Félagabréfið - 11.09.1971, Blaðsíða 5
Þetta starf verður unnið í áföngum, þar sem hver áfangi er háður
þeim næsta á undan. Mistök í einum áfanga - t.d. að færast of mikið
í fang - koma niður á starfinu siðar meir, og er þá brýnast að taka
þau strax fyrir og leiðrétta til þess að geta haldið starfinu
óhindrað áfram.
Ennfremur verðum við að gera okkur ljósar takmarkanir þær, sem eru á
hverjum áfanga fyrir sig. Þannig getum við t.d. eklci rokið af stað
og skilgreint séreðli íslenzka auðvaldsskipulagsins, þó við höfum
kynnt oklcur nokkur undirstöðuatriði hins vísindalega sósíalisma.
Mámsstarfið er reynsla. Okkar reynsla af námsstarfinu hefur hagnýtt
gildi jafnt fyrir þá, sem þegar hafa hafið nám og hina, sem á eftir
koma. Undirrót margra mistaka Fylkingarinnar má rekja til skorts á
meðvitund um áfangaþróun starfsins og takmarkanir, sem og hagnýtt
gildi reynslumiðlunar. Þannig fá t.d. nýliðar Fylkingarinnar ekki
að njóta þeirrar reynslu, sem eldri félagar kunna að búa yfir nema
að mjög takmörkuðu leyti. Ástand islenzkrar byltingarhreyfingar í
dag er órækur vitnisburður um mikilvægi námsins og agans.
"Þegar vér lærum af öðrum, koma tvenns konar viðhorf til greina.
Annað er viðhorf kredduf estunnar, _sem felst í þvi, að taka allt upp„&
ef'tir öðrum, hvort sem Pað hæfirskílvrðum íands vors~éða ekknl yisy.
ÞÍtta er efKÍ:!:::ng?Tr:VTghcrrf. HiTb^viðhorf ið er aö beita vitsmunum.
sinum og læra það af öðrum, sem 'nentar skilyrðum lands vors, hagnýta
hverja þá réynslu,~$~6m~~kemur öss að háIdi~'Þe11a á að vera viðhorf
vort." (Undirstr. okkar) (Maó: Um andstæður meðal fólksins og
hvernig ber að snúast við þeim, Ritg. II, bls. 265).
d) Bréfin
Við höfum aðeins eina athugasemd við "róttæka bréfið". Á bls. 1
segir: "Þessi grundvallarmóthverfa auðvaldsþjóðfélagsins, ósamræmið
milli eignar á framleiðslutækjunum og framleiðsluháttanna,..."
Þetta er rangt. Grundvallarmóthverfa auðvaldsskipulagsins er mót-
hverfan milli samfélagsiegs eðlis framleiðslunnar og einkaeignar á
því, sem framleitt er.
Að öðru leyti tökum við fyllilega undir innihald bréfsins. Fullyrðing
Gautaborgarhópsins m-1 um, að mikilvægasta hlutverk byltingarhreyfing-
ar á Islandi í dag sé að hefja skipulegt, marlcvisst nám í marxismanum-
lenínismanum-hugsun Maós Tsetungs er hárrétt, tillagan því tímabær og
rétt hugsuð.
Fyrir skömmu sendum við Gautaborgarhópnum m-1 stutt bréf, sem í voru
m.a. 2 fyrirspurnir varðandi efni félagabréfs nr. 1 . Okkur þykir
ástæða að geta þeirra hér. :
"a) Við yfirferð á kafla 6 Nánar um "móthverfurnar" á bls. 9 höfum
við komizt að þýðingarfeil og gerum eftirfarandi tillögu um orðalag:
"Fyrirbærin eru óendanlega margvísleg og þróun þeirra engar skorður
settar, og þvi er það, að það sem er almennt (eða altækt) í einu til-
viki verður sérstætt i öðru - eða öfugt, þannig, að það sem er sér-
stætt í einu tilviki verður almennt í öðru."
- 3 -