Fréttablaðið - 27.04.2019, Qupperneq 32
Ungt fólk fæðist
inn í heim sam-
félagsmiðla og mann-
fólkið fylgir tækninni
blindandi án þess að vita
hver áhrifin verða.
Mig langar að
minnast foreldra
minna, flytja lög sem þau
sungu en einnig verð ég
með klassískt popp.
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
Diddú er landsmönnum að góðu kunn fyrir skemmti-legan frásagnarmáta jafnt
og sönginn, hvort sem hann er á
dægurlagasviðinu eða því klass-
íska. Á tónleikunum með Gunnari
og Önnu Guðnýju Guðmunds-
dóttur píanóleikara fer hún yfir
klassískan söngferil frá upphafi,
lífið og listina. „Ég hef sungið í
hinum klassíska heimi í þrjátíu ár
svo það er af nógu að taka,“ segir
hún. „Þetta er orðinn langur tími
þótt maður spyrji sig hvert hann
hafi farið. Það er eins og gerst hafi
í gær,“ bætir hún við í glaðlegum
tón. „Ég er enn að syngja það sama
og ég gerði í upphafi svo segja má
að maður endist ágætlega í þessu
starfi.“
Eftir að Diddú lauk söngnámi
við Guildhall School of Music and
Drama í London hélt hún til Ítalíu
í framhaldsnám. Ítalía hefur alltaf
átt sterk ítök í henni síðan enda
eignaðist hún marga góða vini þar
sem hún heldur góðu sambandi
við og er því margt að segja frá.
„Við Gunnar ætlum að vera með
söng og spjall. Hann mun kryfja
mína klassísku hlið til mergjar.
Ég mun opna mig og segja sögur
af klassískum ferli mínum en ég á
auðvitað aðra hlið sem ég hef gert
skil áður með Jóni Ólafssyni. Það
eru margar skemmtilegar hliðar á
mínu klassíska lífi,“ segir Diddú.
„Síðan mun ég örugglega bresta í
söng í miðju viðtali en þetta mun
leiða hvað annað áfram.“
Diddú segist hafa æft lögin með
Önnu Guðnýju sem flutt verða en
viðtalið verður algjörlega óvænt
uppákoma. „Maður kemst ekki
hjá að gefa af sér á persónulegan
hátt því klassíkin er samofin sálu
manns og hjarta. Það eru svo ótrú-
lega margar sögur sem hægt er að
segja.“
Þegar Diddú er spurð hvernig
henni hafi liðið þegar hún kom
fyrst til Ítalíu og var að stíga sín
fyrstu skref í ítölsku, svarar hún
að það hafi verið skemmtileg upp-
lifun. „Á þeim tímapunkti var mér
orðið mál að læra ítalska óperu-
skólann og saug allt í mig. Það
gerðist ótrúlega margt á stuttum
tíma og ég var f ljót að komast inn
í málið. Ég hafði lært framburð í
skólanum í London en tungumálið
marineraðist inn í mig fljótt enda
var ég mjög móttækileg. Núna
finnst mér ég vera að koma heim
þegar ég kem til Ítalíu. Þangað fer
ég árlega. Í sumar förum við hjónin
til Feneyja og ætlum að breyta
til. Við bjuggum lengi í Veróna
og í nálægð við Gardavatnið en
nú langar okkur að prófa að vera
í Feneyjum sem er dásamlegur
staður. Feneyjar hafa alltaf verið
í miklu uppáhaldi hjá okkur og
þegar dæturnar voru litlar fórum
við oft í sunnudagsbíltúr þangað
með þær. Þarna getur maður notið
allra lystisemdanna, bæði lystar
og listar.“
Diddú segir að áhorfendur í
Salnum á morgun fái að heyra
Abba-lög í klassískri útfærslu jafnt
sem aríur. „Mig langar að minnast
foreldra minna sem sungu bæði,
f lytja lög sem þau sungu en einnig
verð ég með klassískt popp. Þetta
verður óvissuferð þar sem farið
verður yfir sviðið,“ segir hún. „Mér
finnst mjög gaman að blanda
lögum saman og hef alltaf gert
það. Mörg dægurlög eru klass-
ísk í eðli sínu og henta vel með
síðdegiskaffinu,“ segir Diddú en
tónleikarnir hefjast kl. 16 í Salnum
í Kópavogi á morgun.
