Fréttablaðið - 27.04.2019, Síða 76

Fréttablaðið - 27.04.2019, Síða 76
Ástkær eiginmaður minn, Ástráður Berthelsen lést í Danmörku þann 3. apríl sl. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 2. maí kl. 15. Sigrún Júlía Oddgeirsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hólmfríður Bergey Gestsdóttir andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi þann 18. apríl. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 2. maí kl. 13.00. Margrét Kristín Finnbogadóttir Björn Benediktsson Einar Finnbogason Þórhildur Magnúsdóttir Hafdís Finnbogadóttir Jón Karl Kristjánsson Hörður Finnbogason Unnur Rut Rósinkransdóttir Trausti Finnbogason Cheiryl Cadete barnabörn og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóhanna J. Guðnadóttir lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 17. apríl síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 30. apríl næstkomandi kl. 15.00. Karl Guðni Erlingsson Vaiva Drilingaité Irma Jóhanna Erlingsdóttir Geir Svansson Rósa Guðrún Erlingsdóttir Otti Elínarson Jónas Garðar Erlingsson barnabörn og barnabarnabörn. Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Lára Árnadóttir, umsjón útfara Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Borgin er eitt af merk-u st u kenni leit u m R ey k jav í k u r. Þ a r hefur allt gerst. Þar hafa allir verið. Sumir eru þar enn.“ Þessi áletrun er skráð með rauðum stöfum innan um svart letur í textahefti nýrrar plötu hljóm- sveitarinnar Melchior. Hún nefn- ist Hótel Borg. Það er sjötta plata sveitarinnar, ef mér skjátlast ekki. „Okkar samstarf er orðið 46 ára, þó ekki óslitið. Það varð hlé í 28 ár. En við þökkum fyrir hvern dag sem við fáum að spila,“ segir Karl Roth glaðlega. Hann syngur og leikur á gítar og hljómborð í sveitinni, líkt og þeir Hilmar Oddsson og Hróðmar I. Sigur- björnsson. Kristín Jóhannsdóttir er söngkona, Gunnar Hrafnsson bassa- leikari og Kjartan Guðnason trommu- leikari. Í fréttatilkynningu kemur fram að Melchior haldi sig við vandað kamm- erpopp. Karl útskýrir það frekar. „Við erum með klassísk hljóðfæri, vorum alltaf með óbó og selló í gamla daga og nú erum við með strengjakvartett sem spilar í f lestum lögunum hjá okkur. Þess vegna viljum við ekki bara segja popp, heldur hafa vísbendingu um eitthvað annað því við erum ekki mjög rafmagn- aðir.“ Svo er það Hótel Borg og sá sess sem hún skipar hjá Melchior. „Fyrsta hug- myndin var sú að búa til textaalbúm með uppstilltri mynd við hvert lag. Metnaðarfull hugmynd sem tónaðist aðeins niður. En það er gaman að hafa einhvern hverfipunkt í svona verki og Hótel Borg er visst kennileiti í mið- borginni, dálítið gömul og dálítið grand. Við höfum skemmt okkur mikið þar en ég man ekkert hvort við spiluðum þar í fyrra lífi. Hilmar veit það, hann er eins og alfræðiorðabók, man allt og ég man ekkert. Þú ert að tala við vit- lausan mann!“ Tólf lög eru á diskinum eftir þrjá lagasmiði sveitarinnar. „Hilmar og Hróðmar eiga fimm lög hvor, ég tvö og f lestir text- arnir eru eftir mig,“ lýsir Karl og heldur áfram: „Eitt lagið heitir Búa um rúm. Annað er um lífið í eldhúsinu. Svo erum við með sálm, alltaf sálmur á hverri plötu. Þessi snýst um það að Guð sé alls staðar, líka á Borginni. Svo tef lum við fram lagi sem heitir Alla leið til stjarnanna. Það fjallar um stemninguna sem ríkti þegar f lugmennirnir úr ítölsku f lugsveitinni sem kom hingað 1933 eru að yfirgefa borgina og allar stelpurnar í öngum sínum. Bærinn hafði fyllst af ungum mönnum í einkennisbúningum. Það var stórviðburður í Reykjavík. Þeir bjuggu á Borginni.“ Lilja Björk Runólfsdóttir, hönnuður og söngkona, á heiðurinn af plötuum- slaginu. „Munstrið er teikning af gólf- inu í anddyri Hótels Borgar,“ upplýsir Karl. Hann segir hefti með texta lag- anna í stóru og læsilegu letri fylgja með. Gleymir heldur ekki að geta útgáfutón- leikanna þann 30. apríl í Tjarnarbíói klukkan 20. „Þá verður allt liðið á svið- inu, blásararnir líka,“ segir hann og lofar að platan verði leikin í heild sinni, auk nokkurra eldri laga. gun@frettabladid.is Þökkum fyrir hvern dag sem við fáum að spila Hljómsveitin Melchior hefur gengið í endurnýjun lífdaga og verður með útgáfutón- leika í Tjarnarbíói þriðjudaginn 30. apríl í tilefni nýrrar plötu sem heitir Hótel Borg. Efnið tengist Borginni og hönnun disksins ber sögufrægum art deco-stíl hennar vitni. Gunnar Rafnsson, Hilmar Oddsson, Kjartan Guðnason, Karl Roth, Kristín Jóhannsdóttir og Hróðmar I. Sigurbjörnsson. Teikning af gólfinu í anddyri Hótel Borgar prýðir plötuumslagið. Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Hannesson Ásbúð 63, Garðabæ, lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. apríl. Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju fimmtudaginn 2. maí kl. 13.00. Hannes Jónsson Guðlaug K. Jónsdóttir Jón Gunnar Hannesson Unnur Ösp Hannesdóttir Arnar Atli Hannesson Guðmunda K. Hauksdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingunn Hlín Björgvinsdóttir Safamýri 46, Reykjavík, lést fimmtudaginn 18. apríl á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útför fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 30. apríl klukkan 13.00. Björgvin S. Friðriksson Adda Björk Jónsdóttir Friðrik M. Friðriksson Gunnrún Gunnarsdóttir Guðný Hlín Friðriksdóttir Karl Ómar Guðbjörnsson Friðgerður M. Friðriksdóttir Ófeigur Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 7 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R36 TÍMAMÓT 2 7 -0 4 -2 0 1 9 2 2 :1 5 F B 0 9 6 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 E 0 -4 9 9 4 2 2 E 0 -4 8 5 8 2 2 E 0 -4 7 1 C 2 2 E 0 -4 5 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 9 6 s _ 2 6 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.