Fréttablaðið - 27.04.2019, Side 28

Fréttablaðið - 27.04.2019, Side 28
ríkjanna. Ég var ótrúlega bjartsýn, þetta yrði ekkert mál. En auðvitað var þetta mikið menningarsjokk. Þegar ég uppgötvaði að ég var komin á stað þar sem hugmyndin um móðurhlutverkið er gerólík því sem við þekkjum. Ég hafði alltaf litið á mig sem femínista og kven­ réttindi skipta mig miklu máli en þarna var ég í umhverfi þar sem gamaldags sýn ríkti. En að mörgu leyti græddi ég samt alveg ótrúlega mikið á þessu og er þakklát fyrir að hafa fengið að vera mjög mikið með börnum mínum á mínum for­ sendum. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég kom aftur til Íslands og gekk þá til­ neydd inn í brjálsemi hins íslenska vinnuumhverfis hvað þetta hafði verið merkilegur tími. Ef ég hefði verið ómenntuð hér heima, þá hefði ég líklega þurft að vera í tveimur vinnum, bara til að geta séð fyrir börnunum mínum. Þetta er svo ótrúlega mikill fórnar­ kostnaður sem fólk er tilneytt til þess að bera,“ segir Sólveig sem var í afgreiðslustarfi í lítilli kjörbúð. Bugaðist af harmi „Þar starfaði ég með fátæku fólki af verkastétt sem var vinir mínir. Þetta fólk lifði við mjög skert kjör, það gat ekki kynt húsin sín með góðu móti á veturna og á sumrin gat það ekki loftkælt. Og þetta átti sér stað í vell­ auðugu samfélagi. Þó að ég hafi alltaf vitað að Bandaríkin væru mjög kúgandi kapítalískt samfélag þá var þetta lærdómsríkt. Ég bugaðist af harmi við að upp­ lifa viðbrögð bandarísks samfélags við fellibylnum Katrínu. Þá brast eitthvað innra með mér. Hvernig rasisminn og stéttaskiptingin spil­ aðist út. Þar sem sumt fólk hafði svo lítið vægi í samfélaginu að það var í lagi að það drukknaði í sinni eigin borg,“ segir Sólveig. „Manneskja með snefil af rétt­ lætiskennd hlýtur að átta sig á því að það er eitthvert eitur í samfélags­ myndinni. Þú þarft ekki að vera sósíalisti til að sjá það,“ segir hún. Dæmd fyrir mótmæli Fjölskyldan f lutti heim skömmu fyrir hrun í júlímánuði árið 2008. „Við f luttum út og George Bush varð forseti og svo fluttum við heim og efnahagur Íslands hrundi. Upp í hugann kemur ljósmynd sem er tekin af mér um sumarið, ég er ótrú­ lega ung og brosandi. Lífið á Íslandi yrði frábært. En svo bara nokkrum mánuðum seinna var maðurinn minn orðinn atvinnulaus og ver­ öldin krassaði.“ Sólveig Anna tók þátt í bús­ áhaldabyltingunni og var dæmd fyrir að ráðast með félögum sínum á þingpalla Alþingis. „Ég var í bök­ unarfríi frá leikskólanum þennan dag og ég fagnaði því að geta tekið þátt í þessari aðgerð. Í hruninu gekk valdastéttin af göf lunum, bæði vegna þess að hún var afhjúpuð sem algjörlega vanhæf og sem stjórn­ sýsluarmur arðránskerfisins. Í ljósi þess ástands sem ríkti þá var ekki við öðru að búast en að lögreglan mætti. Hún kom öskrandi og hams­ laus inn í Alþingishúsið,“ segir hún um atvikið. Kölluð strengjabrúða og peð Sólveig tilkynnti þann 29. janúar 2018 um framboð sitt til formanns Ef lingar ásamt nýrri stjórn undir nafninu B­listinn. Í kjölfar fram­ boðsins segir hún að það hafi dunið á henni árásir og aðdróttanir. „Þetta var algjörlega svívirðilegt, ég er mjög stóryrt en þessi brjál­ semi öll var ótrúleg. Það var hægt að kalla mig strengjabrúðu og peð og ég veit ekki hvað. En raunveru­ legu árásirnar sem áttu sér stað á meðan við vorum í baráttunni voru engar samanborið við brjálsemina sem dundi svo yfir núna meðan við vorum í þessari kjarabaráttu. Þar sem reykvísk borgarastétt opin­ beraði andlit sitt. Ég hef reyndar unun af því þegar stéttaátökin eru af hjúpuð. Það er gott fyrir vinnu­ aflið sem er neytt til að vera á yfir­ borðinu þar sem hlutirnir eru ekki kallaðir réttum nöfnum. Það er gott þegar talsmenn óbreytts ástands opinbera sig svo rækilega, ég fagna þeim stundum.