Fréttablaðið - 27.04.2019, Page 26

Fréttablaðið - 27.04.2019, Page 26
ÉG VAR HEIMA „VEIK“. ÞAÐ VAR EKKI GETA ÞÁ Í SKÓLAKERFINU TIL AÐ HORFA FRAM HJÁ GÖLL- UNUM OG FÓKUSERA Á STYRKLEIKANA. ÚTGJÖLDIN VORU EKKI TRYLLINGSLEGA HÁ, ÞETTA ER STAÐA SEM ENGINN GÆTI VERIÐ Í Í DAG. NEMA BÖRN MJÖG AUÐUGS FÓLKS. Þ etta er svo röng nálgun og hefur engin áhrif. Ég skil ekki þessa stemn­ingu að skamma félags­menn, mér finnst það fyrir neðan allar hell­ ur. ,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Ef lingar, um dræma þátttöku í kosningu um lífskjara­ samning sem var samþykktur af félögum Eflingar á dögunum með yfirgnæfandi meirihluta. Hún á heima í snotru húsi í Smá­ íbúðahverfinu í Fossvogi, útidyra­ hurðin er máluð í eldrauðum lit. Hún segist heppin að hafa getað fest kaup á húsinu á sínum tíma og hefur aldrei upplifað á eigin skinni að vera föst á leigumarkaði. Dauðhreinsuð stéttaskipting „Ég er fædd í Reykjavík, fyrstu árin bjuggum við á Flókagötu í Reykjavík. Svo fluttum við í Breið­ holtið þegar ég var á fimmta ári, í verkamannabústað í Stíf luselinu. Þar bjó ég þar til ég var á tólfta ári og þá f luttum við í Fossvoginn, í Kelduland sem voru líka verka­ mannabústaðir. Stéttaskiptingin var teiknuð upp í Fossvogi, efst voru blokkir, svo raðhús og svo ein­ býlishúsin neðst í dalnum, ótrúlega fyndin og dauðhreinsuð röðun. En hverfið var skemmtilegt og þarna blandaðist allt saman,“ segir Sól­ veig. Sólveig er dóttir útvarpsþulanna Jóns Múla Árnasonar heitins og Ragnheiðar Ástu Pétursdóttur. „Ég er eina barn þeirra saman. Pabbi var orðinn 54 ára og mamma var 34 ára. Þau áttu hvort um sig þrjú börn, þannig að ég átti sex systkini. Það eru 10 ár á milli mín og næstu systur minnar. Systkinin öll voru mikið heima, bræður mínir voru ungir komnir með sína fjölskyldu en voru mikið á heimilinu með konur sínar og börn. Mágkonur mínar Önnu og Ellen upplifði ég til dæmis líka sem systur. Þetta var mjög stór fjölskylda og það var alltaf mikið af fólki í kringum mig. Ég á svo yndislegar minningar, sérstak­ lega af jólunum. Og ég er næstum haldin þráhyggju gagnvart þeim í dag. Af því að þá var alltaf svo ótrúlega gaman og við vorum öll saman,“ segir Sólveig. „Ég var auðvitað minnst og fékk mjög mikið að njóta þess. Ég komst upp með alls konar hluti og hegðun. Í ljósi þess að ég var yngst. Erfið unglingsár Ég var ábyggilega mjög skrýtið barn en mjög stillt. Ég vildi bara mjög mikið vera með foreldrum mínum og vildi ekki fara í skóla. Mér fannst reyndar ágætt að fara í Ísaksskóla en þegar því lauk þá fannst mér það að þurfa að fara að gera hluti vera svo þvingandi. Ég las mjög mikið og lærði það að barn með bók fær bókstaf lega að vera í friði. Þegar ég var búin að læra að lesa fyrir sjálfa mig þá var ég ávallt með bók í hönd og komst með þeirri nálgun hjá því að taka eðlilegan þátt í því sem önnur börn gerðu og uppeldið var frjálslegt,“ segir Sólveig en þegar hún komst á unglingsaldur fór það að taka ekki virkan þátt að há henni. „Ég varð mjög erfiður unglingur. Þá var þetta mikla frelsi sem ég hafði notið að valda mér vand­ ræðum. Ég hefði þurft fastara utan­ umhald en ég var bara orðin svo vön því að hafa þetta frelsi og vankant­ arnir fóru að koma í ljós. Ég var í mjög miklum mótþróa og leiða og þó að ég ætti stóran og góðan vinkvennahóp í Réttó þá mætti ég illa í skóla. Ég var heima „veik“. Það var ekki geta þá í skóla­ kerfinu til að horfa fram hjá göll­ unum og fókusera á styrkleikana. Þó að margt sé breytt í dag þá hugsa ég til þeirra fjölmörgu krakka sem ná ekki að ljúka námi. Það er alltaf ástæða fyrir því og hún er ekki sú að þau séu bara svo léleg. Ég var að komast á fullorðinsaldur Allt þetta er leikrit Sólveig Anna Jónsdóttir segir frá lífi sínu og átökunum í nýafstaðinni kjarabaráttu. „Ég hef unun af því þegar stéttaátökin er afhjúpuð,“ segir hún um harða gagnrýni á störf sín. „Í eðli sínu eru allir samningar lífskjarasamningar. Við erum að semja um kjör fólks sem hefur áhrif á líf þess. Það er partur af nýfrjálshyggjunni að vera alltaf að skella einhverjum merkimiðum á allt.