Fréttablaðið - 27.04.2019, Qupperneq 84
Günday í
Norræna húsinu
Í dag, laugardaginn 27.
apríl, ræðir Auður Jóns-
dóttir rithöfundur við
Hakan Günday í Norræna
húsinu. Umræðuefnið er
bók hans Meira og þær
aðstæður sem blasa við
tyrkneskum höfundum í
pólitísku umhverfi Tyrk-
lands í dag.
Dagskráin hefst klukkan
15.00.
Hvers
vegna?
Tyrkneski rithöf-
undurinn Hakan
Günday er meðal
gesta Bókmennta-
hátíðar í Reykja-
vík. Skáldsaga
hans Meira hefur
vakið gríðarlega
athygli enda á hún
brýnt erindi við
samtímann.
Flestir komast í uppnám við lesturinn, segir Hakan Günday um hina mögnuðu verðlaunabók sína Meira. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Meðal gesta á Bók-menntahátíð í Reykjavík sem nú stendur yfir er tyrkneski rit-h ö f u n d u r i n n
Hakan Günday en bók hans Meira
kom nýlega út hér á landi í þýð-
ingu Friðriks Rafnssonar. Bókin
hefur hlotið mikið lof og hreppt
ýmis verðlaun, þar á meðal Le Prix
Médicis Étranger verðlaunin árið
2015.
Bókin fjallar um þær skelfingar
sem flóttamenn þurfa að upplifa og
í forgrunni er tyrkneski drengurinn
Gaza sem níu ára gamall byrjar að
aðstoða föður sinn við smygl á ólög-
legum innf lytjendum sem freista
þess að komast yfir til Grikklands.
Besta rannsóknarvinnan
Günday er spurður hvort hann hafi
unnið mikla rannsóknarvinnu við
gerð bókarinnar. „Rannsóknar-
vinnan var mjög einföld, ég skoðaði
skýrslur frá Evrópusambandinu og
Sameinuðu þjóðunum um ýmis
tæknileg atriði eins og hvaða leið
f lóttamenn fara. Ég hafði ekki
þörf fyrir annars konar upp-
lýsingar,“ segir hann. „Tyrkland
er land sem er eins konar brú
milli austurs og vesturs, milli
borgarastyrjalda og velferðar,
tveggja ólíkra heima. Flótta-
menn fara langa leið án þess að
vera sýnilegir, það er einungis
þegar þeir eru dánir sem við
vitum af þeim því þá lesum við
um þá í dagblöðum. Stundum
þarf maður ekki að leggjast í
vísindalega rannsókn til að sjá
það sem er í kringum mann.
Besta rannsóknarvinnan er að
horfa í kringum sig og halda
augunum opnum.“
Hinn ungi Gaza segir söguna.
Hann er barn sem sýnir af sér mikla
grimmd og lesandinn sveiflast milli
þess að hafa andstyggð á honum
og finna til samúðar. Gaza tekur
breytingum í sögunni, barn sem
virðist ófært um samkennd þarf að
þola miklar raunir. Barn sem ekki
grét verður unglingur sem grætur.
Undir lokin er færð göfug fórn.
Er hægt að breytast?
Günday segir að sér hafi þótt mikil-
vægt að segja söguna frá sjónar-
horni barns. „Ég þurfti barn til
að spyrja nokkurra mikilvægra
spurninga. Einu mannverurnar í lífi
Gaza eru faðir hans og hann sjálfur,
annað fólk er bara varningur sem
má eyðileggja og tortíma. Faðirinn
er yfirvaldið og setur reglurnar.
Spurningarnar sem ég vildi
spyrja eru þessar: Þegar þú fæðist
inn í aðstæður eins og þessar þar
sem þér er sagt að annað fólk sé
einskis virði, þú sért eina mann-
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
BESTA RANNSÓKN-
ARVINNAN ER AÐ
HORFA Í KRINGUM SIG OG
HALDA AUGUNUM OPNUM.
látið þá vinna við ömurlegar
aðstæður. Viðbrögð barnsins
og samfélaganna eru þau sömu.
Í lokin birtist svo samkenndin
þegar Gaza áttar sig á því að
fólk er tilbúið að hætta lífi sínu
til að byrja nýtt líf í ókunnu
landi.
Þessari ferð var aðeins hægt
að lýsa með augum barns, ekki
fullorðinnar manneskja. Full-
orðnir halda að þeir viti allt en
barn spyr spurninga og aðallega
spurninga sem byrja á orðunum:
Hvers vegna? Fullorðnar mann-
eskjur hafa gefist upp á að spyrja:
Hvers vegna?“
Viðbrögð lesenda
Meira er myrk og áhrifamikil
skáldsaga og lesturinn gengur afar
nærri lesandanum. „Mér leið illa
þegar ég var að skrifa hana,“ segir
Günday, en bók hans hefur verið
þýdd á rúmlega tuttugu tungu-
mál. „Ég hef ferðast víðs vegar
um heiminn og séð viðbrögð les-
enda. Flestir komast í uppnám við
lesturinn. Sumir vilja ekki horfast
í augu við hinn nakta sannleika en
flestir vilja lesa áfram til að komast
að því hvort það sé mögulegt að
breytast. Ef fólk getur lesið dagblöð
þá getur það lesið þessa bók. Og ef
fólk er nógu hugrakkt til að horfa á
sjónvarpsfréttir þá getur það auð-
veldlega lesið þessa bók því það er
ómögulegt að skrifa eitthvað sem er
of beldisfyllra en sjónvarpsfréttir.“
eskjan og getir gert allt sem þér sýn-
ist, er þá mögulegt fyrir þig að efast
um þann raunveruleika og spyrja
þig hvort aðrir gætu líka verið
manneskjur? Hvað gerirðu þegar
þú kemst að því að faðir þinn laug
stöðugt að þér? Er hægt að breytast?
Ég vildi skapa barn sem speglaði
viðhorf þjóðfélaga sem hafa enga
hugmynd um hörmungar f lótta-
manna. Fyrstu viðbrögð Gaza við
f lóttamönnunum eru að kenna
þeim um. Hugsun hans er: Ég vil
ganga í skóla og vera með vinum
mínum en get það ekki vegna þess
að þið eruð hér. Ef þið eruð hér þá
er það ykkur að kenna, ástæðan er
ekki stríð og hörmungar. Þetta eru
sömu viðbrögð sem sýndu sig í byrj-
un í evrópskum samfélögum, flótta-
fólkinu var kennt um. Síðan fer
Gaza að nýta sér neyð flóttamanna
og selur þeim vatn í stað þess að gefa
þeim það. Þjóðfélögin hafa gert það
sama, nýtt sér neyð flóttamanna og
AÐALFUNDUR
Landssambands sumarhúsaeigenda.
Verður haldinn, þriðjudaginn 30. apríl í SÍBS-húsinu,
Síðumúla 6 , Reykjavík kl. 20:00
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Gestur fundarins; Fulltrúi frá Garðyrkjufélagi Íslands.
Kaffi
Stjórnin.
2 7 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R44 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING
2
7
-0
4
-2
0
1
9
2
2
:1
5
F
B
0
9
6
s
_
P
0
9
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
E
0
-3
0
E
4
2
2
E
0
-2
F
A
8
2
2
E
0
-2
E
6
C
2
2
E
0
-2
D
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
9
6
s
_
2
6
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K