“ Ógeðslegur málflutningur Sólveig er harðorð þegar hún er spurð út í tengslin við Gunnar Smára Egilsson, stofnanda Sósíal­ istaflokksins. „Hugsa sér að stærsti glæpur í íslensku samfélagi sé að gerast sósíalisti. Ég fordæmi þennan mccarthy isma sem viðgengst í sam­ félaginu og hefur beinst að Gunnari Smára. Ég vil svo hryggja þá sem halda því fram að ég sé strengja­ brúða Gunnars Smára með því að ég hef verið sósíalisti frá barnsaldri,“ segir Sólveig. „Þetta voru líka ærumeiðingar, ég var þjófkennd og því haldið fram að ég hefði ásælst sjóði Ef lingar. Mér hefði verið plantað þarna til þess að hafa aðgang að sjóðnum. Þetta er náttúrulega svo ógeðslegur mál­ flutningur.“ Þú ert stóryrt, það verður ekki tekið af þér, og þú hefur látið stór orð falla um fólk sem gagnrýndi þig. Sérðu eftir einhverju sem þú hefur sagt? „Nei, ég sé ekki eftir neinu. Ég hef verið mjög stóryrt í gagnrýni minni á kerfið. En þegar ég hef verið stór­ yrt gagnvart persónum þá er það vegna þess að þær hafa leyft sér svo ótrúlega framkomu gagnvart mér.“ Svarar fullum hálsi Getur þú nefnt dæmi um slíkan mál- f lutning? „Leiðarar Harðar Ægissonar í Fréttablaðinu eru með þvílíkum ólíkindum að þegar ég svaraði þeim mjög harkalega fannst mér ég þurfa að gera það og fannst það mjög skemmtilegt.“ Upplifðir þú þá sem árás? „Þetta var árás. Þótt það sé margt sem ég styðst við í kristinni hug­ myndafræði þá myndi ég aldrei bjóða hinn vangann. Ég býð aldrei hinn vangann. Og aldrei nokkurn tímann myndi ég senda þau skila­ boð til láglaunakvenna á Íslandi að þær ættu að bjóða hinn vangann. Svo sannarlega mun ég svara fyrir mig ef ég þarf að gera það.“ Sólveig segir að þrátt fyrir átökin hafi hún notið þess að taka þátt í baráttunni. „Það sem mér finnst gaman er að taka þátt í alvöru upp­ risu vinnandi fólks á Íslandi, ekki aðeins finnst mér það gaman heldur trúi ég því að það sé lífsnauðsynlegt. Ekki aðeins á Íslandi, heldur í ver­ öldinni allri.“ Lærdómsríkt leikrit Fyrir almenning sem fylgist með kjaraviðræðum, þá líta þær svolítið út eins og leikrit, störukeppni. Er það þannig? „Já, þetta er leikrit. Allt þetta er leikrit. Það er ekkert efnahagslegt lýðræði til staðar. Þessar kjaravið­ ræður voru lærdómsríkar og ég lærði að við verðum að komast af þeim stað að vera alltaf að berjast fyrir þúsundköllum. Síðustu dagana gerðist margt sem mér fannst athyglisvert og ég hef margt út á að setja. Til dæmis þessa hröðunarstemningu sem fer í gang. Sem er keyrð mjög mark­ visst áfram. Ég hafna slíkri nálgun. Hún er fulltrúum vinnuafls ekki til góðs. Þennan síðasta dag þarna inni og við vorum að klára. Þá vorum við enn þá að semja um mjög mikilvæg mál en vorum, án þess að hafa raun­ verulega eitthvað um það að segja, undir mjög mikilli og aktífri pressu á að nú yrði bara að skrifa undir. Stærstu málin voru komin en enn voru mikilvæg mál óafgreidd. Mér var misboðið,“ segir Sólveig sem er heldur ekki sátt við það heiti sem samningarnir hafa gengið undir, lífskjarasamningar. Uppnefnið lífskjarasamningar „Mér er misboðið yfir þessu svona uppnefni. Í eðli sínu eru allir samn­ ingar lífskjarasamningar. Við erum að semja um kjör fólks sem hefur áhrif á líf þess. Það er partur af nýfrjálshyggjunni að vera alltaf að skella einhverjum merkimiðum á allt.