Til gamans má geta þess að
Diddú hefur hljóðritað fjóra geisla-
diska við undirleik Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands, en alls hefur hún
sungið inn á tæplega 100 hljóm-
plötur. Hún hefur sungið með
heimsfrægum söngvurum á borð
við José Carreras og Placido Dom-
ingo. Diddú hefur sungið víða um
heim og má þarf nefna Frakkland,
Rússland, Bandaríkin og Ítalíu svo
nokkur dæmi séu tekin. Hún getur
því sagt frá mörgu skemmtilegu
sem á daga hennar hefur drifið.
Óvissuferð með Diddú
Sigrún Hjálmtýsdóttir verður gestur Gunnars Guðbjörnssonar söngvara í Salnum í síðdegiskaffi á
morgun. Diddú ætlar að bregða á leik með áhorfendum, segja sögur og bresta í klassískan söng.
Diddú syngur og spjallar í Salnum á morgun og sýnir sína klassísku hlið í lífinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Ég á ekki langt að sækja dans-genin því hún amma mín, Klara Sigurgeirsdóttir, var
landskunnur samkvæmisdansari í
gamla daga og kenndi samkvæmis-
dans í áraraðir í Hafnarfirði. Sem
lítill drengur var ég sídansandi svo
pabbi spurði mig um sex ára aldur-
inn hvort ég vildi ekki fara í dans-
skóla. Ég svaraði því neitandi, því
dans þótti alltof stelpulegur, en öll
mín uppvaxtarár þráði ég dansinn.
Ég hafði líka mikinn áhuga á bar-
dagalist og æfði taekwondo í átta
ár en fannst ég kominn á endastöð
þar þegar ég var átján ára þótt ég
væri bæði af bragðs bardagamaður
og í keppnisliðinu,“ segir Andrean
Sigurgeirsson, dansari og danshöf-
undur í Íslenska dansflokknum.
„Andartakið þegar það rann
upp fyrir mér að ég yrði að prófa
dansinn var þegar við pabbi sátum
saman yfir sjónvarpsþættinum
So you think you can dance? Þar
var stiginn samtímadans sem mér
þótti gjörsamlega geggjaður. Aftur
hvatti pabbi mig til að prófa og ég
ákvað að slá til. Ég hringdi í snar-
hasti í Listdansskólann og sagðist
vilja mæta strax í tíma, þrátt fyrir
að hálft ár væri liðið frá inntöku-
prófum. Vantaði hvort eð er ekki
alltaf stráka? spurði ég, sem er
því miður veruleikinn í ballett-
senunni hér heima, og úr varð
að ég fékk inngöngu eftir fyrsta
balletttímann, þá nýorðinn full-
orðinn maður, 18 ára gamall,“ segir
Andrean.
Dansar með Hatara í Ísrael
Andrean er 27 ára og hálf-indó-
nesískur. Nafnið Andrean ber
hann einn á Íslandi, ásamt tveggja
ára systursyni sínum.
„Mamma vildi upphaflega skíra
mig Andrea en pabba hugnaðist
það ekki vegna þess að það er
kvenmannsnafn á Íslandi. Því
bættu þau n-i aftan við Andrea og
úr varð Andrean. Lengi vel héldu
þau að nafnið væri heimasmíðað
og einstakt á heimsvísu en með til-
komu samfélagsmiðla höfum við
komist að raun um að Andrean er
algengt karlmannsnafn í Indónes-
íu,“ útskýrir Andrean brosmildur
og spenntur fyrir komandi dögum.
