Félagabréfið - 11.09.1971, Blaðsíða 14

Félagabréfið - 11.09.1971, Blaðsíða 14
kapítalíslcum framleiðsluháttum almenn ytri skilyrði og til að varð- veita þá fyrir ágangi verkamanna jafnt sem einstaklinga úr röðiim kapítalista. Hvernig svo sem ríkisvaldi nútímans er háttað, er það fyrst og fremst kapitaliskt valdatæki, ríki kapítalista, allsherjar- kapítalistinn sem fyrirmynd. Því öflugri sem þau framleiðsluöf1 verða, sem það slær eign sinni á, þeim mun nær því kemst það að gera heild- arhugsjón þessa að veruleika og þeim mun fleiri þjóðfélagsþegna arð- rænir það. Verkamenn halda áfram að vera launamenn, öreigar. Kúgunar- aðstaða auðmagnsins hverfur ekki; tök þess verða þvert á móti öllu fastari. En þegar svo er komið verður breyting á. Það leysir ekki vandann, að framleiðsluöflin komist í ríkiseign, en að forminu til felur það þó í sér ráðin og tökin til að leysa hann."" Hlutverki borgarastéttarinnar er löngu lokið. Hún er afturhaldssöm og stendur þvert í vegi fyrir áframhaldandi þróun. Hún notar öll hugsanleg ráð til viðhalds tilveru sinnar, en eðlislæg viðbrögð henn- ar eru ofbeldi. Hún er ímynd alls arðráns, kúgunar og ófriðar, hvar sem er, og svo lengi sem hún verður til er styrjaldarhætta alltaf fyrir hendi. "Eitt helzta skilyrði fyrir tilveru og drottnun borgarastéttarinnar er auðsöfnun á hendur einstaklingum, sköpun auðmagnsins og ávöxtun, en lífsskilyrði auðmagnsins er launavinna. Launavinnan hvílir ein- göngu á samkeppni verkamanna innbyrðis. Borgarastéttin ber iðnaðar- þróunina uppi, án þess að henni sé það sjálfrátt og án þess hún fái rönd við reist. En iðnaðarþróunin bindur endi á einangrun þá, er samkeppnin skapar meðal verkamanna og sameinar þá í byltingarsamtökum. Fyrir þróun stóriðjunnar er sjálfum grundvellinum kippt undan fótum borgarastéttarinnar, en á grundvelli þeim hvílir öll framleiðsla hennar og eignahagsskipan. Borgarastéttin skapar fyrst og fremst sinn eigin höfuðbana. Fall hennar er jafn óhjákvæmilegt og sigur öreiga- lýðsins." (Tilvitnanir innan einfaldra gæsalappa eru teknar úr kaflanum Borgar- ar og öreigar í Kommúnistaávarpinu, Úrvalsrit I, bls. 27-37- Tilvitnanir innan tvöfaldra gæsalappa eru teknar úr kaflanum Þróun kapítalismans í Þróun sósíalismans. - Hugsýn verður að vísindum. (eftir Engels), Úrvalsrit I, bls. 105-123). Sp. 4. Hvernig myndaðist og þróaðist öreigastéttin? Sp. 6. Er nokkur grundvallarmunur á stöðu verkalýðsstéttarinnar 1848 og stöðu hennar í dag? Öreigastéttin á sér hliðstæður í öðrum stéttiim í fyrri stéttaþjóðfél- ögum„ Það má líta á þrælinn í skipulagi þvi, sem byggðist á þrælahaldi og hinn ánauðuga bónda í lénsskipulaginu sem forfeður öreigans í auð- valdsskipulaginu. Til að segja frá myndun og þróun öreigastéttar nú- tímans frá því auðvaldsskipulagið verður til er að sjálfsögðu óhjá- kvæmilegt að greina að einhverju leyti um leið frá myndun og þróun borgarastéttarinnar, þar eð öreigastéttin er beint afsprengi fram- leiðsluhátta hennar. (Sjá svar við spurningu 3).

x

Félagabréfið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagabréfið
https://timarit.is/publication/1332

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.