Félagabréfið - 11.09.1971, Blaðsíða 17

Félagabréfið - 11.09.1971, Blaðsíða 17
Sp. 7. "Þótt barátta öreigalýðsins gegn borgarastéttinni sé ekki þjóðlegs eðlis að inntaki, er hún það að formi fyrst í stað. Öreigalýður hvers lands verður auðvitað fyrst að gera sinni eigin borgarastétt skil." Hvernig samræmist innihald þessarar tilvitnunar lokaorðum Kommúnistaávarpsins? Staðreynd er, að öreigastétt hvers lands á meira sameiginlegt með öreigastéttum annarra landa en borgarastétt síns eigins lands. Tilurð öreigastéttarinnar er jafnframt upphaf baráttu hennar gegn borgarastéttinni - og þegar öreigastétt eins lands gerir sinni eig- in borgarastétt skil, táknar það, að nýjar byltingarvígstöðvar hafa risið upp. Sigur öreiganna í einu landi er stuðningur við baráttu öreiga annar^a landa ; þannig er barátta verkalýðsins í Víetnam gegn bandarísku heimsvaldasinnunum og leppum þeirra, stuðningur við baráttu verka- lýðsins í heimsvaldasinnuðu löndunum; byltingarbarátta í NATOlandi er beinn stuðningur við frelsisstríð alþýðunnar í Guinea Bissau, eins er barátta alþýðunnar þar stuðningur við verkalýð Portúgals. Hvers vegna ber öreigunTOT að styðja hverir aðra? Til þess að koma á sósíalisma og síðar stéttlausu þjóðfélagi - steypa alræði auðvaldsins og þannig binda endi á kúgun og arðrán og koma á varanlegum friði og sönnu lýðræði. Gegn alþjóðlegu samsæri auðvaldsins teflir verkalýðurinn alþjóða- hyggju öreiganna. Baráttan gegn heimsvaldastefnunni, fasismanum og stríðsbrölti auð- valdsins, nær aðeins teljandi og varanlegum árangri hafi verkalýður- inn tileinkað sér alþjóðahyggjuna. "Hver er sá andi, sem fær útlending til þess að gera málstað kínverska þjóðfrelsisstríðsins að sínum án þess að hugsa um sjálfan sig? Það er andi alþjóðahyggjunnar og kommúnismans og sérhver kínverskur kommúnisti verður að læra af þessu dæmi. Lenínisminn kennir oss, að heimsbyltingin geti því aðeins sigrað, að öreigalýður auðvaldslandanna styðji frelsisbaráttu fólksins í nýlendum og hálfnýlendum og öreiga- lýður nýlendna og hálfnýlendna styðji frelsisbaráttu stéttarbræðra sinna í auðvaldslöndunum." (Maó Tsetung: Til minningar um Norman Bethune, Ritgerðir III, bls. 221). Um leið og mikilvægi þjóðlegu baráttunnar skal undirstrikað, bendum við ákveðið á þær takmarkanir, sem hún ér háð. Markmið eins og að koma hernum úr landi eru rétt, en það má aldrei gleymast að tengja þau baráttunni fyrir sósíalisma, - og þessi barátta verður að vera háð á grundvelli sögulegs hlutverks verkalýðsstéttar- innar. Þýðir þetta, að kommúnistar séu ekki föðurlandsvinir? "Getur kommúnisti, sem fylgir stefnu alþjóðahyggjunnar jafnframt verið föðurlandsvinur? Vér höldum því fram, að eigi aðeins geti hann verið það, heldur hljóti að vera það. Inntak föðurlandsástar ákvarðast af sögulegum aðstæðum hverju sinni. Eitt er "föðurlandsást" japönsku árásarmannanna og Hitlers og annað föðurlandsást vor. Kommúnistar hljóta að vera í ákveðinni andstöðu við "föðurlandsást" japönsku árásarmannanna og Hitlers. ... Sigur Kína og ósigur heimsvaldamanna, 15

x

Félagabréfið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagabréfið
https://timarit.is/publication/1332

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.