, þeir ein­ staklingar séu þó einnig í hættu þegar komi að öðrum sýkingum. Þórólfur bendir á að sýklar séu úti um allt. „Án sýkla værum við ekki lifandi, en það eru vissulega sýklar sem eru óæskilegir og valda svona alvarlegum sýkingum. Við megum samt ekki deyja úr sýklahræðslu.“ arib@frettabladid.is Þetta eru sjaldgæfir sjúkdómar sem betur fer. Við sjáum þetta koma í hrinum. Kannski koma ekki upp nein tilfelli í nokkur ár, svo koma ár eins og 2017 þar sem sjö einstakl- ingar sýktust. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hringdu í 907 2003 og gefðu 2500 kr. eða upphæð að eigin vali á framlag.is Stúlkan á myndinni tekur þátt í verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Kampala í Úganda. Nafnið er ekki hennar rétta nafn en textinn lýsir raunveruleikanum sem hún og fjöldi annarra ungmenna býr þar við. * GEFUM ÞEIM SÉNS! PI PA R \ TB W A • S ÍA Mig langar til að vinna við að sauma en ekki stunda vændi HULDA SÓLEY JÓNSDÓTTIR* Ellefu listeríusýkingar á tveimur árum Fimm hafa látist af völdum listeríusýkinga á síðustu tveimur árum, þar á meðal nýfætt barn. Sóttvarnalæknir segir sýkingar alvar- legar fyrir þá sem eru með veikt ónæmiskerfi. Matvælastofnun segir mikilvægt að bregðast hratt við þegar bakterían greinist í mat. Listería, Listeria monocytogenes, er baktería sem smitast helst í gegnum matvæli. NORDICPHOTOS/GETTY Ár Tilfelli Ár Tilfelli 1997 2 2004 1 2005 1 2007 4 2010 1 2011 1 2012 4 2013 1 2014 4 2017 7 2018 3 2019 1 ✿ Listeríutilfelli frá 1997 tölur frá Embætti landlæknis STJÓRNSÝSLA Bára Halldórsdóttir, sem tók upp ósæmilegt samtal þing­ manna Miðflokksins á Klausturbar sem frægt er orðið, segist löngu hætt að skilja hvað þeim gangi til og hvernig þeir hugsi. RÚV greindi frá því í gær að lög­ maður þingmannanna fjögurra hefði lagt fram kröfu um að fá upp­ lýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru á tímabilinu 15. nóvember til 15. desember síðastliðinn. Líklega vilja þeir með þeim upplýsingum reyna að færa sönnur á eigin kenn­ ingar um að Bára hafi verið gerð út af einhverjum ónefndum aðila og þegið greiðslu fyrir. Í samtali við Fréttablað ið. is í gær segist Bára hafa verið beðin um upplýsingarnar fyrir nokkrum vikum en að hópurinn hafi lagt fram kröfu aftur á fimmtudag. Hún furðar sig á því að Persónu­ vernd skuli fara með málið. „Mér skilst að það þurfi lögregluúrskurð til að fá þessi gögn og ég held að Persónuvernd ætti ekki að vera að sjá um þetta mál. Þetta er eins og að biðja bakara um fisk.“ Aðspurð segist Bára ekkert hafa að fela. Hún segir þingmenn Mið­ f lokksins biðja um upplýsingar handahófskennt. „Ég er hætt að skilja hvernig þetta fólk hugsar,“ segir Bára. „Spurning hvort ég fái ekki að sjá þeirra gögn og þá fái þau að sjá mín gögn,“ segir Bára og slær á létta strengi. K l au st u r m á l ið s vo ­ kallaða hefur verið til um f jöllunar hjá Per­ sónu vernd frá því um miðjan desember, en þá k ra fðist l ö g m a ð u r i n n , Reimar Snæ fells Péturs son, þess að rann sakað yrði hver hefði staðið að hljóð­ upp tökunni á barnum Klaust­ ur. – ilk Hætt að skilja hvernig Miðflokksmenn hugsa  FERÐAÞJÓNUSTA Ísland er um þess­ ar mundir dýrasta land Evrópu og að öllum líkindum einn dýrasti áfangastaður heims fyrir ferða­ menn. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Greiningar Íslandsbanka. Verðlag á Íslandi var 84 pró­ sentum hærra en að meðaltali í aðildarríkjum ESB árið 2017. Ferða­ maðurinn greiðir því næstum tvö­ falt hærra verð hér en að meðaltali innan ESB. Verðlag á algengum vörum og þjónustu sem ferðamenn sækjast eftir hefur hækkað langt umfram verðlag í Evrópu undanfarinn ára­ tug og má sem dæmi nefna að verð áfengra drykkja er í dag hátt í þre­ falt hærra en að meðaltali í ESB. Á árinu 2010 var verðlag í Nor­ egi og í Danmörku á sömu vöru­ og þjónustuf lokkum hærra en á Íslandi og var Ísland í þriðja sæti, á pari við Sviss sem var í fjórða sæti yfir Evrópuþjóðir með hæsta verðlagið fyrir ferðamenn. Þá var verðlag hér á landi um þriðjungi hærra (32 prósent) en að meðaltali í aðildarríkjum ESB. Munur á verð­ lagi hér og að meðaltali hjá aðildar­ ríkjum ESB hefur því hækkað um 52 prósentustig frá árinu 2010. Krónan styrktist á sama tímabili um 26 pró­ sent og má því gróf lega áætla að gengisáhrif skýri um helming áður­ greindrar hækkunar. – smj Ísland líklega dýrast fyrir ferðamenn Spurning hvort ég fái ekki að sjá þeirra gögn og þá fái þau að sjá mín gögn Bára Halldórsdóttir, öryrki og upp- ljóstrari Bára Halldórsdóttir. 2 7 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 7 -0 4 -2 0 1 9 2 2 :1 5 F B 0 9 6 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 E 0 -4 4 A 4 2 2 E 0 -4 3 6 8 2 2 E 0 -4 2 2 C 2 2 E 0 -4 0 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 9 6 s _ 2 6 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.