Fréttablaðið - 27.04.2019, Qupperneq 70
Roskva, sögum þínum hefur verið
lýst sem ljóðrænum og myrkum.
Hvað finnst þér sjálfri um þá lýs-
ingu?
Roskva: Ég verð alltaf mjög
hissa þegar einhver lýsir sögunum
mínum sem drungalegum eða
myrkum. Í þunglyndi hefur þú
ekkert að segja, þar eru engin orð.
En smásögur mínar finnst mér vera
frekar eins og ljóð og ég set mikla
orku í þær. Ég sjálf er líka full lífs-
orku þegar ég skrifa.
Fólk segir sögur mínar einnig
fjalla um mannleg samskipti, til
dæmis foreldra og barna, vina eða
hjóna. Meginþemað er líklega þessi
tálsýn um að það að hafa einhvern
nálægt þér geri þig hamingjusaman
og tryggi þér öruggan stað í veröld-
inni. Stundum er fólk meira ein-
samalt, meira hrætt og lokað af í
samböndum sínum en ef það væri
einsamalt.
Mazen, sögur þínar í Brand-
arar handa byssumönnum eru ansi
magnaðar. Ég upplifði þær sem til-
finningar úr bernsku þinni sem svo
seinna urðu að sögum? Það er eitt-
hvað falið í þeim, er það ekki?
Mazen: Jú, það má segja það. Til-
finningar verða að sögum. Og hver
saga inniheldur eitthvert atriði
sem ég upplifði sjálfur sem barn.
Það er áhugavert að segja frá því að
á meðan ég bjó í Líbanon trufluðu
þessi atriði mig ekki mikið. Það var
ekki fyrr en ég kom til Íslands sem
ég vaknaði á kraftmikinn máta og
fann að það var áríðandi að gera
upp það sem gerðist. Ég vildi koma
á sáttum með því að finna reynslu
minni stað í skáldskap.
Getur þú nefnt dæmi um raun-
verulegt atriði sem átti sér stað og
er að finna í sögum þínum?
Mazen: Já, í einni sögunni
segir af dreng sem felur sig undan
sprengjuregni í kvikmyndahúsi.
Það þurftum við fjölskyldan einu
sinni að gera.
Stríðið var algjörlega skelfilegt.
Það verður aðskilnaður á milli fólks
vegna trúar og uppruna og það ríkir
ótti og vantraust á fólki. Þetta eru
ómannúðlegar aðstæður og hrylli-
legar. En þrátt fyrir það kýs engin
manneskja að lifa bara í hryllingi
og ótta. Við reynum alltaf að hafa
gaman, segja brandara í fáránlegum
aðstæðum. Það endurspeglar að
mínu mati lífið á einhvern hátt.
Þú varst tilnefndur til alþjóðlegu
Man Booker verðlaunanna fyrir
bókina. Hvernig varð þér við?
Mazen: Tilnefningin gladdi mig,
sérstaklega vegna þess að ég var
tilnefndur fyrir smásögur. Ég fékk
skilaboð um miðja nótt á símann. Ég
gat ekki sofið í þrjá tíma. Ég fylltist
skelfingu. Hvað á ég að gera? Mig
langaði auðvitað að öskra og hoppa
en ég bý í gömlu húsi og vildi ekki
vekja nágrannana. Ég fagnaði í
algjörri þögn. Skelfdist líka. En svo
gladdist ég á endanum.
Roskva, þú varst aðeins 28 ára
gömul og tilnefnd til Bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs, hvern-
ig leið þér?
Roskva: Ég fék k f réttir nar
þremur vikum áður, þannig að ég
gat ekki rætt við aðra um líðan
mína. Ég sagði reyndar mömmu og
kærastanum mínum frá. Árið áður
var tilnefndur rithöfundur sem var
óþekktur í Noregi þrátt fyrir að
hann hefði skrifað bækur í mörg
ár. Fyrirsögnin í einu stærsta blaði
Noregs var: Hann á ekki skilið þessa
tilnefningu. Svo kom ég, aðeins 28
ára gömul og tilnefnd. Ég beið því
óttaslegin eftir fyrirsögninni: Hver
er þessi frekjudolla?
Það er svona ákveðið trend í
Rosk va Kor it zinsk y er nýlent á Íslandi og hingað komin til að taka þátt í Bókmennta-hátíð. Hún er 29 ára gömul og gaf út sína
fyrstu bók árið 2013. Það var smá-
sagnasafnið Her inne et sted sem
fékk góða dóma og viðurkenningar.
Fyrsta skáldsaga hennar, Flammen
og mörket, kom út árið 2015 og svo
kom annað smásagnasafn árið 2017;
Jeg har ennå ikke sett verden. Hún
var tilnefnd til Bókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs árið 2018.
Mazen Maarouf þekkja Íslend-
ingar. Hann er palestínskur að upp-
runa og fæddur í Beirút. Hann er
fertugur og hefur síðustu ár helgað
sig skáldskap og þýðingum. Hann
kom hingað til lands árið 2011 eftir
að Reykjavíkurborg gerðist aðili að
ICORN og varð þannig skjólborg
fyrir rithöfunda sem hafa þurft
að yfirgefa heimalönd sín vegna
ofsókna. Mazen hefur birt ljóð og
smásögur og fyrir smásagnasafn
sitt, Brandarar handa byssumönn-
um, var hann tilnefndur til hinna
virtu alþjóðlegu Man Booker verð-
launa. Þá hlaut hann Al-Multaqa
verðlaunin sem eru veitt fyrir smá-
sögur á arabísku.
