Félagabréfið - 11.09.1971, Blaðsíða 15

Félagabréfið - 11.09.1971, Blaðsíða 15
Við tilkomu borga, vélvæðingu framleiðslutækjanna og samþjöppun ör- eiganna í kringum vélar og í verksmiðjum kemur skýrlega í ljós eðli auðvaldsskipulagsins: arðránið og margvísleg kúgun borgarastéttar- innar á öreigastéttinni. "Öreigalýðurinn vex ekki aðeins að höfðatölu samfara iðjuþróuninni. Hann flyzt saman í þéttbýlið, máttur hans eykst, og hann verður sér afls síns vís. Hagsmunir og lífskjör öreigastéttarinnar samlíkjast því meir, sem véltæknin afmáir mismun í vinnubrögðum og þrýstir launum niður á sömu, lágu jafnhæð. Vaxandi samkeppni borgaranna og viðskiptakreppur þær, sem af henni leiðir, valda æ meiri sveiflum í vinnulaunum. Látlausar og æ stórstígari umbætur véltækninnar gera öll lífskjör verkalýðsins stopulli, Árekstrarnir milli einstakra verkamanna og einstakra borgara verða sem óðast að árekstrum milli tveggja stétta. Verkamenn taka að mynda samtök með sér gegn borgara- stéttinni. Þeir stofna félagsskap til að verja vinnulaun sín." "1 sama mæli og borgarastéttin, þ.e. auðmagnið, þróast, í sama mæli vex öreigalýðurinn, verkalýðsstétt nútímans, sem fær því aðeins lif- að, að hún fái vinnu og fær því aðeins vinnu, að hún ávaxti auðmagn- ið." "Öreigalýðurinn lifir margvísleg þroskaskeið. Barátta hans við borg- arastéttina hefst á þeirri stundu, er hann verður til." Það má slá því föstu, að með rannsóknum og skilgreiningum Marx og Engels á auðvaldsskipulaginu og sögu og eðli stéttabaráttunar hefjist algerlega nýtt stig í sögu stéttabaráttunnar. Þar berst öreigastétt- inni í hendur frábært, egghvasst vopn, sem lyftir baráttu hennar á hærra stig. Stéttarmeðvitund öreigastéttarinnar vex samfara auknum skilningi hennar á eðli og samhengi auðvaldsskipulagsins. Þróunarsaga öreigastéttarinnar hingað til einkennist af harðri bar- áttu, sigrum sem ósigrum. Ekki einasta hefur verkalýðsstéttin þurft að berjast gegn stéttaróvini sinum, borgarastéttinni, heldur og gegn ýmiss konar stéttájsvikurum úr eigin röðum, svo sem sósíaldemókrötum og endurskoðunarsinnum. Þessir stéttajsvikarar reyna að villa um fyrir öreigastéttinni og afvegaleiða hana, reyna stanzlaust að breiða yfir móthverfurnar í þjóðfélaginu. . Þeir eru í reynd meðhjálp- arar borgarastéttarinnar og á hraðri leið inn í hringiðu borgara- legrar hugmyndafræði. Með tilstyrk ríkisvaldsins nýtir borgarastéttin aðstöðu sína enn betur til þess að útbreiða og festa sinn viðbjóðs- lega áróður, í öllum helztu fjölmiðlum, félagsstarfi, uppeldis- og fræðslukerfinu og raunar á öllum sviðiim. Öreigastéttin verður að standa vel á verði gegn öllum þessum óþverra, mola endurskoðunar- stefnuna og kratismann, skipuleggja sig í byltingarhreyfingum og halda fast um og þróa sín vísindi: marxismann-lenínismann-hugsun Maós Tsetungs. Staða verkalýðsstéttarinnar í auðvaldsþjóðfélögum er í grundvallar- atriðum sú sama í dag og hún var 1848. Grundvallarbreyting á stöðu verkalýðsstéttarinnar verður ekki fyrr en hún gegnir sögulegu hlutverki sínu; steypir borgarastéttinni með sósíalískri byltingu og kemur á alræði öreiganna - sem skrefi í átt til stéttlauss þjóðfélags: kommúnismans'. 13

x

Félagabréfið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagabréfið
https://timarit.is/publication/1332

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.