Félagabréfið - 11.09.1971, Blaðsíða 10
Með þróun framleiðslutækjanna, misgjöfulli jörð o.fl. breyttust fram-
leiðsluafstæður manna. Sumir urðu ríkari en aðrir og gátu í krafti
aðstöðu sinnar þvingað aðra með valdbeitingu til þess að vinna fyrir
sig. Þetta var fyrsti vísirinn að stéttaþjóðfélagi. "Grundvöllur
framleiðsluafstæðnanna i þjóðskipulagi því, sem byggist á þrælahaldi,
er eignarréttur þrælaeigandans (þrælahöfðingjans í ísl. þýð.) á fram-
leiðslutækjunum, en einnig eignarréttur hans á framleiðandanum,
þrælinum, sem eigandinn getur keypt eða selt eða drepið eins og bú-
pening sinn." (bls. 214-215). Með vinnu sinni sáu þrælarnir - auk
sjálfra sín - þrælaeigendunum og þeirra skylduliði fyrir fæði og
klæði. "Þrælaeigandann má því telja hinn fyrsta raunverulega full-
trúa séreignarréttarins. Rikir og fátækir, arðræningjar og arðrændir,
rétthafar og réttleysingjar, sem eiga í harðvítugri stéttabaráttu, -
slík er mynd þess þjóðskipulags, sem á þrælahaldi var byggt." (bls.
215).
Með varðmönnum og svipum var þrælahaldinu viðhaldið um skeið. Kerfið
» var hið fullkomnasta arðránskerfi fyrir þrælaeigendurna; þeir gátu,
með því að hóta beinni valdbeitingu - og framkvæma hana, þegar þræl-
arnir gerðu uppreisnartilraunir, neytt heila stétt - þrælana - til að
vinna fyrir sig. En kerfið átti sín takmörk. Þegar landbúnaðurinn
þróaðist, plógar og önnur verkfæri urðu fullkomnari, reyndist nauð-
synlegt að gefa þeim, er störfuðu með þessum tækjum, meiri ábyrgð og
hlutdeild í framleiðslunni til þess að draga úr hinni harðnandi stétta
baráttu. Annars hefði orðið að fjölga varðmönnum til jafns við þrælana
Þrælahaldið leið undir lok, er móthverfurnar urðu óviðráðanlegar,
nýtt þjóðslcipulag myndaðist: aðalsveldið (lénsveldið).
"Grundvöllur framleiðsluafstæðnanna í þjóðskipulagi aðalsveldisins
.er eignarréttur aðalsmannsins á framleiðslutækjunum og takmarkaður
eignarréttur hans á framleiðandanum, hinum ánauðuga bónda, sem aðals-
maðurinn getur keypt eða selt, en má að vísu ekki framar taka af lífi.
(bls. 215-216).
Á tímabili aðalsveldisins var staða bændanna heldur betri en þrælanna
áður. Þeir höfðu (takmarkaðan þó) eignarrétt yfir landsskikum. Aðals-
stéttin þvingaði bændurna til að vinna vissan dagafjölda á ökrum óðal-
anna, þeir skattlögðu framleiðslu bóndans á sínum eigin landsskika;
þeir hirtu gildisaukann af vinnu bændanna.
"Stéttabarátta arðræningja og arðrændra er það, sem öðru fremur ein-
kennir skipulag aðalsveldisins." (bls. 216-217).
Borgir tólcu að myndast á aðalsveldistímabilinu, i borgunum urðu til
handverks- og verzlunarfélög, ný stétt tók að vaxa: borgarastéttin.
I krafti eigna sinna, auðs og tæknilegra framfara í framleiðslunni
gátu handverks- og verzlunarmenn ráðið aðra til vinnu í framleiðslu
og verzlun. Uppgangur borgarastéttarinnar skapaði miklar móthverfur
milli aðalsins og borgarastéttarinnar. Tolla- og haftakerfi aðalsveld-
isins stóðu i vegi fyrir verzlun, - staðbinding vinnukraftsins, boð og
bönn aðalsherranna um staðsetningu og uppbyggingu verkstæða þrengdi að
vexti og viðgangi borgarastéttarinnar.
8