Roskva, hefur þú komið áður
hingað?
Roskva: Ég hef aldrei komið áður
til Íslands, ég bara var að lenda og
keyrði beint hingað. Ég hef ekki séð
mikið enn en á dagskránni er að fara
í sund, mér skilst í Vesturbæjarlaug.
Mazen, hvernig var það þegar þú
komst hingað?
Mazen: Ég kom fyrst hingað árið
2011. Það var einn skrýtnasti dagur
í lífi mínu. Það var snarbrjálaður
stormur og f lugvélin lenti um 20
mínútum á undan áætlun. Vindur-
inn hreinlega fleygði vélinni áfram.
Ég var að koma frá Beirút í gegnum
París og var brugðið. Mín var beðið
á flugvellinum og mér sagt að svona
væri þetta nú ekki alveg alltaf. En
ég komst f ljótt að því að Ísland er
að öllu leyti ólíkt landinu sem ég
kem frá. Andstæðurnar eru miklar,
í menningu, pólitík og veðri, og ég
vissi strax að hér yrði allt öðruvísi
líf í boði fyrir mig.
Skelfileg velgengni
Rithöfundarnir Mazen Maarouf, sem er palestínskur að uppruna
en íslenskur ríkisborgari, og Roskva Koritinsky, ungur rithöfundur
frá Noregi, settust á rökstóla og ræddu óttann sem fylgir því að
ganga vel, nánd, tilgang bókmennta og uppgang smásögunnar.
Bakgrunnur Mazen og Roskvu er afar ólíkur en þau eiga það sameiginlegt að trúa því að í bókmenntum felist svar við því hvað það er að vera manneskja. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
norskum f jölmiðlum að sýna
hörku. Fjölmiðlar eru komnir með
nóg af sannsögulegum og skáldævi-
sögum þar sem er í raun og veru
ekki hægt að hanka höfundinn á
innihaldi bókarinnar. Ég var eigin-
lega hrædd um að það yrði öskrað
á mig, en svo var þetta bara fínt. Ég
skrifa smásögur eins og Mazen og
mér finnst mjög gott að smásagan
er að fá meira vægi.
Mazen, þú hefur fylgst vel með
baráttu hælisleitenda hér á landi,
hvernig finnst þér staðan vera?
Mazen: Það er skömm að því
hvernig er komið fram við þetta
fólk. Ísland er stolt af því að vera
land þar sem skoðanafrelsi ríkir,
þar sem mannréttindi eru virt, kyn-
frelsi og kvenfrelsi en ég velti því
fyrir mér hvort þetta sé allt á yfir-
borðinu. Þegar fólk yfirgefur heima-
land sitt í neyð er það að yfirgefa
stóran og ríkan menningarheim
og það vill bara lifa góðu lífi. Ég hef
orðið fyrir miklum vonbrigðum
með það hvernig lögregla kemur
fram, ég er í sjokki yfir því.
Mér f innst þetta sérstaklega
ömurlegt vegna þess að sjálfstæðis-
barátta Íslendinga byggir á menn-
ingarverðmætum. Saga okkar er
einstök en stjórnmálasagan virðist
ætla að þróast í aðra átt.
Það segir okkur líka margt um
þessa krísu, frjálshyggjan er að líða
undir lok og nú lifum við á tímum
engrar hugmyndafræði.
Já, það eru helst börnin sem berj-
ast fyrir betri heimi?
Mazen: Já, það er rétt og það er
mikilvæg barátta.
Roskva: Þegar ég segi fólki að
ég sé frá Noregi þá hefur það þessa
sömu draumsýn og þú segir frá.
En hún er tálsýn og þetta gerist
svo hratt. Það ríkir algjör óreiða,
við höfum ekki lengur skýra hug-
myndafræði, trú eða siðferðis-
kompás til að fylgja. Mér finnst
egóið í forgrunni og það er skelfileg
tilhugsun.
Mazen: Þess vegna eru bók-
menntir mikilvægar, þær færa
saman fólk af mismunandi menn-
ingarheimum. Þær eru mikilvægari
en pólitík. Við vitum ekki mikið um
hvert annað, við vitum margt um
heiminn en ekki um hvert annað
sem manneskjur. Bókmenntir færa
okkur vitneskju um það, hver við
erum.
SVO KOM ÉG, AÐEINS 28
ÁRA GÖMUL OG TILNEFND.
ÉG BEIÐ ÞVÍ ÓTTASLEGIN
EFTIR FYRIRSÖGNINNI:
HVER ER ÞESSI FREKJU-
DOLLA?
Roskva
MIG LANGAÐI AUÐVITAÐ
AÐ ÖSKRA OG HOPPA
EN ÉG BÝ Í GÖMLU HÚSI
OG VILDI EKKI VEKJA
NÁGRANNANA. ÉG FAGN-
AÐI Í ALGJÖRRI ÞÖGN.
Mazen
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjana@frettabladid.is
2 7 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
7
-0
4
-2
0
1
9
2
2
:1
5
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
E
0
-4
E
8
4
2
2
E
0
-4
D
4
8
2
2
E
0
-4
C
0
C
2
2
E
0
-4
A
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
9
6
s
_
2
6
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K