Fréttablaðið - 27.04.2019, Qupperneq 12
Dugnaðarforkurinn Sprinter
frá Mercedes-Benz.
Hörkuduglegur og traustur Sprinter vill komast í krefjandi verkefni.
Getur hafið störf strax. Hagstætt rekstrarleiguverð í boði.
Sprinter sendibíll
Rekstrarleiga frá 147.300 kr. með vsk. á mánuði
Verð frá 6.200.000 kr. með vsk.
mercedes-benz.is/vans
ASKJA ATVINNUBÍLAR · Fosshálsi 1 · 110 Reykjavík · Sími 590 2120 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi
Suðurkóreski tæknirisinn Samsung
skipaði tækniviðgerðafyrirtækinu
iFixit að fjarlægja myndband af
YouTube-rás sinni þar sem sjá mátti
Samsung Galaxy Fold, hinn vænt-
anlega samanbrjótanlega snjall-
síma Samsung, tekinn í sundur.
„Við fengum Galaxy Fold í gegn-
um samstarfsaðila. Samsung fór
fram á það við samstarfsaðilann að
iFixit fjarlægði myndbandið. Við
erum ekki skyldug til þess að gera
það en í virðingarskyni höfum við
ákveðið að fjarlægja myndbandið
þar til við getum keypt Galaxy Fold
er hann fer í almenna sölu,“ sagði í
tilkynningu iFixit.
Samsung svaraði ekki fyrirspurn
tæknimiðilsins The Verge um
málið. Það liggur hins vegar fyrir
að Samsung hefur átt í nokkru basli
með þennan síma að undanförnu.
Fyrr í vikunni var greint frá því
að Samsung hefði innkallað alla
Galaxy Fold frá gagnrýnendum og
tæknibloggurum til þess að skoða
frekar alvarlegan galla. Gagnrýn-
endur og bloggarar höfðu margir
hverjir lent í því að innri skjár sím-
ans skemmdist við minnsta eða
jafnvel ekkert sjáanlegt áreiti. Þá
hefur Samsung einnig frestað því
að síminn verði settur í sölu vegna
vandans. Talið er að gallann megi
rekja til núnings sem myndast við
hjarir símans. – þea
Samsung þjarmar að iFixit vegna Galaxy Fold
Fallegur en brothættur Samsung
Galaxy Fold. NORDICPHOTOS/AFP
Risavaxna tölvuleikjaráðstefnan E3
nálgast óðfluga og getgátur og vanga-
veltur um hvað stóru fyrirtækin ætli
að kynna fara eins og eldur í sinu um
veraldarvefinn. Þessar vangaveltur
hafa að miklu leyti verið um næstu
kynslóð leikjatölva eða þá uppfærslur
á hinni tiltölulega nýju Nintendo
Switch.
Langt er síðan núverandi kynslóð
leikjatölva kom á markað. Playstation
4 frá Sony kom á markað í nóvember
2013 og Xbox One frá Microsoft í
sama mánuði. Nintendo Wii U kom
á markað ári fyrr en seldist ekki sem
skyldi. Nintendo dreif sig í að gefa
út sína næstu leikjatölvu, Nintendo
Switch, sem hefur selst einkar vel frá
því hún kom á markað í mars 2017.
Orðrómur um að Nintendo ætli
að kynna ódýrari útgáfu af Switch
á næstunni, jafnvel á E3, virðist ekki
á rökum reistur. Í símtali með hlut-
höfum í vikunni blés Nintendo á
þennan orðróm. Þá er vert að nefna
að Sony tilkynnti í fyrra að fyrirtækið
ætlaði ekki að halda stærðarinnar
blaðamannafund á E3 líkt og venju-
lega. – þea
Væntingunum
verið stillt í hóf
Frá E3 ráðstefnunni. NORDICPHOTOS/AFP Mark Zuckerberg, stofnandi og
forstjóri Facebook, varar við því
að ríki heims geri kröfu um að
stafræn gögn um ríkisborgara
verði vistuð í hverju landi fyrir sig.