“ Sólveig segist ánægð með framlag stjórnvalda. „Framlag stjórnvalda var ótrúlega mikilvægt og ég lít á það sem sigur að hafa náð þessari aðkomu stjórnvalda því hún var svo sannarlega ekki uppi á borðinu í haust þegar kjaraviðræður hófust. Þetta loforð, sem svo sannarlega verður staðið við, annars verður okkur að mæta. „Ég bugaðist af harmi við að upplifa viðbrögð bandarísks samfélags við fellibylnum Katrínu. Þá brast eitthvað innra með mér.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SEM BETUR FER HORFÐI LJÓSMÓÐIRIN Á MIG EINS OG ÞAÐ VÆRI EITTHVAÐ AÐ MÉR OG SAGÐI NEI, NEI, ÞAÐ GERIR ÞÚ EKKI, OG RÉTTI MÉR DRENGINN. ÞÁ GERÐIST EITTHVAÐ. ÞETTA VAR ÁRÁS. ÞÓTT ÞAÐ SÉ MARGT SEM ÉG STYÐST VIÐ Í KRISTINNI HUGMYNDAFRÆÐI ÞÁ MYNDI ÉG ALDREI BJÓÐA HINN VANGANN. ÉG BÝÐ ALDREI HINN VANGANN. Það skal enginn halda að stjórn­ völd komist upp með það að standa ekki við loforðin. Við verðum vakin og sofin yfir því.“ Var reið í mörg ár Sólveig sendi kveðju til félagsmanna á Facebook og þakkaði bæði félög­ um sem kusu með samningnum og höfnuðu honum í kosningunni. Hefðir þú sjálf kosið með samn- ingnum ef þú hefðir staðið utan við þetta og værir ekki formaður Ef lingar? „Þetta er mjög góð spurning. Ég var í tveimur vinnum sem láglauna­ kona á íslenskum vinnumarkaði og hef verið rosalega reið í því hlut­ skipti. Í eðli mínu er ég mjög glaðleg og jákvæð manneskja. Biturleiki er ekki mitt náttúrulega ástand. En ég hef í mörg ár verið rosalega reið og út í rosalega marga, ekki síst verka­ lýðshreyfinguna. Ég var reið við hana fyrir að samþykkja ömurleg kjör og taka ekki slaginn af öllum krafti. Fyrir að stíga ekki fram og lýsa samfélaginu á réttan og skýran hátt. Bjóða sjálfu sér upp á launa­ kjör langt utan seilingar verkafólks, fyrir þjónkunina við lífeyrissjóða­ kerfið og undirgefnina við nýfrjáls­ hyggjuna. Í ljósi þess hefði ég samþykkt samningana vegna þess að það var barist. Hlutirnir voru kallaðir réttum nöfnum og stjórnmála­ fólkið fékk ekki að komast upp með það að vandamálin væru ekki líka þess til að leysa. Í ljósi þess þá hefði ég sennilega sagt já. Í ljósi þess að ég hefði viljað standa með þessari baráttu.“ Stjórnlaus frekja En hvað með hótanir fyrirtækja um að hækka verð vegna samninganna? Hvað finnst þér um þær? „Þetta er ótrúlegt, þarna enn eina ferðina afhjúpast afstaða þeirra sem í stjórnlausri frekju sinni trúa því af öllu hjarta að þeirra sé algjört valdið. Ég skil mjög vel þá sem fara í sniðgöngu en á endanum skilar það litlu. Ég held við ættum frekar að koma okkur mjög markvisst frá þeim stað að þurfa að beita slíkum aðgerðum og raunverulega öðlast völd í samfélaginu. Sem við höfum að mörgu leyti nú þegar en höfum ekki náð að nota markvisst.“ Þú meinar að sniðganga sé bit- laus? „Hún er það að vissu leyti. En Ef ling hefur til dæmis þessi ótrú­ legu völd sem eru lífeyrissjóða­ kerfið þegar kemur að afskiptum af viðskiptalífinu. Nú er það búið að gerast að Efling er komin með tvo stjórnarmenn í stjórn Gildis. Stefán Ólafsson er varaformaður Gildis fyrir hönd Eflingar. Það sem hélt íslensku efnahags­ kerfi uppi eftir hrun voru lífeyris­ sjóðirnir. Sem eru byggðir upp á iðgjöldum sem eru tekin af launum vinnuaf lsins. Sjóðirnir hafa verið notaðir markvisst til að keyra áfram kapítalísku maskínuna án þess að það sé nokkru sinni tekið tillit til hagsmuna vinnuaflsins. Við eigum í gegnum sjóðina að beita áhrifum okkar, ekki síst þegar kemur að fjár­ festingum í fyrirtækjum. Þá fáum við raunveruleg völd.“ 2 7 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 7 -0 4 -2 0 1 9 2 2 :1 5 F B 0 9 6 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 E 0 -4 9 9 4 2 2 E 0 -4 8 5 8 2 2 E 0 -4 7 1 C 2 2 E 0 -4 5 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 9 6 s _ 2 6 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.