Félagabréfið - 11.09.1971, Blaðsíða 11
Þessar móthverfur orsökuðu í mörgum löndum byltingar, þar sem borgara-
stétt með stuðningi bænda og verkamanna steypti aðlinum og kom á
skipulagi, sem var sniðið eftir þörfum hennar : auðvaldsskipulaginu.
"Grundvöllur framleiðsluafstæðnanna í auðvaldsskipulaginu er eignar-
réttur auðmanna á framleiðslutækjunum, án þess að honum sé samfara
eignarréttur á framleiðendunum, verkamönnum, sem auðmaðurinn getur
hvorki selt né drepið, því að þeir eru honum ekki persónulega háðir.
En verkamennirnir eru rændir framleiðslutækjunum og því til neyddir,
svo að þeir deyi ekki úr hungri, að selja auðmönnum vinnuafl sitt og
gangast undir arðránsok þeirra." (bls. 217)-
"En auðvaldið, sem knúið hefur fram feiknlega þróun framleiðsluaf1-
anna, er orðið flækt í mótsögnum, sem það megnar ekki að leysa. Með
síaukinni vöruframleiðslu og lækkun vöruverðsins herðir auðvaldið á
samkeppninni, kemur þorra fátækra og meðalefnaðra séreigenda á vonar-
völ, gerir þá að öreigum og rýrir kaupmátt þeirra, svo að ekki verður
■unnt að koma í verð hinum framleiddu vörum." (bls. 218).
"...harðvítug stéttabarátta arðræningja og arðrændra hlýtur að verða
það, sem öðru fremur einkennir skipulag auðvaldsins." (bls. 219).
AF FRAMANSÖGÐU MA SKtRT SJA, AÐ STÉTTARSTAÐA MANNA MARKAST FYRST OG
FREMST AF STÖÐU ÞEIRRA I FRAMLEIÐSLUNNI.
e) Borgarastétt - öreigastétt.
’I auðvaldsþjóðfélaginu eru aðeins til þrjár stéttir: borgarastétt,
smáborgarastétt og öreigastétt». (Lenín).
Borgarastétt: Til hennar heyra þe"'r, sem lifa á eignum símim; eigendur
framleiðslu-, atvinnutækja og fjármagns. Þeir arðræna og kúga öreiga-
stéttina, sem neyðist til að selja þeim vinnuafl sitt, svo hún fái
lifað. En ekki aðeins rænir borgarastéttin gildisaukanum af öreiga-
stéttinni, heldur ávaxtar hún hann líka og gerir að auðmagni, sem
verður siðan tæki til enn frekara arðráns og kúgunar.
Öreigastétt: Til hennar heyra þeir, sem eru eignalausir, þ.e. eiga
engin framleiðslutæki, og lifa á því að selja borgurunum vinnuafl sitt
og gangast undir kúgun þeirra. Með vinnu sinni skaua örelgarnir. gildis-
aukann, sem borqararnir ræna af beim oa halda uppi kerf1. sinu með.
"Hagfræðilega séð^þyðir 'öreigi' ekkert annað en launavinnumaður, sem
framleiðir og eykur gildi 'auðmagnsins' og er fleygt út á götuna jafn-
skjótt og honum er ofaukið fyrir gildisaukningarþörfina hjá 'Herra
Kapital'". (Marx: Auðmagnið, 1. bindi, bls. 541 i sænskri útg.).
"Grundvallarskipan atvinnumála i gervöllu nútima þjóðfélagi er þessi:
Verkalýðsstéttin ein skapar öll gildi, þvi að gildi er aðeins annað
orð um vinnu, það orð, sem i auðvaldsþjóðfélagi nútimans táknar það
þjóðfélagslega nauðsynlega vinnumagn, sem felst i ákveðinni vöru. En
þessi gildi, sem verkamennirnir framleiða, eru ekki eign þeirra. Þau
eru eign þeirra manna, sem eiga hráefnin, vélarnar, verkfærin og þá
fjármuni, sem gera þeim kleift að kaupa vinnuafl verkalýðsstéttarinnar."
(Engels i formála að þýzku útgáfu auðmagnsins 1891, Úrvalsrit I, bls.
130).
- 9 -