Það gæti leitt til þess að alræðis-
ríki steli upplýsingum um þegna
sína og nýti í annarlegum tilgangi.
Þetta sagði Zuckerberg í um níutíu
mínútna viðtali við sagnfræðing-
inn Yuval Noah Harari sem birtist
í gær.
Kæmi til þess að krafa sem
þessi yrði gerð sagði Zuckerberg
að Facebook myndi einfaldlega
neita að hlýða. Fyrirtækið myndi
ekki setja upp gagnaver í alræðis-
ríkjum og þannig stefna viðskipta-
vinum sínum í hættu. Slík lög eru
nú þegar til staðar í Rússlandi og
Kína.
„Ef ég væri í ríkisstjórn gæti
ég sent herinn á svæðið og tekið
þau gögn sem ég vildi. Tekið þau
til þess að stunda eftirlit eða gera
árásir. Mér finnst það hljóma eins
og afar slæm framtíð. En við erum
ekki á þeirri vegferð. Sem aðili sem
er að byggja upp vef þjónustu, eða
bara sem almennur borgari, vil
ég ekki sjá þessa þróun,“ sagði
Zucker berg og bætti við:
„Ef ríkisstjórn getur nálgast
persónuleg gögn þín getur hún
komist að því hver þú ert, læst þig
inni, meitt þig og fjölskyldu þína
og valdið þér alvarlegum líkam-
legum skaða.“
Zuckerberg sagði aukinheldur
í símtali með hluthöfum fyrr í
vikunni að Facebook gerði sér
fullkomlega grein fyrir því að
starfsemi fyrirtækisins í alræðis-
ríkjum gæti verið bönnuð ef það
hlýddi ekki kröfum sem þessum.
Viðtalið við Harari sagði Zucker-
berg að væri liður í átaki hans fyrir
árið 2019 þar sem hann ætlaði að
ræða oftar og ítarlegar um fram-
tíð veraldarvefsins og stafræns
samfélags á opinberum vettvangi.
Leiða má líkur að því að Zuckerberg
hafi tekið þessa ákvörðun eftir þá
álitshnekki sem hann og Facebook
og hafa beðið undanfarin misseri.
Facebook hefur gengið í gegnum
erfiða og alvarlega röð hneykslis-
mála sem snúa mörg hver að
öryggi stafrænna, persónulegra
gagna. Til dæmis má nefna Cam-
bridge Analytica-hneykslið, þar
sem ráðgjafarfyrirtæki nýtti gögn
Facebook-notenda í pólitískum
tilgangi, öryggisgalla sem ollu því
að hakkarar komust yfir millj-
ónir lykilorða og gerðu persónu-
legar ljósmyndir óvart aðgengi-
legar öllum, deilingu persónulegra
gagna með öðrum stórfyrirtækj-
um og notkun öfgamanna á sam-
félagsmiðlum fyrirtækisins sem
auðvelduðu þeim að beita of beldi.
Þá er ótalinn þáttur Facebook í
afskiptum Rússa af bandarísku
forsetakosningunum en gríðar-
legur f jöldi falsfrétta komst í
mikla dreifingu á samfélagsmiðl-
inum. thorgnyr@frettabladid.is
Zuckerberg óttast alræðisríki
Forstjóri Facebook óttast kröfur um að persónuleg gögn verði vistuð í gagnaverum í hverju landi fyrir
sig. Vill ekki að alræðisríki geti stolið upplýsingum um þegna sína. Ætlar að hundsa allar slíkar kröfur.
Zuckerberg óttast ekki afleiðingarnar. NORDICPHOTOS/AFP
Ef ríkisstjórn getur
nálgast persónuleg
gögn þín getur hún komist
að því hver þú ert, læst þig
inni, meitt þig og fjölskyldu
þína.
Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook
TÆKNI
2 7 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
7
-0
4
-2
0
1
9
2
2
:1
5
F
B
0
9
6
s
_
P
0
9
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
E
0
-3
F
B
4
2
2
E
0
-3
E
7
8
2
2
E
0
-3
D
3
C
2
2
E
0
-3
C
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
9
6
s
_
2
6
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K