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR þegar ég gat fyrst orðað það hvað það var sem var að trufla mig. Þessi orð voru bara ekki í boði þegar ég var unglingur. En eru það í dag og það skiptir miklu máli að geta setið með börnunum sínum og rætt um tilfinningar við þau.“ Þokunni létti innra með mér Sólveig f lakkaði á milli framhalds­ skóla en gafst svo upp á náminu nítj­ án ára gömul og eignaðist frumburð sinn 21 árs. „Námið var bara orðið of stórt verkefni til að takast á við. Ég var enn þá ótrúlega ung og egósentrísk. Mamma mín var með mér þegar ég átti son minn. Ég blót­ aði mikið í fæðingunni og móðir mín sem er mjög kurteis kona baðst í sífellu afsökunar. Svo þegar sonur minn var loks kominn í heiminn ætlaði mamma bara að fara heim og mér fannst það skrýtið. Að hún ætlaði bara að skilja mig eftir, sem segir mikið um tilætlunarsemina í mér. Svo vildi ég bara fá að fara að sofa. Sem betur fer horfði ljósmóð­ irin á mig eins og það væri eitthvað að mér og sagði nei, nei, það gerir þú ekki, og rétti mér drenginn. Þá gerðist eitthvað. Það létti ein­ hverri þoku innra með mér þarna með hann í fanginu og eftir þetta þá sleppti ég honum ekki frá mér. Þetta var mjög merkileg stund að upplifa og ég er ekki að segja það að eftir að þessi stund átti sér stað hafi ég orðið ný og betri manneskja. En þetta var samt sannarlega algjört upphaf að því að fullorðnast og læra að axla ábyrgð. Ég fylltist af geigvænlegri ábyrgðarkennd. Þetta var fyrsta verkefnið sem ég horfðist í augu við og axlaði algjöra ábyrgð á,“ segir Sólveig. Giftist æskuástinni Sólveig er gift Magnúsi Sveini Helga­ syni sagnfræðingi. Þau hafa þekkst frá unglingsárum. „Fljótlega eftir að Nonni minn fæddist þá byrjuðum við Maggi saman. Við höfðum verið unglingakærustupar en áttum í stormasömu og dramatísku sam­ bandi,“ segir Sólveig og segir Magga hafa tekið Nonna eins og eigin syni. Þau bjuggu hjá foreldrum Sólveigar og nutu stuðnings þeirra. „Ég og mamma sinntum syni mínum sam­ hliða og hún og hann eru enn þá mjög náin. Mig langaði bara strax aftur til að eignast barn og það liðu þrjú ár þar til ég eignaðist dóttur mína, Möggu.“ Þau f luttu eftir fáein ár í litla íbúð í Þingholtsstræti. „Maðurinn minn hafði frá unglingsárum verið að safna. Hann keypti litla íbúð í Þingholtsstræti og þar bjuggum við til ársins 2000 þegar við fluttum til Bandaríkjanna þar sem Maggi lærði sögu. Lífið á Íslandi áður en við fluttum út var bara gott. Ég var auðvitað ómenntuð en vann skrifstofuvinnu og Maggi var í skóla. Útgjöldin voru ekki tryllingslega há, þetta er staða sem enginn gæti verið í í dag. Nema börn mjög auðugs fólks.“ Menningarsjokk í Bandaríkjunum Það voru mikil viðbrigði fyrir fjöl­ skylduna að f lytja út og Sólveig segist hafa fengið menningarsjokk. „Ég var 25 ára með tvö lítil börn og hafði aldrei áður komið til Banda­ Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 2 7 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 7 -0 4 -2 0 1 9 2 2 :1 5 F B 0 9 6 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 E 0 -5 D 5 4 2 2 E 0 -5 C 1 8 2 2 E 0 -5 A D C 2 2 E 0 -5 9 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 9 6 s _ 2 6 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.