Félagabréfið - 11.09.1971, Blaðsíða 4
I 1 . Reylc javíkurhópurinn m-1
a) Sagan
I apríl 1971 gaf Gautaborgarhópurinn m-1 út bréf til róttælcra
Islendinga heima og erlendis og dreifði þvi til námsmanna erlendis,
Fylkingarinnar og ýroissa einstaklinga hér heima. Skömrnu eftir út-
komu þess lcom einn félagi úr Gautaborgarhópnum m-1 til landsins og
lcvaddi saman nokkra þeirra, sem höfðu fengið bréfið.
Þvi var það, að 23- mai '71 komu saman tólf manns til þess að ræða
þetta bréf og möguleika á myndun námshópa. Var Gautaborgarhópnum m~l
sent bréf, þar sem lýst var yfir þeirri ætlun að mynda 2 starfshópa
með nám i marxismanum-leninismanum-hugsun Maós Tsetungs fyrir augum.
Fyrstu fundirnir fóru i mjög lauslegar umræöur um þjóðfélagsmál og
"róttæka bréfið". Mikið vantaði á, að allir gerðu sér grein fyrir
mikilvægi námsins; efni bréfsins. Fljótlega fóru menn aö heltast úr
lestinni og var horfið frá þvi að mynda 2 hópa, en 1 þess stað mync-
aður 1 hópur, sem i voru átta manns. Starfaði höpurinn um tima í
þeirri mynd, en ekki alls fyrir löngu hurfu svo tveir félagar
utan til Gautaborgar og tveir gáfust upp, þannig að i dag telur hóp-
urinn fjóra félaga.
b) Starfið
Það sem við höfum telcið til yfirferðar og umræðu hingað til er:
"róttæka bréfið", félagabréfið nr. 1, Kómmúnistaávarpið. Auk þess
höfum við unnið að svörum við spurningunurn átta úr "róttælca bréfinu"
(sem hefur tekið mestan hluta starfstima olckar) og gerð félagabréfs
nr. 2. Samhliða þessu hafa farið fram umræður um Fylkinguna og við-
brögð hennar gagnvart olckur, m-1 hópunum.
Framan af var námsstarfið heldur óskipulegt, fundir illa undirbúnir
og umræður eklci takmarkaðar við viðfangsefni hvers fundar. Félagar-
nir voru alls ekki meðvitaðir um áfangapróun namsstarfsins né heidur
takmarkanir þær, sem hver áfangi er háður. Eftir að okkur varö þetta
ljóst, fór námsstarfinu að miða betur. Við gerum okkur grein fyrir
þvi nú, að námsstarf okkar er á frumstigi, það er upphaf á löngu,
skipulögðu námi.
c) Reynslan
Við verðum að hafa það hugfast, að nám á frumstigi er upphaf að
langri, markvissri þróun. Markmið námsstarfs okkar nú er að leggja
grundvöll að undirbúningsstarfi fyrir stofnun marxiskrar-leníniskrar
hreyfingar.
Hreyfingin lcemur til með að vinna undirbúningsstarf fyrir stofnun
kommúnistaflokks siðar meir, er mun leiða öreigastéttina til sigurs
yfir borgarastéttinni i stéttabaráttunni, afnema auövaldsslcipulagiö
með sósialiskri byltingu og reisa alræði öreiganna.
2