Félagabréfið - 11.09.1971, Blaðsíða 19

Félagabréfið - 11.09.1971, Blaðsíða 19
I dag hefur því Kommúnistaávarpið beina þýðingu fyrir islenzka verka- lýðsstétt: hinir meðvituðustu einstaklingar hennar myndu gera sér grein fyrir mikilvægasta hlutverki byltingarhreyfingar á Islandi í dag: að nema hinn vísindalega sósíalisma til að leggja grundvöll að stofnun marxískrar-lenínískrar hreyfingar sem lið í baráttu öreiganna fyrir alræði öreiganna - hinu sósíalíska þjóðskipulagi. Engin dæmi eru til í sögunni um það, að hin ráðandi stétt hafi af frjálsum vilja yfirgefið eignarrétt sinn á framleiðslutækjunum. Hún kemur til með að beita öllum ráðum og með öllum aðferðum að reyna að^hefta hina nauðsynlegu sögulegu þróun. Á Islandi er verkalýðs- stéttin hin eina byltingarsinnaða stétt. Til þess að hún geti fram- kvæmt hina sósíalísku byltingu verður hún að vakna til meðvitundar um nauðsyn og óhjákvæmileika byltingarinnar, skipuleggja sig á grund- velli stéttabaráttunnar og mola auðvaldsstéttina og ríki hennar. Til þess að þetta verði framkvæmanlegt er óhjákvæmilegt, að íslenzk verkalýðsstétt myndi kommúnískan flokk, er á hefur að skipa dugmestu og sterkustu leiðtogum hennar - byltingarflokk, sem yrði þess megn- ugur að leiða öreigastéttina til endanlegs sigurs yfir auðvaldsstétt- inni. "Ef bylting á að verða, þá verður að vera til byltingarflokkur. Án byltingarflokks, án flokks, sem starfar á grundveili byltingar- kenningar Marx og Leníns og hefur marxiskan-leninískan (marx-lenin- 'skan i isl. þýð.) starfsstil, er ekki unnt að hafa ieiðsögn á hendi fyrir verkalýðsstéttina og almúgann meðal þjóðarinnar i þeirri bar- áttu, sem leiðir til ósigurs heimsvaldastefnunnar og sporhunda hennar." (Máó Tsetung, Ritgerðir III, bls. 250). Það er þvi mikilvægt, að allir þeir, er hafið hafa nám i hinum vis- indalega sósialisma - marxismanum-leninismanum-hugsun Maós Tsetungs - og þeir, sem á eftir koma, láti námsstarfið leiða til þess, að skapaður verði raunhæfur grTAndvöllur að stofnun m-1 hreyfingar með stofnun kommúnistaflokks að takmarki'. "Lofum hinurn drottnandi stéttum að skjálfa fyrir kommúnistabyltingu. Þar hafa öreigarnir engu að tapa nema hlekkjunum. Þeir eiga heilan heim að vinna. „ n n , , . . . , Oreigar allra landa sameimzt'." Að loknu námi i Kommúnistaávarpinu. Kommúnistaávarpið kennir okkur: að verkalýðsstéttin er hin eina sanna byltingarsinnaða stétt að frelsun hennar og um leið allra öreiga verður að vera verk hennar sjálfrar að rikið er tæki i höndum borgarastéttarinnar til að kúga vérkalýðsstéttina og framfylgja arðráninu að til þess að leysa móthverfuna milli samfélagseðlis 'framleiðslunnar og einkaeignar á framleiðslutækjunum vérður verkalýðsstéttin að skipuleggja sig á stéttarvisu, kollvarpa auðvaldsstéttinni og riki hennar með valdi 'i sósialískri byltingu og reisa sitt eigið rikí - alræði öreiganna 17

x

Félagabréfið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagabréfið
https://timarit.is/publication/1332

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.