Félagabréfið - 11.09.1971, Blaðsíða 18

Félagabréfið - 11.09.1971, Blaðsíða 18
sem hafa gert inrrás í landið, mun verða alþýðu annarra landa hjálp og styrkur. Þannig er föðurlandsást í þjóðfrelsisstríðinu alþjóða- hyggja í framkvæmd." (Maó Tsetung, Ritgerðir III, bls. 190-191). Af ofanrituðum dæmum má sjá samhengið milli hinnar þjóðlegu baráttu og lokaorða Kommúnistaávarpsins: "ÖREIGAR ALLRA LANDA SAMEINIZT'." "Verkalýður allra landa sameinizt. Verkalýður alls heimsins, standið með kúgaðri alþýðu og kúguðum þjóðum. Berjist gegn heimsvaldastefnu og afturhaldi í öllum löndum. Beitið öllum kröftum í baráttunni fyrir heimsfriði, þjóðfrelsi, alþýðulýðræði og sósíalisma. Styrkið og stækkið sósíalíska heims- hlutann. Færið alheimsbyltingu ö.reiganna skref fyrir skref í átt til algjörs sigurs. BYGGJUM NYJAN HEIM, ÁN HEIMSVALDASTEFNU 0G AUÐVALDS, ÞAR SEM ENGIN MANNESKJA ARÐRÆNIR AÐRA". (Leturbreyting okkar) (Ur bréfi miðstjórnar Kommúnistaflokks Kína til miðstjórnar Kommún- istaflokks Ráðstjórnarríkjanna, 30. marz, 1963, bls. 5-6 í sænskri þýðingu KFML). Islenzk öreigastétt stendur frammi fyrir því verkefni að gera íslenzkri borgarastétt skil. Sp. 8. Hvaða þýðingu hefur Kommúnistaávarpið fyrir íslenzka verka- lýðsstétt í dag og hvernig má það verða henni að gagni? Til að gera sér grein fyrir hvaða þýðingu Kommúnistaávarpið hefur fyrir íslenzka verkalýðsstétt í dag og hvernig það má verða henni bezt að gagni, kemst maður ekki hjá að nefna meginhugsun þess með tilliti til íslenzkra aðstæðna. I formála að þýzku útgáfunni 1883 ræðir F. Engels hina gegnumgangandi grundvallarhugsun kommúnistaávarpsins: "að hin efnalega framleiðsla og félagslega stéttaskipting, sem af henni hlýtur að spretta á sér- hverju þróunarskeiði sögunnar, er grundvöllur pólitískrar og and- legrar sögu þess . Síðan hina fornu jarðasameign leið, hefur því öll saga verið sagan um stéttabaráttu, baráttu arðræningja og arðrændra, drottnandi og ánauðugra stétta á hinum ýmsu skeiðum félagslegrar þróunar. En þessi barátta er nú komin á það stig, að hin arðrænda og kúgaða stétt (öreigalýðurinn) getur ekki leyst sig úr ánauð þeirrar stettar, er arðrænir hana og undirokar (borgarastéttarinnar), án þess að bjarga öllu þjóðfélaginu að fullu úr ánauð arðráns, undirokunar ög stéttabaráttu." (Undirstrikim okkar) (Urvalsrit I, bls. 23)• Undirstrikuðu orðin eiga við um ástandið á Islandi í dag. Það, að íslenzkir öreigar yrðu sér meðvitaðir um sögulegt hlutverk sitt - að kollvarpa auðvaldsskipulaginu á íslandi með sósíalískri byltingu og reisa alræði öreiganna, koma á sósíalismanum - og þannig binda endi á pólitískt og efnahagslegt alræði auðvaldsins -, hefði úrslitaþýðingu fyrir skipulagningu þeirra á grundvelli stéttabarátt- unnar - stétt gegn stétt. Verkalýðsstétt gegn borgarastétt. 16

x

Félagabréfið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagabréfið
https://timarit.is/publication/1332

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.