Hann er á leið til Ísraels með
Hatara til að dansa svarteygður í
leðurólum í Eurovision.
„Það verður stærsta sviðið og
mesti áhorfendafjöldi sem ég hef
dansað fyrir hingað til. Ég býst við
tilfinningalegum og líkamlegum
rússíbana og reikna með að horfa
agndofa til baka þegar ég lít yfir
farinn veg í framtíðinni. Þetta mun
opna margar dyr og nýja heima
og víkka út sjóndeildarhringinn,
enda er allt eftir áætlun,“ segir
Andrean sem eftir BA-gráðu frá
Listaháskóla Íslands bauðst föst
staða dansara við Íslenska dans-
flokkinn (ÍD) árið 2017.
„Dansflokkurinn var alltaf stóri
draumurinn minn en ég reiknaði
aldrei með að hann rættist. Að
ganga til liðs við ÍD er eitt af stærstu
skrefum lífs míns, mikill heiður og
stórt stökk. Ég er enn að klípa mig
til að vakna upp af draumnum,“
segir Andrean og hlær.
Tilvistarkreppa sjálfsmynda
Alþjóðlegi dansdagurinn er á
mánudaginn, 29. apríl. Af því til-
efni frumsýnir dansflokkurinn
FWD Youth Company verkið Mass
Confusion eftir Andrean í Tjarnar-
bíói annað kvöld, sunnudaginn 28.
apríl, klukkan 20 og er um aðeins
eina sýningu að ræða.
„Í verkinu velti ég upp spurningu
sem ég hef mikið velt fyrir mér og
snýst um sjálfsmynd okkar í sam-
félaginu eins og það tikkar í dag.
Ungt fólk fæðist í samfélagsmiðla-
heim þar sem er dagleg tilvistar-
kreppa að finna út hver maður er.
Sú spurning verður æ flóknari og
því þurfum við öll að spyrja okkur
hvort raunmynd okkar sé sú sanna
eða sú sem við birtum á samfélags-
miðlum; já, hvora þeirra tengjum
við meira við?“ spyr Andrean í
Mass Confusion.
„Mannfólkið tekur allri þessari
tækni gagnrýnislaust og fylgir
henni blindandi án þess að vita
hver áhrifin verða. Því er spurning
hver stjórnar hverjum. Stjórnum
við tækninni, eða stjórnar hún
okkur? Vegna þessa er líkamleg
tenging og snerting líka orðin
afmörkuð. Eigum við að láta
það viðgangast eða spyrna við
fótum?“ veltir Andrean fyrir sér í
yfirþyrmandi ringulreið sam-
félagsins.
Hann segir FWD Youth Comp-
any stórkostlegan stökkpall fyrir
unga dansara sem hafa lokið
dansnámi en vilja enn halda fast í
dansinn.
„Það er sóun á hæfileikum
ungra dansara að þeir hafi ekki
tækifæri til að dansa því að í ríkis-
rekna dansflokknum eru aðeins
átta dansarar. Íslendingar eru
ótrúlega hæfileikaríkir á dans-
sviðinu, og má líkja þeim við
íslenska landsliðið í knattspyrnu
út á við. Þeir eru þekktir og
virtir í alþjóðadansheiminum
og í gegnum þá streymir mikill
kraftur, sköpun og orka.“
Andlegur og líkamlegur rússíbani
Andrean er enn að klípa sig til að vakna af draumi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Andrean Sigur-
geirsson er á
hraðri uppleið.
Hann er dansari
hjá Íslenska dans-
flokknum, dansar
með Hatara í
Eurovision og
frumsýnir eigið
dansverk í Tjarn-
arbíói á morgun.
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 7 . A P R Í L 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
2
7
-0
4
-2
0
1
9
2
2
:1
5
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
E
0
-2
2
1
4
2
2
E
0
-2
0
D
8
2
2
E
0
-1
F
9
C
2
2
E
0
-1
E
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
9
6
s
_
2
6
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K